Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Nýverið yfirgáfu Bandaríkin Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna. Það sem batt endahnútinn á veru Nikki Haley, fulltrúa USA í ráðinu, var ályktun sem lögð var fram í kjölfarið á viðureignum Ísraels og Hamas hryðjuverkasamtakanna á Gaza þar sem yfir 100 Palestínumenn voru skotnir af Ísraelskum leyniskyttum.
Mikið hefur verið skrifað um bæði atburðina á Gaza og úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu og skýringa er þörf. Í þessum pistli, sem verður langur og allt í belg og biðu, mun ég einungis taka fyrir ályktunina sem varð til þess að Bandaríkin á endanum yfirgáfu Mannréttindaráðið.
Kíkjum á ályktunina, eða réttara sagt hvað er á bakvið hana...og er eitthvað sem íslenskir fjölmiðlar munu aldrei fjalla um.
Öll ályktunin getur lesist hér: https://undocs.org/A/ES-10/L.23
Í fyrsta lagi eru ályktanir SÞ einmitt bara það. Ályktanir. Þær eru ekki alþjóðalög eins og margir "stuðningsmenn Palestínu" virðast halda. Alþjóðalög koma, meðal annars, til þannig að einhver regla (eða annað "practice") verður sameiginlegt gildis- og hegðunarmat fleiri landa þangað til að nógu mörg lönd virða regluna sem eitthvað sem öllum ber skylda að rétta sig eftir.
(Verð að biðjast afsökunar á íslenskunni. Ég er svo vanur að fjalla um þetta á ensku eða sænsku að það er rosalega erfitt fyrir mig að útleggja þetta á íslensku. Vona að þið skiljið samt?)
Þetta á að sjálfsögðu við um ályktanir SÞ líka og er ein af ástæðunum fyrir því að löndin sem tilheyra Arab League og OIC, og/eða önnur lönd og ríki sem vonast efitr pólítískum ávinningi, leggja fram ályktanir um Ísrael/Palestínu í hvert einasta sinn sem UNHRC (Mannréttindaráð SÞ...sem er bara brandari og líklega erum við að sjá Bandaríkin yfirgefa...aftur...á næstu dögum eða vikum (þetta blogginnegg er upprunalega svar á Facebook og var skrifað nokkrum dögum áður en Bandaríkin yfirgáfu Mannréttindaráðið) en hefur nú fengið smá breytingu og viðbætur) kemur saman. Reyndar er það þannig að þegar ég hef fylgst með útsendingum Mannréttindaráðsins, Öryggisráðsins eða Alsherjarráðsins, eða annarra deilda innan SÞ, á vef SÞ, að það fer ca 50% tímans í að rakka niður á Ísrael. Sérstaklega Öryggisráðið og Mannréttindaráðið hafa lítið annað að gera... og UNESCO er alveg sér kapítuli þar sem það eina sem eftir er er að neita að Ísrael sé Ísrael, að neita því að gyðingar séu gyðingaar, að bæði Narnía og Draumalandið séu aðildarríki að SÞ og að Harry Potter verði Aðalritari. Svo raunveruleikafirrt er ástandið þar á bæ.
Þar sem Ísrael er eina landið í öllum heiminum sem á fastan punkt (UNHRC agenda item 7) í prógrammi deilda innan SÞ þá er nauðsynlegt að, þegar lagðar eru fram ályktanir varðandi Ísrael hjá SÞ að vita hverjir leggja þær fram, hvar og af hverju.
Og þegar það eru lagðar fram ályktanir sem varða Ísrael verður þetta mjög einfalt mál. Mjög mjög mjög einfalt.
Hér er grein frá 2016 (tölfræðin hefur lítið beeytst síðan þá) sem lýsir vel hvað er í gangi þegar það kemur að ályktunum um Ísrael hjá SÞ: https://www.unwatch.org/un-israel-key-statistics/
Í fyrsta lagi eru SÞ engin heilög belja sem gerir alltaf allt fullkomlega rétt. Íslendingar þurfa að venja sig af þessarri einfeldninglegu barnatrú sinni á fullkomleika Sameinuðu Þjóðanna.
Sjáið nú til. Aðildarríki Sameinuðu Þjóðanna eru 193 talsins. Af þeim eru (skv. Freedom House) einungis 86 þeirra sem eru "full democracy" eða "fully free". Þeas. 45% af ríkjum SÞ hafa sömu eða svipuð gildi og Ísland og restin af því sem við köllum hinn "Frjálsa Heim".
Restin af aðildarríkjunum, eða 55% (sem er hreinn meirihluti vegna þess að öll ríki, frjáls eða ekki, hafa eitt atkvæði í öllum atkvæðagreiðslum) eru allt frá því að vera "að hluta til frjáls" upp til "harðstýrð einræðisríki". Flest þessarra ríkja hafa gjörólíka heimssýn en þá sem ríkir á vesturlöndum. Sem dæmi má nefna að í Miðausturlöndum þekkist varla trúleysi. Allir trúa á eitthvað eða einhvern og í Egyptalandi er frammi lagafrumvarp þar sem lagt er til að trúleysi verði gert glæpsamlegt og að sá sem aðhyllist trúleysi geti verið dæmdur til fangelsisvistar. Og norsk kona sem var nauðgað í Sádi Arabíu var fangelsuð fyrir að vera úti án fylgdar karlmanns þegar hún kærði nauðgunina til lögreglunnar. Að karlmaður hjálpi til með heimilisstörf í Pakistan er algerlega óhugsandi og svona mætti áfram telja. Fæst þeirra styðja vesturlendsk sjónarmið, lýðræði, frelsi mannréttindi...eða Ísrael... og valdamesti og stærsti aðilinn meðal þessarra ríkja er samband múslimalandanna, OIC. Organisation of Islamic Cooperations. OIC telur 57 aðildarríki sem, að undanskildum Senegal og Túnis (Túnis er reyndar enn sem komið er óskrifað blað) sem eru einu löndin samkvæmt Freedom House og Economist sem "Frjáls". Öll önnur lönd innan OIC eru annað hvort "Ekki frjáls" eða "Að hluta til Frjálst". Pakistan er t.d. "að hluta til frjálst" en þar eru minnihlutahópar hart ofsóttir og innbyrðis skærur og óöryggi í landinu gera að verkum að erlendir fjárfestar og stærri fyrirtæki hætta ekki á nærveru í landinu. En komum að OIC betur síðar...
Það má ekki gleyma því hvaða hugmyndafræði það er sem stýrir hinum ýmsu aðildarríkjum SÞ. Í Íslands tilfelli er það t.d. blanda af Kristindómi, veraldarhyggju, Darwinisma, blöndu af hinum ýmsu pólitísku stefnum og öðru sem hefur mótað hugarfar íslendinga og þar af leiðandi heimssýn okkar og pólitík.
Í Kína er það í stórum dráttum kommúnismi og blanda af gamalli heimsspeki Taóisma, Daóisma, Buddhisma ofl.
Innan aðildarríkja OIC er það Íslam. Nánast einungis. Það er mismunur á hinum ýmsu löndum innan OIC hvaða stefnu Íslams ákveðið land fylgir og hversu miklum áhrifum það land hefur orðið fyrir af annarri hugmyndafræði. Líbanon er t.d. mjög frjálst íslamskt land með miklum vestrænum áhrifum meðan að lönd eins og Íran er sharíastýrt íslamskt einræðisríki þar sem ekkert annað kemst að.
Þetta ætti fyrir eðlilega þenkjandi fólk að draga fram þá einföldu og augljósu staðreynd að Sameinuðu Þjóðirnar eru í raun og veru ekkert sérstaklega "Sameinaðar".
Og langt frá því að vera eitthvað samfélag ríkja sem aðhyllast lýðræði, frelsi, mannréttindi og annað sem við á Vesturlöndum teljum sjálfsagða hluti í tilverunni.
Þannig að þegar hin ýmsu lönd gefa atkvæði sitt í kosningum verður að hafa í huga að ekki öll lönd hugsa á sama hátt, eða hafa sömu skoðanir og viðmið, á þeim málefnum sem verið er að kjósa um...og mörg af þessum löndum eiga ekki í neinum vandræðum með að selja atkvæði sitt ef vel er boðið. Mútuþægni er vel þekkt vandamál innan SÞ en lítið er hægt að sanna eða gera við því.
Þetta verður mjög augljóst ef maður þekkir til landsins sem leggur fram ályktun og við sjáum hvernig viss lönd veita sitt atkvæði, þá verður það augljóst hvaða hugmyndafræði það er sem er á bakvið, og þegar það varðar Ísrael, þá er það ekkert sem spilar jafn stóra rullu og Íslam.
Samkvæmt íslam er landið Ísrael eitt "Waqf", eða landssvæði sem tilheyrir Íslam og má aldrei vera stýrt af neinum öðrum.
Þetta er aðal ástæðan fyrir því að Arababandalagið neitaði Palestínsku ríki 1947, að Múslimar hafa startað nokkrum stríðum til að "frelsa" "Palestínu" síðan þá...og tapað þeim öllum... að þeir hafa hafnað öllum (7) friðartilboðum Ísraels (nýverið hafnaði forseti Palestínu, Mahmoud Abbas friðartillögu Bandaríkjanna án þess einu sinni að líta á hana, og er það í 8 skiptið sem friðartillögu er hafnað í þessarri deilu) og allann tímann kallað eftir "jihad" gegn zíonistunum/Ísrael/gyðingum í gegnum tíðina og allt fram í skólabækur palestínskra barna í dag.
Aðalatriðið, og það sem þarf alltaf að vera í meðvitundinni, er að í huga Palestínumanna og margra múslima má aldrei finnast neitt sem heitir Ísrael, sem er gyðinglegt ríki, og það landsvæði sem tilheyrir Ísrael nú verður að koma aftur undir yfirráð íslams. Þetta predikaði "Faðir Palestínu" Amin al-Husseini, lærisveinn hans: hryðjuverkamaðurinn Yassir Arafat, núna arftaki hans og forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, og aðrir leiðtogar múslimskra landa eins og t.d. Khamenei í Íran gerir nú daglega, Erdogan í Tyrklandi...sem er nýbúinn að kalla eftir því að múslimar heimsins myndi einn stórann her og ráðist á ísrael, Assad Sýrlandsforseti ofl.
Næst stærstu samtök heimsins (SÞ eru stærst) eru ofannefnd OIC eða Organisation of Islamic Cooperation https://www.oic-oci.org/home/?lan=en og þessi samtök stjórna í dag öllu sem viðkemur Ísrael innan veggja SÞ. OIC voru stofnuð 1969 til að bregðast við þegar ástralskur túristi kastaði molotovkokteil inn í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Síðan þá breiðir OIC út lygina um að Ísrael vilji eyðileggja al-Aqsa og Dome on the Rock moskurnar á Musterishæðinni í Jerúsalem og má heyra hróp um að vernda al-Aqsa koma frá Abbas, Al-Sissi, visir.is og rúv. Ásamt öðrum.
OIC eru fyrst og fremst múslimsk trúarsamtök og allt sem þau gera er gert í samráði við sharía dómstóla og með það að markmiði að fremja íslam í heiminum. OIC samþykkir ekki Mannréttindasáttmála SÞ (en á samt fjölda aðildarríkja í Manréttindaráðinu) og hafa sinn eigin, svo kallaðan "Kairó Sáttmála" Cairo Declaration sem segir skýrt og skorinort að mannréttindi tilheyri einungis múslimum og því meiri múslimi sem þú sért því meiri réttindi áttu að hafa. OIC berst gegn tjáningarfrelsi og ritfrelsi ásamt trúfrelsi (samkvæmt OIC finnst bara ein trú...gettu þrisvar hvaða?) Kairo Declaration hefur að sjálfsögðu mætt mikilli gagnrýni.
OIC ríki leggja alltaf atkvæði sitt í samræmi við stefnu OIC. Með einungis einstaka undantekningum. Þar af leiðandi eru önnur aðildarríki SÞ undir miklum þrýstingi að leggja sín atkvæði á sama hátt til að geta notið stuðnings OIC landanna síðar og ekki má gleyma vanheilögu hjónabandi íslams og sósíalismans, sósíalísk lönd kjósa venjulega á sama hátt og hin íslömsku og svo að sjálfsögðu olían. En OIC löndin eru mikilvæg til að sjá Vesturlöndunum fyrir nauðsynlegri olíu og er olían mikill áhrifavaldur þegar atkvæði eru greidd innan SÞ. Aðrir mikilvægir áhrifavaldar þegar kemur að OIC eru önnur viðskipti og stjórnmálasamband og að síðustu óttinn við hryðjuverk. Nánast öll hryðjuverk sem framin eru í heiminum í dag eru framin af öfgamúslimum og er almennt talið að velvilji í garð múslimskra landa minnki hættuna á hryðjuverkum í því landi sem sýnir íslam velvilja. Það er nauðsynlegt að taka fram í þessu samhengi að svo til engin lönd innan OIC styðja hryðjuverk og að OIC sem samtök fordæma hryðjuverk framin af íslamistum sem og öðrum.
En OIC er á bakvið þessa ályktun sem fjallar um að vernda saklausa Palestínumenn (ekki Hamas hryðjuverkamenn, sem við vitum að eru minnst 80% af þeim sem hafa látist) í átökum.
Ályktunin einkennist af íslömsku sjónarmiði og styðst við fjölmargar aðrar ályktanir, t.d. 242 sem er grundvöllurinn að friðarviðræðum Ísraels og Palestínu og er tekin fram eftir Sex Daga Stríðið 1967, 338 sem er samþykkt eftir Yom Kippur stríðið 1973, 605 þar sem Ísrael er fordæmt fyrir að verja sig gegn hryðjuverkum í fyrsta intifadan 1987 og að sjálfsögðu kveðjugjöf Obama til Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ályktun 2334 þar sem Ísrael er fordæmt fyrir landnemabyggðir á herteknu svæðunum. Ályktunin hafði verið lögð fram áður en þá notaði USA neitunarvald sitt en þáverandi fulltrúi USA, Samantha Power, beitti ekki neitunarvaldinu seinna í desember 2016 og er það víðtekið álit sérfræðinga að sú ályktun var einungis samþykkt vegna haturs Obama á Netanyahu.
Að auki nefnir ályktunin hvergi þáttöku Hamas hryðjuverkasamtakanna í uppþotunum og skellir allri skuld á öllu sem ályktunin tekur fram, ástandið á Gaza, neyðaraðstoð, uppþotum og óeirðum í Austur-Jerúsalem osvfrv á Ísrael.
Reyndar tókst Nikki Haley að fá samþykkta viðbót við ályktunina nokkrum dögum síðar þegar hún var lögð fram hjá Alsherjarráðinu þar sem Hamas er fordæmt fyrir þáttöku sína og ábyrgð á ofbeldinu. Hana má lesa hér: https://www.un.org/unispal/wp-content/uploads/2018/06/A.ES_.10.L.24.pdf
Ályktunin sem fordæmir Ísrael hafði fyrst verið lögð fram hjá Öryggisráðinu en þar notuðu Bandaríkin neitunarvald sitt til að fella hana og var þá brugðið á það ráð að leggja hana fram til kosningar í Alsherjarráðinu (General Assembly).
Ríkin sem lögðu fram ályktunina, að undirlagi OIC eru Alsír og Tyrkland ásamt að sjálfsögðu Palestínu, sem þrátt fyrir að vera hvorki land né ríki hefur ákveðna stöðu innan SÞ (að sjálfsögðu...(sic)).
Alsír, þar sem "mótmæli" eins og á Gaza eru bönnuð, konur eru hýddar opinberlega, hommar eru hengdir og hendur höggnar af þjófum, hefur miklar áhyggjur af ástandinu á Gaza. Miklu meiri en af ástandinu í Yarmouk flóttamannabúðunum í Sýrlandi þar sem fleiri hundruð Palestínumenn hafa verið drepnir síðustu vikurnar af Assad. Mannréttindasamtök eins og amnesty geta ekki skráð sig í Alsír, sem gerir þeim ókleift að starfa þar, og fólk sem berst fyrir tjáningarfrelsi, eða á einhvern hátt gagnrýinr Alsírsk stjórnvöld, deyr í fangelsum í Alsír.
Alsír gefur ekki vegabréfsáritanir til Ísraels og fólk með Ísraelískt vegabréf er ekki hleypt inn í landið.
Þetta er sem sagt eitt landanna sem hefur svo miklar áhyggjur af ástandinu á Gaza.
Annað land er Tyrkland. Sem á heimsmet í fangelsun blaðamanna og þar sem minnihlutahópar eru ofsóttir svo harkalega að það er jafnvel ráðist inn í Sýrland til að drepa Kúrdana þar og þar sem kirkjur eru nú teknar eignarhaldi af yfirvðldum og þeim breytt í moskur. Spilling er gríðarleg í Tyrklandi, og vegna stjórnarskrárbreytingar sem samþykkt var á síðasta ári hefur sitjandi forseti alræðisvald. Og viti menn... haldiði ekki að Erdogan hafi "óvænt" verið endurkjörinn forseti í nýyfirstöðnum forsetakosningum í Tyrklandi...
Tyrkland hefur miklar áhyggjur af ástandinu á Gaza.
En það var ekkert vandamál að kaupa olíu af ISIS. Eða hylla Hamas fyrir hryðjuverk, eða, eins og áður er skrifað, hvetja til að múslimalöndin myndi sameiginlegann her til að þurrka Ísrael út af kortinu.
Og svo er þriðja landið að sjálfsögðu "Palestína". Sitjandi forseti, Mahmoud Abbas sem er á sínu 13 stjórnarári af þeim 4 sem hann var kosinn til, er alkunnur gyðingahatari sem hefur lýst því yfir að hann muni aldrei líða að einn einasti gyðingur fái að búa í Palestínsku ríki, og hvers fölskylda er búin að búa þarna síðan á tímum risaeðlanna (hann sagði það í alvöru) og sem tekur af lífi hvern þann Palestínumann sem selur fasteign til gyðings á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna ásamt því að vera duglegur að hygla fjölskyldu og vinum með peningum frá þeim alþjóðlegu styrkjum sem eiga að renna til að byggja upp Palestínskt ríki (2016 var "Palestína" búin að fá fjárhagsaðstoð sem mótsvarar 16 sinnum Marshallhjálpinni sem var notuð til að endurreisa Evrópu eftir WW2, eða 16x110.000.000.000 usd. Af þeim peningum eru ríflega 2.000.000.000 "sporlaust horfnar") og borga hryðjuverkamönnum sem sitja í ísraelskum fangelsum "laun". Fyrir 2018 fara ca 7% af alþjóðlegum hjálparstyrkjum til þessa eða ca 400.000.000 usd. Með öðrum orðum þá fara peningar íslenskra skattgreiðenda sem eru notaðir í neyðaraðstoð til Palestínu til að borga morðingjum laun.
Ef lesandinn er óánægður með í hvað skattarnir hans eru notaðir mæli ég með að hann setji sig í samband við utanríkisráðherra og krefjist þess að Ísland, eins og Bandaríkin gera nú með "Taylor Force Act" (Taylor þessi var bandarískur ferðamaður sem var drepinn af palestínskum hryðjuverkamanni í Ísrael árið 2016) og stoppi allann fjárhagsstuðning til PA (Palestinian Authority)
Þessi þrjú lönd og samtök eru aðalleikararnir í þessarri ályktun.
Lönd sem nota hvert tækifæri sem gefst til að drepa eigin þegna og samtök sem vilja að allur heimurinn heyri undir sharia lög.
Eins og áður er sagt þá nefnir ályktunin hvergi hlutverk Hamas. Sem þó eru ábyrg fyrir "mótmælunum" og hafa lýst því yfir að mótmælin séu bara yfirskin til að geta brotist inn í Ísrael og framið hryðjuverk þar.
Stjórnarskrá Hamas lýsir skýrt og greinilega því yfir að tilgangur og meginmarkmið samtakanna sé gereyðing Ísraels. Þeim er skítsama um "Palestínu" eða palestínska araba. Þeir vilja bara framfylgja kóraninum og endurheimta sitt Waqf. Hvað sem það kostar.
Þessi ályktun er því bara enn ein bitlaus ályktunin sem snýst um að Íslam vill ráða yfir því landi sem Ísrael er byggt á.
Og til þess nota samtök og lönd öfgafullra múslima, Sameinuðu Þjóðirnar, til að geta framfylgt boðum leiðtoga sinna um Jihad.
Það er það sem þetta snýst um.
Að samþykkja ályktanir sem eru lagðar fram af íslömskum öfgasinnum, gyðingahöturum og einræðisherrum sem ofsækja eigin þegna og fótumtroða mannréttindi og sem auk þess hafa að aðalmarkmiði með ályktuninni að þurrka Ísrael út af kortinu, er geðbilun á háu stigi.
Og það að Ísland skuli taka þátt í þessu er harmleikur.
Þetta var bara lítið eitt um ályktunina, hvað og hverjir eru á bak við hana og hvaða tilgangi hún gegnir og ég vona að þetta varpi ljósi á að Sameinuðu Þjóðirnar eru engin óbrigðul samtök og hvers ályktanir allt of sjaldan eru til góðs.
Ísland sem aðildarríki að SÞ þarf að ákveða hvaða siðferðislegu viðmiðum landið ætlar að fylgja í framtíðinni þegar það kemur að að veita atkvæði sitt í ályktunum sem eru lögð fram af ríkjum sem á engann hátt endurspegla viðhorf okkar til heimsins og/eða hvað sem er rétt og rangt eða gott og vont og jafnvel, eins og í þessu tilfelli, á engann hátt geta orðið til góðs fyrir þann heim sem við viljum skapa og búa í, varðveita og erfa börnin okkar að.
Ég á erfitt með að trúa að nokkur Íslendingur styðji fangelsun blaðamanna, hýðingar kvenna á almannafæri eða dauðarefsingu fyrir að selja fasteign. Af hverju í ósköpunum ættum við að vera að styðja þá við bakið á slíkum ríkjum innan veggja Sameinuðu Þjóðanna sem voru stofnuð með það að markmiði að bæta heiminn sem við lifum í?
Bandaríkin gerðu rétt með að yfirgefa ráð sem eyðir helmingnum af tíma sínum í að ofsækja eitt ríki og neytar að breyta hegðun sinni. Ísland ætti að fara að dæmi þeirra. Það væri það siðferðislega rétta að gera.
Því að hver vill lifa í heimi þar sem við keppumst um að skaða hvor aðra með glórulausum ályktunum vegna ofstækisfullra trúarsjónarmiða?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2018 | 12:22
Er Trump bara allt í öllu?
"Einnig er talið, að því er fram kemur í frétt AP, að mótmælin séu vegna þeirrar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að ganga út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi íranskra stjórnvalda."
Einhvern veginn tókst AP fréttaveitunni, og Mogganum í framhaldi af því, að kenna Trump Bandaríkjaforseta um mótmælin í Íran sem eru nú búin að standa yfir í nokkra mánuði.
Staðreyndirnar eru þær að íranir eru búnir að fá meir en nóg af gerspilltri og öfgafullri hryðjuverkastjórn klerkaveldisins í Íran sem hefur meiri áhuga á að styðja stríð og hryðjuverk í nafni shiaislams út um heim allann en á að byggja upp Íran.
Fólkið í Íran borðar úr ruslatunnum meðan Houthis i Yemen fá miljónir dollara til stríðsreksturs og Assad í Sýrlandi, Hezbollah í Líbanon og Hamas á Gazaströndinni fá bæði vopna- og fjármálaaðstoð frá Íran.
Ekkert af öllum þeim milljörðum sem hafa streymt inn í Íran eftir kjarnorkusamning Obama hafa skilað sér út í þjóðlífið og hinn venjulegi Írani er búinn að fá nóg á Khamenei og hans liði.
Mótmælin hafa beinst gegn yfirvöldum á margann hátt. Fyrst og fremst gegnum mótmæli, eins og í Teheran í dag, fæst mótmælin hafa verið skipulögð og liggur þar stærsti veikleiki mótmælanna. Mótmælendur eru mjög sundraðir og lítin sem engin stefna hefur einkennt þau önnur en sú að fá Khamenei frá völdum. Hvað á að koma í hans stað er ekki víst.
En eitt er víst og það er að Íranir vilja fá lýðræði. Konur hafa kastað af sér slæðunum, og verið fangelsaðar fyrir, fólk hefur stðaið upp í hárinu á siðferðislögreglunni og birt myndbönd af sér dansandi um göturnar. Dans á almannafæri, sér í lagi "vesturlendskur" dans er bannaður með lögum, og verkföll hafa verið tíð. Einna mesta athygli vakti verkfall flutningabílstjóra fyrir nokkrum vikum en þá stoppaði Íran bókstaflega.
Það eina sem hefur ekkert að gera með þessi mótmæli er Trump. Annað en það að hann sagði strax í byrjun að Bandaríkin styddu íranska fólkið í baráttu sinni fyrir frelsi.
Því það er hvað þetta er um.
Frelsi.
Og að blanda Trump ínn í mótmælin í Íran og gera þar með lítið úr hugrekki íranska fólksins sem hefur verið að gefa líf sitt fyrir baráttuna fyrir frelsi er lágkúra.
Og ekkert sem Morgunblaðið ætti að taka þátt í.
Hvað sem AP segir.
Mogginn gæti t.d. notfært sér það sjálfsagða frelsi, sem Íranir eru að berjast fyrir, að fá að hugsa sjálfir og birta sannleikann á prenti en ekki bara APa upp það sem aðrir skrifa og segja.
Mogginn ætti heldur að fara eftir frumkvæði Trumps og birta daglega fréttir frá mótmælunum.
Íranska fólkið yrði þakklátt fyrir það.
Fjöldamótmæli í Tehran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2018 | 12:52
Nazistafánar í Morgunblaðinu. Eða réttara sagt skorturinn á þeim.
Þetta er merkileg frétt. Hér er mogginn með rosa scoop um ástralska hermenn í Afganistan sem flögguðu Nazistafána árið 2007.
Það hefur aftur á móti ekkert verið fjallað um alla nazistafánana á Gaza síðustu vikur í mogganum. Svastikan er gjarnan máluð á flugdreka sem Palestínskir arabar senda með Mólotovkokteila inn í Ísrael þar sem þeir eru búnir að valda miklum spjöllum á uppskeru, gróðri og jafnvel dýralífi. Það síðasta er að senda þessa flugdreka með sprengjur inn í Ísrael í von um að Ísraelísk börn laðist að þeim. Oft vel skreyttir með litríkum blöðrum.
Og eins og sjá má eru Palestínumenn geysilega stoltir af þessum uppfinningum sínum. En það er eins með þetta og aðrar fréttir frá Palestínskum hryðjuverkamönnum og athöfnum þeirra að um þá er ekki fjallað í Morgunblaðinu.
Af hverju?
Í maímánuði birti mbl.is frétt sem fullyrti að ungabarn hefði dáið af völdum táragas frá Ísrael. Nú eru foreldrarnir búnir að játa að Hamas borgaði þeim fyrir að ljúga að fjölmiðlum.
Verður það leiðrétt?
Ég ætla ekki að halda í mér andanum í biðinni eftir því.
En þó að það eigi að sjálfsögðu fyllilega rétt á sér að fjallað sé um ástralska hermenn akandi um með Hakakrossinn fyrir 11 árum síðan, þá skýtur skökku við að ekki sé fjallað um Palestínumenn að flagga nazistafánum í gríð og erg bara síðustu vikurnar?
Af hverju á það minni rétt á birtingu og umfjöllun?
Af hverju er 11 ára gamalt mál fréttaefni en ekki það sem er að gerast í dag?
mbl.is þarf að fara að spyrja sig býsna margra spurninga um af hverju nálgun þess á fréttaefni er svona hlutdræg.
(Allar myndirnar í þessari bloggfærslu eru teknar á síðustu vikum, þ.e.a.s. á sama tíma og "The Great Return March" hefur staðið yfir)
Flögguðu nasistafána í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.12.2017 | 00:27
Jól í hvers skugga í Betlehem?
Enn heldur Morgunblaðið áfram að birta "Fake News" um aðstæður á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðunum. Í þetta sinn frá Betlehem, fæðingarborg kristindómsins. Morgunblaðið heldur því fram fullum hálsi að Trump Bandaríkjaforseti hafi eyðilagt jólin fyrir kristnum í Betlehem með ákvörðun sinni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Þar með tekur mogginn þátt í því sem tíðkast meðal gyðingahatara og hryðjuverkasamtaka sem hafa útrýmingu Ísraelsríkis efst á stefnuskrá sinni...ásamt reyndar fjölmörgum öðrum vestrænum fjölmiðlum.
Vægast sagt einkennileg hegðun eins elst og virtasta fjölmiðils íslendinga hvers lesendur nú verða að sætta sig við áróður frá hryðjuverkasamtökum í staðinn fyrir vandvirka fréttamennsku. Það er sagt að leti sé undanfari heimsku...
Í stað þess að gleypa allt hrátt frá fyrsta aðila sem gefur upplýsingar um eitthvað sem gerist á þessum slóðum (eitthvað sem ég hélt kanski að fréttafólk ætti að vera búið að fatta sjálft) þá þarf alltaf að setjast niður í smá tíma og rannsaka trúverðugleikann í því efni sem maður hefur fengið. Alveg sérstaklega þegar upplýsingarnar koma frá fólki sem ekki er frjálst eða jafnvel styður hryðjuverkasamtök eins og Hamas (eitthvað sem ég hélt kanski að fréttafólk ætti að vera búið að fatta sjálft) eða er jafnvel meðlimir eða leiðtogar slíkra hópa. Svo væri smá þekking á aðstæðum og bakgrunni ekki slæmt (enn eitthvað sem ég hélt kanski að fréttafólk ætti að vera búið að fatta sjálft).
En það virðast ekki gilda sömu lög fyrir Ísrael og aðra sem fjölmiðlar fjalla um. Þetta kallast tvöfeldni og þegar það bitnar á Ísrael á þennan hátt aftur og aftur og aftur finnst það á lista frá European Forum for Antisemitism yfir hvað sem flokkast sem gyðingahatur. Skilgreining Evrópuráðsins á Gyðingahatri .
Það finnast nokkrar ástæður fyrir minnkandi fjölda ferðamanna til Betlehem um jólin. Engar af þeim hafa neitt með ákvörðun Trumps að gera.
Það er ekki öruggt fyrir ferðamenn að vistas í Betlehem. Ferðamönnum er ráðlagt að halda sig við hópinn og ekki villast eitthvert einir, sérstaklega ekki að næturlægi, vegna hárrar glæpatíðni í borginni. Ferðamenn vara við hættum í Betlehem . Þetta á við alla ferðamenn hvenær sem er ársins í Betlehem.
Önnur ástæða fyrir minnkandi jólahaldi í Betlehem er einfaldlega sú að kristnir flýja Borgina í stórum stíl. 1950 voru 86% íbúa Betlehem kristnir. Í dag eru þeir 12%. Kristnir sæta ofsóknum af halfu múslima á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðunum bæði á Vesturbakkanum og Gaza eins og reyndar í öllum múslimskum löndum. Open Doors er stofnun sem fylgist með ofsóknum á kristnum á heimsvísu og gefur út á ári hverju lista yfir þau 50 lönd þar sem ofsókirnar eru verstar. Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðin eru í 23 sæti á þeim lista með einkunnina "Mjög alvarlegt" sem er næst versta einkunn sem hægt er að fá. Ef blaðamaður Morgunblaðsins hefði einhvern skilning og þekkingu á því hvernig ofsóttir minnihlutahópar hegða sér væri hann meðvitaður um að þeir bæði haga orðum sínum og verkum í samræmi við vilja ofsækjanda sinna til að verða ekki fyrir frekari ofsóknum. Í þessu dæmi er fullkomlega sá möguleiki til staðar að kristna konan sem vitnað er í í greininni segi það sem hún hefur heyrt frá Palestínskum stjórnvöldum. Það er bara eðlileg sjálfsbjargarviðleitni og til allrar hamingju ekkert sem fólk á Vesturlöndum þarf að hafa of miklar áhyggjur af.
Hér má nálgast umsögn Open Doors um ástandið á Palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum: Open Doors World Watch List: Palestinian territories
Meira má svo lesa um kristna bæði á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðunum og í Ísrael hér: Kristnir í Betlehem
En aðalástæðan er náttúrulega sú að á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðunum var ákveðið að minnka jólahaldið. Múslimskur borgarstjóri Nazaret tilkynnti meira að segja einn daginn að það yrðu engin jólahöld þar, en skipti svo um skoðun daginn eftir. Þetta varð svo til þess að fjölmargir hópar kristinna sem voru á leiðinni til t.d. Betlehem og Nazaret afbókuðu komur sínar. In Bethlehem and Gaza Christmas celebrations nixed over Jerusalem decision Eins og fram er komið eru kristnir palestínumenn ofsóttir af þeim múslimsku, bæði í Júdeu og Samaríu og á Gaza. Að ráðast á jólahaldið með þessum þætti er einnig gert til að refsa hinum kristnu vegna þess að á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðunum er Trump álitinn vera kristinn maður þar sem Bandaríkin eru kristin þjóð. Það er bara rökrétt í þeirra heimi að taka þann órétt sem Palestínumenn telja sig hafa orðið fyrir af völdum Trump út á öðrum kristnum.
Á sama tíma er búist við 20% aukningu á komu kristinna til Ísraels yfir hátíðirnar. Það er nefnilega þannig stór vitundarvakning hefur orðið meðal kristinna manna síðastliðna áratugi um tengingu kristindómsins við Ísrael. Á sama tíma eykst skilningurinn á því að Palestínumenn vilja Ísraelsríki burt. Þetta og svo uppgangur BDS samtakanna (Boycott, Divestments and Sanctions, samtök sem hvetja til sniðgöngu á ísraelskum varningi og þjónustu og reyndar öllu sem hefur með Ísrael að gera og sækjast einnig eftir útrýmingu Ísraelsríkis) síðustu tíu árin hefur orðið til þess að kristið fólk er einfaldlega bara farið að minnka ferðir sínar til Júdeu og Samaríu.
Sú alda ofbeldis og mótmæla sem hefur riðið yfir á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðunum í kjölfar viðurkenningar Trumps er alfarið á ábyrgð Palestínumanna og leiðtoga þeirra og hefur ekkert að gera með neitt annað en að þetta er það sem þeir vilja og ákveða sjálfir að gera.
Að reyna að kenna Trump um að jólahald sé á undanhaldi á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðunum, eða að það sé jafnvel Ísrael að kenna, er bara fáránlegt.
Morgunblaðið ætti að hafa hærri standard á fréttaflutningi sínum en þetta.
Jól í skugga ákvörðunar Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2017 | 15:26
Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna
Titillinn er bein tilvitnun í frétt á visir.is.
Nú skulum við sjá...
Nokkrar staðreyndir um málið: Fullvalda ríki (USA) ákveður að framfylgja ákvörðun sem var tekin 1995, og allir forsetar síðan þá samþykkt, um að flytja sendiráð sitt til Jerúsalem (Vestur-Jerúsalem, sem hefur alltaf verið 100% öruggt að yrði höfuðborg Ísraelsríkis ef friðarsamningar við Palestínu-araba nást) frá Tel Aviv og tekur einnig þá ákvörðun um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og tekur alveg skýrt fram í yfirlýsingunni að þessi viðurkenning hafi engin áhrif á framtíða borgarmörk eða hvað hluti muni tilheyra Ísrael og hvað Palestínu. Það, tekur Trump fram, er fyrir Ísrael og palestínumenn að semja um. Trump er EKKI að fara gegn neinu sem ekki hefur áður verið samþykkt af öllum hlutaðeigandi aðilum. Ísrael, PA, SÞ, EB OIC, AL... Hlustið á hvað Trump segir sjálfur:(6:20-8:00 Trump viðurkennir Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Það er nákvæmlega engin leið að misskilja hvað hann er að segja. Og í beinu framhaldi af þvi...ENGIN ástæða til þeirra uppþota sem palestínumenn hafa staðið fyrir síðustu tvær vikurnar, ENGIN ástæða fyrir vandlætingu Arababandalagsins, OIC eða EB, ENGIN ástæða fyrir neyðarfundum hjá Öryggisráði eða aðalráði Sameinuðu Þjóðanna osvfrv. Trump biðlar til beggja aðila að varðveita "Status Quo"...en Palestínumenn, SÞ, EU, ofl hafa hafnað þeirri beiðni síðan þá. Eini aðilinn sem hefur orðið við þeirri bón er Ísrael.
Eins og alltaf.
Í hnotskurn: Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og tilkynna um fyrirhugaðann flutning sendiráðs síns frá Tel Aviv til Vestur-Jerúsalem.
Ekki einungis löglegt heldur líka rétt þar sem Jerúsalem hefur allar götur síðan 1948 gegnt því hlutverki.
Ekki bara að Bandaríkin sem sjálfstætt fullvalda ríki hafi 100% rétt til að ákveða sjálfir hvar þeir staðsetja sendiráð sitt (mörg lönd sem hafa sendiráð í Ísrael höfðu sendiráð sín í Jerúsalem þangað til á níunda áratugnum) heldur hafa þeir líka 100% rétt á því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
En vegna þess að palestínumenn hafa engann áhuga annan á Jerúsalem en þann að fá gyðinga burtu þaðan (Jerúsalem og meira að segja báðar moskurnar, Dome on the Rock og Al-Aqsa, var í niðurníðslu þangað til að gyðingar byrjuðu að flytjast aftur til Palestínu og Jerúsalem) þá taka OIC og Arababandalagið ásamt löndum eins og Svíþjóð, að sér að fordæma og reyna að afturkalla ákvörðun USA. Fyrst með kosningu í Öryggisráði SÞ sem mistókst og svo með kosningu í Aðalráðinu, þar sem OIC stýrir öllu sem hefur með Ísrael að gera. Í því samhengi er nauðsynlegt að skilja það að samkvæmt OIC (sem hafnar mannréttindasáttmála SÞ, berst gegn tjáningar-, trúar- og ritfrelsi á heimsvísu og vill að grófasta túlkun sharíalaganna verði stjórnarfar alls heimsins) er Ísrael "Waqf", þeas. land sem einu sinni hefur verið stýrt af íslam má aldrei stjórnast af neinum öðrum en múslimum og þess vegna er markmið OIC að eyða Ísrael út af kortinu.
Þetta vekur upp nokkuð margar spurningar...nema þá hjá flestum blaðamönnum....
T.d. Hvers vegna heyrðist ekkert frá OIC, UN eða Amnesty (sem oft mætti bara nefna "Palnesty") þegar Svíþjóð í lok október 2014 tók það upp á eigin arma, á móti vilja fólksins í landinu, á móti stefnu EU, á móti alþjóðalögum og á móti öllu sem hægt er kallast eðlilegt, að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki? Það má líka nefna að Svíþjóð er með sitt konsúlat til Palestínu í Austur -Jerúsalem, eins og t.d. England ofl.
Þessi sirkus sem Sameinuðu Þjóðirnar eru orðnar er svo klikkaður að Jake Tapper hjá CNN tók þetta upp.
Að Ísland taki þátt í að fordæma fullvalda ríki eins og Bandaríkin fyrir að framkvæma í samræmi við vilja þeirra sem kjósa og sem þau eru í fullum rétti til að gera er ekkert annað en til háborinnar skammar.
Ég vill nú frekar halda að þetta væri eitthvað sem íslenskir stjórnmálamenn ættu að taka sér til fyrirmyndar? Ég býst alla vega við að það yrði vinsælt hjá þeim sem kjósa þá...eða það er kanski akkúrat ástæðan fyrir því að Ísland tekur þátt í að fordæma þessa ákvörðun?
Hvað ætla Íslendingar næst að fordæma bandaríkjastjórn fyrir?
Að halda jól?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2017 | 20:26
Hið besta mál.
Að Jerúsalem sé höfuðborg gyðinga ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Nema þá þeim sem trúa hatursáróðri palestínskra araba sem hafa aldrei viljað neitt með borgina hafa fyrir en eftir að ísraelsríki var stofnað 1948.
Jerúsalem hefur aftur á móti verið höfuðborg gyðinga í 3000 ár. Fyrst í hinu forna ríki Ísraels, síðan í hjörtum þeirra eftir að þeir voru bannfærðir úr borginni af Hadríanusi Rómarkeisara og nú aftur síðan 1948. Í gegnum aldirnar hafa gyðingar hvatt hver annan með kveðjunni: "Næsta ár í Jerúsalem".
Sú skipting landsins sem Sameinuðu Þjóðirnar kusu um í nóvember 1947 var einróma hafnað af öllum ríkjum múslima í löndunum í kring...sem mörg hver urðu til á sama tíma og Ísrael eða jafnvel seinna. Sú höfnun leiddi til þess að það palestínska ríki sem var áætlað, og Ísrael samþykkti, hefur aldrei verið stofnað og aldrei verið til. Þess vegna er það furðulegt þegar fólk talar um ríki eða land Palestínumanna og jafnvel landamæri sem aldrei hafa funnist eins og það væri blákaldur veruleiki.
PLO (Palestinian Liberation Organisation) var stofnað 1964. Af, meðal annarra, Yassir Arafat sem síðar varð fyrsti forseti Palestínumanna, siðblindur hryðjuverkamaður sem stakk alþjóðlegri fjármálahjálp í eigin vasa og erfði fjölskyldu sína að fleiri milljörðum. Einn helsti stuðningsmaður og bakhjarl Arafats, sérstaklega fjárhagslega, er svo Mahmoud Abbas sem nú situr sem forseti...inni á sínu 13 ári af 4. Hvernig það virkar verður lesandinn að útskýra fyrir sér sjálfur. En Abbas, sem skrifaði háskólaritgerð sem afneitaði Helförinni hefur síðan haldið uppteknum hætti Arafats að stela alþjóðastyrkjum, búa vel í haginn fyrir fjölskyldu sína og vini, berjast gegn frelsi meðal Palestínumanna eins og t.d. tjáningar og ritfrelsi, og hvetja sitt fólk, sérstaklega börn og unglinga (nema sín eigin) til hryðjuverkaárása gegn gyðingum.
Í stjórnarskrá PLO (1964 útgáfunni, henni var breytt efitr 6 Daga Stríðið 1967) Var talað um "Frelsun Palestínu". Það landsvæði sem átti að frelsa var land gyðinga, ÖLL Jerúsalem innifalin, eða hið unga Ísraelsríki. Inni í þeim plönum voru hvorki Gaza, sem var ólöglega hertekið af Egyptum, né Júdea og Samaría (Vesturbakkinn) sem var á sama tíma ólöglega hertekið af Jórdaníu.
Frá 1949 til 1967 máttu þeir gyðingar sem bjuggu í vesturhluta Jerúsalem horfa uppá palestínska araba eyðileggja forna grafreiti gyðinga í austurhluta borgarinnar, legsteinar voru t.d. notaðir við gatnagerð, sýnagógur voru lagðar í rúst og reyndar var allt sem minnti á veru gyðinga í Austur-Jerúsalem eyðilagt. Og ofan á allt saman gátu þeir ekki gengið óhultir um götur Vestur Jerúsalem án þess að eiga það á hættu að verða skotmörk jórdanskra leyniskyttna sem lágu uppi á húsþökum í austurhluta borgarinnar og skutu á fólk í vesturhlutanum.
Eftir 6 Daga Stríðið var borgin sameinuð og síðan þá hefur Ísrael séð til að nokkurs konar friður ríkir í borginni. Ísrael er t.d. sá aðili sem hefur séð til þess að allir íbúar borgarinnar hafi aðgang að sínum helgustu stöðum, nema að gyðingar mega ekki biðja á Musterishæðinni sem er þeirra helgasti staður vegna þess að þar eru Jórdanir við völd.
Að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels er ekki einungis sögulega, lagalega og siðferðislega rétt, heldur einnig stórt skref í átt að friði milli Ísraels og Palestínumanna. Það er löngu kominn tími á að setja pressuna á Abbas. Það er löngu kominn tími á að krefjast þess að Abbas láti af linnulausum hvatningum til palestínskra barna og unglinga um að fremja sjálfsmorð í "heilögu stríði" og það er sko löngu kominn tími á að Vesturlönd, Ísland innifalið, horfist í augu við það að Palestínumenn eru miklu áhugasamari um gereyðingu Ísraelsríkis en stofnun eigins.
Ef við virkilega viljum fá frið þarna og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna þarf það að gerast á grundvelli sannleikans en ekki þeim lygum sem palestínskir arabar eru búnir að dæla í vesturlandabúa síðan á tímum nazistans Haj Amin al-Husseini. Föður Palestínumanna.
Ísland ætti að fara í fararbroddi og viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð sitt hið snarasta til Vestur-Jerúsalem.
Það mun setja nýtt líf í Friðarviðræðurnar.
Segist ætla að flytja sendiráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2015 | 10:36
Drynjandi dauðaþögn íslenskra fjölmiðla afhjúpar hlutdrægni.
Í gærkvöld var haldin merkur atburður á Grand Hótel. Reyndar merkasti atburður sinnar "tegundar" síðustu ára. Þar talaði Ben-Dror Yemini, ísraelskur blaðamaður um málefni eins og: hernám, Gaza, Hamas, BDS og gyðingahatur, svo fátt eitt sé nefnt. Mér skilst að eftir erindið hafi verið frjálst að setja fram spurningar.
Hér var mættur maður sem gjörþekkir málavöxtu, er frá svæðinu og hefur fylgst með því sem blaðamaður. Hefði mátt ætla að íslenskir blaðamenn sem áhuga hafa, eða jafnvel skrifa fréttir um málefnin fyrir botni Miðjarðarhafs mundu mæta og hlusta á kollega sinn.
En dauðaþögn íslenskra fjölmiðla um þennan viðburð, sem án efa er hægt að fullyrða að sé sá stærsti og fróðlegasti um þess málefni síðustu 20 ár, afhjúpar tvískinnunginn, að ég ekki segi fordóma, og jafnvel fyrirfram ákvarðaðar skoðanir sem er ekkert annað en gyðingahatur.
íslenskir fjölmiðlar eins og visir.is birta greinar þar sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels "sakar leiðtoga araba"... allt í einu eru palestínumenn orðnir arabar (annars má aldrei halda því fram (sic)), staðhæft er að "undanfarin misseri hefur hnífaárásum fjölgað í Ísrael" hvaða undanfarin misseri??? ef síðustu tvær vikur eru "misseri" í augum blaðamans er ekki skrýtið að fréttamenskan er á svona lágu plani á íslenskum fjölmiðlum. Ísraelski unglingurinn er "sagður" vera á sjúkrahúsi... gerið heimavinnuna ykkar. Hann ER á sjúkrahúsi. Einmitt þetta "sagði" er eitt af einkennum þess gyðingahaturs sem birtist í íslenskum fjölmiðlum. Að æ ofan í æ taka fram að "Ísrael sagði", "Ísrael segir" "Ísrael segist" og "að sögn Ísraels" er merki um að blaðamennirnir dragi allt í efa sem kemur frá ísraelsmönnum....ólíkt vinum þeirra í hryðjuverkahópnum Hamas sem íslenskir fjölmiðlar taka fullt mark á þegar notaðar eru tölur um t.d. látna í átökum...en að efast um allt sem kemur frá öðrum aöilanum, sem hefur mun hærri siðferðislegann standard en t.d. Hamas, er tvískinnungur og þessi tvískinnungur í garð Ísraels er að sjálfsögðu ekkert annað en gyðingahatur.
Hér í Svíþjóð var sendiherra Ísraels spurður í útvarpi hvort gyðingar bæru sjálfir ábyrgð á hatrinu sem beinist gegn þeim. Kæra var lögð fram á hendur ríkisútvarpinu þar sem það síðan var dæmt sekt um brot í starfi og starfsfólkið þar sett á námskeið um gyðinghatur.
kanski kominn tími á slíkt á Íslandi?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
3.10.2015 | 22:21
Viðbót við færslu fyrr í dag...
Fyrri færsla mín frá í morgun var skrifuð í snarhasti í hádegisverðinum í vinnunni svo ég vil biðjast afsökunar á öllum mál- og stafsetningarvillum...
Fyrr í dag skrifaði ég um hvatningar Abbas forseta palestínu til síns fólk að fremja hryðjuverk í Ísrael. Hann fetar í fótspor fyrirrennara síns, Yassir Arafat, sem var alræmdur fyrir að segja "friður" á ensku við vestræna fjölmiðla og "stríð" á arabísku við arabíska. Abbas, sá hinn sami og sagði að það væri betra fyrir palestínska araba að deyja í flóttamannabúðunum í Yarmouk í Sýrlandi en að afsala sér rétti sínum á að flytja til baka til Ísraels og fá eigur forfeðra sinna til baka. Sá hinn sami Abbas og hefur sagt að það sé ekkert öruggt að ef stofnað verði ríki Palestínu að palestínskir arabar fái þar sjálfkrafa ríkisborgararétt. Sami Abbas og vill að palestínskir arabar fái að flytja aftur til Ísrael en mun aldrei líða að einn einasti gyðingur búi á palesínsku landi (enda eru bæði Gaza og Svæði A og B í Júdeu og Samaríu "judenrein")
Þessi Abbas hefur hvatt palestínumenn til ofbeldis og "heilags jihad" um áraraðir, hvatt þá til að keyra yfir fótgangandi í Jerúsalem, skírt barnaskóla og götur eftir hryðjuverkamönnum og framleitt skólabækur og barnafni sem er uppfullt af íslömsku ofbeldi og hvatningum til að drepa gyðinga.
Þessi Abbas stóð síðasta miðvikudag frammi fyrir Sameinuðu Þjóðunum og talaði um "palestínska friðarmenningu" (Palestinian culture of peace).
Síðustu vikur höfum við fengið að sjá hvað hann meinar.
Palestínskir arabar bæði í Júdeu og Samaríu (vesturbakkanum) og austur Jerúsalem hafa í auknum mæli ráðist á saklausa gyðinga á ferð sinni. Grýtt bíla, sparkað niður skólakrakka og Þangað til í dag ber hæst fyrirlitlegt morð á ungum hjónum sem skildi fjögur ung börn eftir munaðarlaus.
En það er með þungu hjarta sem ég les fréttir kvöldsins... bara nú seinni part dagsins hafur sporvagn verið grýttur af palestínumönnum, tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður var handtekinn fyrir að kasta hnífum að fólki og að síðustu var tvítugur palestínumaður sem réðist á og drap tvo ísraelsmenn ásamt því að slasa illa unga móður og ungabarn hennar og fimmta mann lítillega. Eftir það tók hann upp byssu og byrjaði að skjóta villt en það virðist kraftaverki líkast að hann náði ekki að skaða fleiri áður en Ísraelsk lögregla var tilneydd að skjóta hann. Annar mannanna sem hann drap var faðir barnsins og mamman var stunginn margoft og er haldið á lífi á spítala.
Hamas er þegar búið að kalla ódæðismanninn "hetju".
Abbas hlýtur að meina "palestinian culture of pieces" en enskan eitthvað að stríða honum...
Ég er ekki að sjá að þetta sé komið í íslenska fjölmiðla ennþá, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að kenna Ísrael um þetta allt saman og hvernig "stuðningsmenn palestínu" geta réttlætt þessi hryðjuverk og kallað þetta fyrir "löglega sjálfsvörn".
og ég gleymdi... það var líka palestínumaður handtekinn í kvöld fyrir að keyra bíl sínum upp á gangstétt í því skyni að meiða eða drepa ísraelska borgara en náði víst bara að skaða einhvern lítillega....
Abbas þegir þunnu hljóði núna...
Þegar ísraelskir þegnar fremja hryðjuverk á palestínumönnum þá eru ísraelsk stjórnvöld og almenningur fljótur að bregðast við með fordæmingum og að koma rétti yfir þá er slíkt fremja.
Fordæmingarnar koma líka frá öllum heimshornum, Sameinuðu Þjóðirnar gefa út fordæmandi ályktanir og fjólmiðlar eru ekki lengi að láta til sín taka.
Þegar palestínumenn fremja hryðjuverk á Ísraelsmönnum heyrist ekkert frá alþjóðasamfélaginu, ekkert frá Sameinuðu Þjóðunum, fjölmiðlar segja frá nýjasta kjólnum hennar Kim Kardassian og Abbas skírir nýjar götur, barnaleikvelli eða skóla.
Palestínskir arabar fagna ógurlega, dreifa sælgæti og syngja gleðisöngva bæði á Gaza og í Júdeu og Samaríu.
Svo og í kvöld....
Það er allur munurinn....
ps. og ég var að fá fréttir að einnig fyrr í kvöld hefði palestínumaður grýtt sjúkrabíl sem var á hraðferð með lífshættulega slasaðann sjúkling. Hver var sjúklingurinn? Jú, palestínumaður sem hafði verið stunginn af öðrum palestínumanni sem hélt hann væri gyðingur...það er ekki einu sinni hægt að ljúga svona sögum....
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2015 | 11:10
smá útúrdúr vegna ömurlegrar fréttamensku...
ég verð bara að taka smá útúrdúr frá viðfangsefni mínu um tillögu Reykjavíkurborgar um viðskiptabann á ísrael...
Ástæðan er þreföld. Óeirðirnar á musterishæðinni í Jerúsalem undanfarnar vikur. aðalfundur Sameinuðu Þjóðanna í New York sem hefur staðið yfir í tæpa viku og hryðjuverkaárásin í gyðingaparið í Júdeu og Samaríu (vesturbakkanum) í fyrradag og vanhæfni íslenskra (en einnig erlendra blaðamanna til að fjalla um málið. Það virðist vera að eins og ritstjórum hjá fjölmiðlum, RÚV og fleirum, finnist getu- og þekkingarleysi blaðamanna á ástandinu í Ísrael sé þeirra stærsti kostur...
Óeirðirnar á musterishæðinni byrjuðu þegar gyðingar út um allann heim fögnuðu nýju ári Rosh Hashana, um miðjan septembermánuð. Svo og í Ísrael...enda búa margir gyðingar þar... áður gengin ár hafa verið haldnir uppi sömu siðir án þess að það hafi verið til stórfelldra vandræða. Í ár, eftir hvatningar frá Mahmoud Abbas, forseta palestínumanna, byrjuðu strax mikil læti. Musterishæðin, þar sem musteri Ísraelsmanna stóð til forna er tiltölulega stór og flöt hæð þar sem nú standa tvær moskur. Al-aqsa moskan og Dome on the Rock, og er gylltur kúpull hinnar síðarnefndu það sem sést á öllum póstkortum frá Jerúsalem. Al-aqsa moskan er bærilega stór en lætur ekki mikið yfir sér og er staðsett meir "út á kanti" hæðarinnar og tiltölulega langt frá þeim stað sem musterið á að hafa staðið. Segja má að hæðin sé þrískipt :al-aqsa moskan og umhverfi hennar sem er tiltölulega lítið, Dome on the Rock og umhverfi hennar og svo musterishæðin. Waqf, nokkurs konar stjórnvöld musterishæðarinnar, er múslimskt og fer með umsjón yfir hæðinni. Þarna er nóg pláss fyrir alla sem vilja og engin hætta á að tilbiðjandi gyðingar og múslimar, sérstaklega ekki nálægt Al-aqsa, trufli hvor aðra.
En í kringum Rosh Hashana byrjuðu miklar óeirðir frá múslimunum sem vildu meina gyðingum aðgang að musterishæðinni. Ísraelsk stjórnvöld hafa alltaf séð til þess að svokallað "Status Que" sé til staðar þarna, þeas. að bæði múslimar, gyðingar og aðrir sem vilji geti tilbeðið sína guði óhindrað.... enda er trúfrelsi í Ísrael.
Eftir hvatningar frá t.d. Abbas byrjuðu múslimar að ráðast á gyðinga á hæðinni, meðal annars með grjótkasti (það eru til myndir af samansöfnuðum steinahrúgum innan úr Dome on the Rock sem notaðar eru til grjótkasts) líkamsárásum og öðrum truflunum.
Þetta hefur fjölmiðlum ekki þótt fréttnæmt og ef um er fjallað er eins og gyðingar séu að reyna að vanhelga Al-aqsa moskuna. Ekkert getur verið fjarri sannleikanum.
Mahmoud Abbas hélt eina þá veruleikafirrtustu ræðu sem unirritaður hefur liðið undir í 40 mínútur á miðvikudaginn hjá Sameinuðu Þjóðunum. Þar hvatti hann SÞ að samþykkja Palestínu sem fullgildann meðlim, málaði upp Ísrael sem ræningjabæli og talaði um "palestínska friðarmenningu" (Palestinian culture of peace)
Í kringum Rosh Hashana sagði aftur á móti sami Abbas um óeirðirnar á musterishæðinni, sem hann hafði sjálfur hvatt til : "við fögnum (we welcome) sérhverjum blóðdropa í Jerúsalem. Þetta er hreint blóð á leið sinni til Allah"
Í fyrradag voru svo ísraelsk hjón, búsett í Samaríu, drepinn í bíl sínum og fyrir framan fjögur börn sín á aldrinum 4 mánaða til 9 ára, af hryðjuverkahóp tengdum Al-aqsa Brigades, hinum vopnaða væng Fateh sem er flokkur Mahmoud Abbas. Sá hópur hefur lýst því yfir að drápin voru "nauðsynleg vegna skyldu þeirra við heilagt jihad"
Drápunum hefur verið fagnað gríðarlega af palestínumönnum og hafa meðal annars hryðjuverkasamtökin Hamas kallað þetta ódæðisverk fyrir "hetjulega árás" (tveir menn sem biðu í leyni og skutu á bílinn þegar hann kom nálægt) og haldnar hafa verið fagnaðarhátíðir meðal palestínumanna bæði á Gaza og í Júdeu og Samaríu.
Það einkennilega við þetta allta saman að þegar þetta loksins ratar til fjölmiðla eins og RÚV að það er þetta allt orðið skrumskælt og lítur út eins og það sé ísrael og gyðingunum að kenna að þessi hjón voru drepin í engu öðru en hryðjuverkaárás.
Sænska SVT (samsvarandi RÚV) birti á textavarpi sínu smá frétt þar sem það lítur fyrir að þau hafi átt þetta skiið fyrir að hafa verið "landtökufólk" og hryðjuverkamennirnir kallaðir "skyttur" og RÚV getur ekki fjallað um málið án þess að blanda inn óróanum á musterishæðinni og ljúga til um að "Ísraelsk yfirvöld hafa meinað palestínumönnum aðgang að Al-aqsa msokunni í austurhluta Jerúsalem" eins og það sé ástæðan fyrir ódæðinu.
Er of mikið að ætlast til þess að blaðamenn sem fjalli um jafn viðkvæm mál geri heimavinnuna sína?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.9.2015 | 23:38
Tillaga Reykjavíkurborgar um sniðgöngu - Formáli.
Fyrsta bloggfærsla mín um "Stóra Ísraelsmálið" átti að verða sú eina, en eftir nokkrar athugasemdir við þá færslu og eftir að hafa hugsað betur um hvað málið fjallar, hef ég ákveðið að kryfja þetta enn frekar.
Ætlun mín er að fara í gegnum tillöguna lið fyrir lið og sýna fram á af hverju hún er gyðingahatur...eða réttara sagt af hverju tillagan er greinilega innblásin af, og opinberar, gyðingahatur.
Ég mun gera þetta eftir því sem tími minn leyfir svo að þetta verður ekki reglulegt, ekki búast við nýrri færslu hvern föstudag, eða miðvikudag, en ég mun fara skipulega í gegnum þetta.
Það er ómögulegt að gera þetta af nokkru viti án þess að kafa í sögu Ísraels, gyðinga, Palestínu, hin ólíku tjáningarform gyðingahaturs osvfrv. svo að sum blogginnleggin gætu orðið löng, en ég mun að sjálfsögðu reyna að hafa þetta eins stutt og mögulegt er og vil ég gjarnan hvetja þá sem lesa til að t.d. googla orð, atburði, persónur og annað sem ég mun nefna til að geta sjálf myndað sér skoðun. Og einmitt af þeim sökum mun ég setja fram margar fullyrðingar án útskýringa eða heimilda.
Ég mun t.d. sýna fram á af hverju svör sem við sjáum oft, eins og "Það má enginn gagnrýna Ísraelsk stjórnvöld í dag án þess að vera ásakaður um gyðingahatur" er eitt af einkennum gyðingahaturs ásamt öðrum álíka. Hlutverk Íslams í deilunni, sögufalsanir, Pallywood, ályktanir Sameinuðu Þjóðanna og nokkrar lykilpersónur sem hafa stuðlað að þróun mála og hvað hlutverki þetta fólk gegndi.
Tilgangur minn með þessu er að sjálfsögðu að veita upplýsingar.
Í dag er komin upp sú staða, kanski ekki á Íslandi en í mörgum löndum í Evrópu, að t.d. kennarar í skólum geta ekki kennt um helförina án þess að verða fyrir áreiti og oft á tíðum geta þeir ekki einu sinni svarað þegar nemendur sem afneita Helförinni halda því fram að hún hafi aldrei átt sér stað. Gyðingahatur og "tungumál" gyðinghaturs hefur smeygt sér inn í daglegt líf fólks og deyft tilfinningu þess fyrir þessum hættulega vágesti. Hver hefur ekki heyrt sagt að einhver sé "meiri gyðingurinn" ef hann er nískur og annað álíka. Gamla fullyrðingin "Það byrjar alltaf með gyðingunum en endar aldrei með þeim" er alveg sönn og má segja að gyðingahatur sé undanfari menningarhnignunar. Ef þú samþykkir og leyfir gyðingahatri að grassera í þjóðfélaginu er það bara tímaspursmál þangað til aðrir hópar verða fyrir hinu sama og á endanum höfum við upplausn þar sem hver höndin er á móti annarri.
Þannig að það er mikilvægt að gyðingahatur fá ekki fótfestu í þjóðfélaginu. Að samþykkja gyðingahatur er að "skjóta sig í fótinn", eða að "saga af greinina sem maður situr á".
En... nóg um það í bili...vonandi verður þetta pár mitt til þess að tillagan sem á að leggja fram í breyttri mynd verði aldrei lögð fram því það yrðu gríðarleg mistök með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Í næstu færslu mun ég svo byrja á tillögunni, fyrstu vitleysunni sem kemur þar fram strax í fyrstu málsgreininni. Nefnilega að Reykjvíkurborg "sniðgangi í innkaupum sínum vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraelsríkis á landssvæði Palestínumanna varir." nánar tiltekið munum við kíkja á hernámið og landssvæði Palestínumanna....
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.10.2015 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)