Drynjandi dauðaþögn íslenskra fjölmiðla afhjúpar hlutdrægni.

Í gærkvöld var haldin merkur atburður á Grand Hótel.  Reyndar merkasti atburður sinnar "tegundar" síðustu ára.  Þar talaði Ben-Dror Yemini, ísraelskur blaðamaður um málefni eins og:  hernám, Gaza, Hamas, BDS og gyðingahatur, svo fátt eitt sé nefnt.  Mér skilst að eftir erindið hafi verið frjálst að setja fram spurningar.

Hér var mættur maður sem gjörþekkir málavöxtu, er frá svæðinu og hefur fylgst með því sem blaðamaður.  Hefði mátt ætla að íslenskir blaðamenn sem áhuga hafa, eða jafnvel skrifa fréttir um málefnin fyrir botni Miðjarðarhafs mundu mæta og hlusta á kollega sinn.

En dauðaþögn íslenskra fjölmiðla um þennan viðburð, sem án efa er hægt að fullyrða að sé sá stærsti og fróðlegasti um þess málefni síðustu 20 ár, afhjúpar tvískinnunginn, að ég ekki segi fordóma, og jafnvel fyrirfram ákvarðaðar skoðanir sem er ekkert annað en gyðingahatur.

íslenskir fjölmiðlar eins og visir.is birta greinar þar sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels "sakar leiðtoga araba"... allt í einu eru palestínumenn orðnir arabar (annars má aldrei halda því fram (sic)), staðhæft er að "undanfarin misseri hefur hnífaárásum fjölgað í Ísrael"  hvaða undanfarin misseri???  ef síðustu tvær vikur eru "misseri" í augum blaðamans er ekki skrýtið að fréttamenskan er á svona lágu plani á íslenskum fjölmiðlum.  Ísraelski unglingurinn er "sagður" vera á sjúkrahúsi...  gerið heimavinnuna ykkar.  Hann ER á sjúkrahúsi.  Einmitt þetta "sagði" er eitt af einkennum þess gyðingahaturs sem birtist í íslenskum fjölmiðlum.  Að æ ofan í æ taka fram að "Ísrael sagði", "Ísrael segir" "Ísrael segist" og "að sögn Ísraels" er merki um að blaðamennirnir dragi allt í efa sem kemur frá ísraelsmönnum....ólíkt vinum þeirra í hryðjuverkahópnum Hamas sem íslenskir fjölmiðlar taka fullt mark á þegar notaðar eru tölur um t.d. látna í átökum...en að efast um allt sem kemur frá öðrum aöilanum, sem hefur mun hærri siðferðislegann standard en t.d. Hamas, er tvískinnungur og þessi tvískinnungur í garð Ísraels er að sjálfsögðu ekkert annað en gyðingahatur.

Hér í Svíþjóð var sendiherra Ísraels spurður í útvarpi hvort gyðingar bæru sjálfir ábyrgð á hatrinu sem beinist gegn þeim.  Kæra var lögð fram á hendur ríkisútvarpinu þar sem það síðan var dæmt sekt um brot í starfi og starfsfólkið þar sett á námskeið um gyðinghatur.

kanski kominn tími á slíkt á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er ágætt viðtal við  Ben-Dror Yemini á bls 14 í Morgunblaðinu í dag og er það Kristján Jónsson blaðamaður sem tók viðtalið.  Þar segir m.a.

"Hann er vinstrisinni og hefur alltaf beitt sér gegn landtöku á hernumdu svæðunum og stutt allar tilraunir til að semja frið. Ekki sé eining um landtökustefnuna í samsteypustjórn Benjamins Netanyahus. Nýlega hafi tekið við málum landtökubyggðanna í stjórninni hófsamur miðjumaður sem á bak við tjöldin leggi sig fram um að hindra frekari landtöku. Í reynd sé núna ekki verið að þenja landtökubyggð- irnar út en hins vegar byggð fleiri hús á svæðunum. "

Í fyrri kommentum neitaður þú að Ísraelar hafi verið að taka land, en það er staðreynd !

Í greininni í Morgunblaðinu er einnig talað um tveggja ríka lausn, sem ég held að sé óraunhæf og það land sem Sameinuðuþjóðirnar ætluðu að skipta á milli Ísrael og Palestínu eigi bara að vera eitt ríki og þessi þjóðarbrot verða að læra að elska hvort.  


Í viðtalinu segir jafnframt:


"Nær 20% ísraelskra borgara, liðlega 1,6 milljónir manna, eru arabar, langflestir þeirra eru músl- ímar. Þeir njóta sömu réttinda og aðrir Ísraelar, hafa gegnt stöðum háttsettra dómara og sendiherra og flokkar þeirra eiga fulltrúa á þingi. Arabískumælandi borgurum ber ekki skylda til að þjóna í hernum en Yemini segir meira en helming ungs fólks úr röðum þeirra velja að stunda sjálfboðaliðastörf sem ekki feli í sér vopnaburð. Hann sé viss um að allur þorri ísraelskra araba sé friðsamt fólk en auðvitað séu undantekningar. „Þeir eiga sína vitleysinga, rétt eins og við gyðingar,“ segir Ben-Dror Yemini. "

Gísli Gíslason, 13.10.2015 kl. 11:46

2 identicon

Einbeittur er vilji þinn að hér sé gyðingahatur. Ef hér eru gyðingahatarar þá eru þeir fáir. Mér finnst eins og þú sért ekki í miklum tengslum við Ísland. Það að vera á móti valdstjórn í einhverju landi gerir mann ekki að hatursmanni þjóðarinnar.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 14:10

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þetta er trikk sem RÚV notar. Þegar stríðið stóð sem hæst í fyrrasumar. Hóf RÚV fréttina á því að segja frá áraásum Ísraela, hversu margir óbreyttir borgarar létust. Svo í blálokinn var kannski, kannski ekki, sagt frá eldiflaugarásum Hamas sem margir halda að séu heimagerðar rakettur! 

Ég var á fundinum í gær. Hann var frábær. Fyrir nokkrum árum fór ég að kynna mér deiluna miklu. Það sem ég uppgötvaði var að flest það sem Ísraelar og stuðningsmenn þeirra sögðu, stóðst yfirleitt, en því var alveg öfugt farið með þá sem stóðu með Palestínu. Ýkjur og útúrsnúningar algengir og mikilvægum staðreyndum sleppt, Ísrael í óhag.

Ég vona að fundurinn hafi allur verið tekinn upp.

Benedikt Halldórsson, 13.10.2015 kl. 16:10

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég er dálítið sammála þér Sigurður Helgi. Ef einhver hefur gagnrýna skóðun á framferði Ísraelsstjórnar þá er sá hinn sami stimplaður gyðingahatari. Þetta hefði einhvern tímann verið sagt að sé smjörklípa

Gísli Gíslason, 13.10.2015 kl. 16:17

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gísli Gíslason. Að "læra að elska hvort annað" hljómar vel, svipað og "make love not war", allt gott um það að segja. Gallinn er bara sá að þú sleppir Hamas sem hótar að drepa alla gyðinga. Þú trúir því kannski ekki. En það stendur í stofnplaggi samtakanna og þeir vitna í Kóraninn. Heldur þú að blóðuga markmiðið sé einhver leikjafræði? Hvað þurfa Ísraelar að gera til að fá Hamas og áhangendur þeirra til að viðurkenna tilvist Ísraels? Að leggja það niður? Kommon 

Benedikt Halldórsson, 13.10.2015 kl. 16:25

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Víst er Gyðingahatur umtalsvert hér á landi nægir að fylgjast með fréttaflutningi af átökum milli Ísraela og "palestínumanna". 

Fjölmiðlar gera lítið úr því þegar Ísraelskir borgarar eru myrtir eða særðir hvort heldur með skot- eða eggvopni.  Undanfarnar vikur, tvær eða þrjár, hefur ofbeldi af hálfu "palestínumanna" aukist verulega á hendur Ísraelum og þó einkum Gyðingum og hafa nokkrir látist af þeim völdum.  Mynna má á að hjón voru skotin til bana fyrir framan fjögur börn sín sem eru á aldrinum átta mánaða til níu ára.  Íslenskir fjölmiðlar gerðu ekkert mikið úr þessu ofbeldi, en stór fyrirsögn um að "palestínskur" unglingspiltur hafði verið skotinn til bana af Ísraelskri lögreglu, en sá sami hafði ráðist á fólk með hnífi að vopni og sært, var nánast aukaatriði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.10.2015 kl. 16:28

7 identicon

Þetta er hálf kjánalegt þegar það er verið að halda því fram að skoðanir sem ekki eru hliðhollar Ísrael séu gyðinga hatur. Svona málflutningur er frekar þunnur. Það er hins vegar lenska hér á Íslandi að vera alltaf á sömu skoðun og minnihluta hópar (svo lengi sem minnihluta hópurinn er innan ramma pólitískrétttrúnaðar) og í tilfelli Ísrael/Palestínu er Ísrael ekki minnihlutahópur. Ég hef oft heyrt því fleygt hér að svíar séu hrokafullir og leiðinlegir (ekki endilega sammála) en ég held að enginn rugli því saman við svíahatur eins og hér er haldið fram varðandi gyðinga. Það er eitt að fréttamenska sé hlutdræg eða fólk hafi skoðanir og allt annað það þar spili hatur einhverja rullu. 

Varðandi lok pistilsins þá eru svíar löngu komir í ruglið með sinn pólitískaréttrúnað og í sinni ofurmeðvirkni með öllum minnihlutahópum. 

Stefán Páll Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 23:01

8 identicon

Að um sé að ræða "Gyðingahatur" er ég ekki sammála.  Kanski er ég einfaldur, en ég tel nú flesta vita að þeir eru af sama sprota upprunir og gyðingar.  Alla vega tel ég sjálfan mig af sama sprota spunninn, og því hafa fullan rétt að hafa skoðun á málunum. En ég tel það algjöra fjarstæðu, að það megi ekki andmæla pólitík Íslraels, án þess að vera kallaður "Gyðingahatari".  Að tengja "andstöðu við Ísrelska pólitík" við "gyðinga", sé bara þvaður.  Í fyrsta lagi er "Gyðingur", trúarbrögð í dag og ekki "kynþáttur".  Í öðru lagi, er Ísrael ríki sem í búa fleira fólk en bara fólk af gyðingatrú.

Undanfarinn áratug, hefur það tíðkast að vera "Muslimahatari", og orðið "muslimi" verið samtengt orðini "hryðjuverkamaður".  Þar með eru allir Palestínumenn "hryðjuverkamenn".  Er það eitthvað skárra að vera "muslimahatari" en að vera "gyðingahatari"? Að Bandaríkin og Bretland, ásamt fylgisveinum, séu að reyna að leggja lönd "muslima" í eyði fyrir þeim ... er það eitthvað skárra, en að Hitler sé að þessu gegn "gyðingum".

Vandamálið er, er að það er hægt að ræða málin án þess að orðið "Gyðingur" eða "Nasisti" sé lagt inn í umræðuna.  Allt gengur út á þessi tvö orð, og hversu mörg orð hafa verið lögt í sjálft málefnið?

Sannleikurinn er sá, er að gyðingar hafa sjálfir verið hörðustu andstæðingar stjórnarskipulags Ísraels.  Og þá tölum við um "Gyðinga" sem "kynþátt", og ekki sem trúarbrögð.  Þeir hafa verið stærstu málefnismenn mannréttindamála í Bandaríkjunum, helstu vísindamenn og fjármálamenn heims.  Og þá tala ég um "kynþáttinn" og ekki trúarbrögðin.  Á bak við stórveldistímabil Sovét, Bandaríkjanna, Þýskalands, Austurríkis hafa alltaf verið gyðingar. Ég veit ekki um Bretland, en það skyldi ekki koma mér á óvart að svo hafi einnig verið.

Svo hér hefur alltaf verið um "öfund" að ræða.

En ég spyr, að lokum ... er það eitthvað rangt, að hafa "örlitla" samúð með lítilmagnanum? Og hér á ég við Palestínumenn? Fólk í mið-austurlöndum, er hatað, úthúðað og útskúfað.  Allir dæmdir sem glæpamenn ... eitt vegabréf fannst liggjandi á götu í NY, 11 september 2001.  Á myndinni var "Arabi" ... hvað leið á löngu, áður en menn vissu að hann var hryðjuverkamaður? mínútur?

Menn eru að atast út í þjóðverja á stríðsárunum, eðlilega ... en hvað höfum lært af því? Hversu margir standa upp gegn Obama í dag? eða GW Bush á undan honum? Hversu margir, voga sér að standa í vegi fyrir að sprengjur dynji á lönd þessa fólks svo þeir eigi heim í eigið hús að venda?  Af hverju er "múslimi" rétt dræpur? af því hann lítur út eins og "Arabi"?

Sannleikurinn er sá, og það er einmitt þetta sem menn eiga að hugsa út í.  Að það er menn eins og Yemini hér, sem eru að tala máli Palestínu manna.  Á meðan fólk hér, sem telur sig svo gott ... dæmir allt út frá orðum eins og "nasisti" og "gyðingahatari". En ræðir aldrei sjálft málefnið og vogar ekki að andmæla stórbróður ... ef fleiri hefðu staðið upp á tímum þýskalands, þá hefði kanski farið öðruvísi. En þeir sem áttu að standa upp, áttu að standa upp og verja málefni lítilmagnans ... en ekki bara af því að þeir voru "gyðingar".

Við eigum alltaf að verja lítilmagnan, hver sem hann eða hún er.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 23:34

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bjarne Örn! Reynsla mín í gegnum öll árin er að fólk tjáir sig þó nokkuð öðru vísi í skrafi við hvert annað augliti til auglitis,heldur en hér þar sem það þarf að beita ,,annarskonar, málfæri. Enda þá fljótlegra að grípa til andmæla,auk þess tækifæris að leiðrétta missagnir strax. Málefnin sjálf eru víst rædd,en það bregður oftast til orðahnippinga eftir að maður hefur tjáð sig um það sem manni finnst réttara.Þá er maður vilhallur,þótt ekkert sé fjarri lagi.Þess vegna eru  rangfærslur og yfirhilmanir að upptökum hverskonar árása,ekkert annað en fyrlitlegt athæfi,og erfitt að gefa því aðra einkunn en illvilja. Ástæðan er oftast  öfund..... Fleiri en hver(?) staðið upp á tímum Þýskalands.    

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2015 kl. 02:02

10 Smámynd: Viktor

Ég get ekki annað en borið þessa heimsókn saman við heimsókn Mads Gilbert sem var skrifað um í öllum blöðum, kom fram í kastljósinu osvfrv. Mads er alræmdur gyðingahatari sem hefur orðið uppvís að því að ljúga og sviðsetja atburði til að koma höggstað á Ísrael og varði á sínum tíma árásirnar á tvíburaturnana. Meira að segja er NRK tiltölulega nýlega búið að gefa út bæði yfirlýsingu um að hann sé ekki marktækur og biðjast afsökunar á að hafa notað manninn sem heimild.  En á Íslandi er honum fagnað eins og heimkominni stríðshetju. Hér kemur svo maður sem birtir hina hliðina à málinu og áhugi fjölmiðla er ein grein í morgunblaðinu...hlutdrægni íslenskra fjölmiðla er minnst sagt ógeðfelld

Viktor, 14.10.2015 kl. 05:31

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Tek undir með þér Viktor.

Bjarne. Sammála mörgu en:

Vandamálið er, er að það er hægt að ræða málin án þess að orðið "Gyðingur" eða "Nasisti" sé lagt inn í umræðuna.  Allt gengur út á þessi tvö orð, og hversu mörg orð hafa verið lögt í sjálft málefnið?

Sannleikurinn er sá, er að gyðingar hafa sjálfir verið hörðustu andstæðingar stjórnarskipulags Ísraels.  Og þá tölum við um "Gyðinga" sem "kynþátt", og ekki sem trúarbrögð.

Allir sem eru af gyðinglegum uppruna í Ísrael  líta á sig sem gyðinga. Sumir eru trúaðir aðrir ekki, þeir eru til vinstri og hægri í pólitík. En þeir eru gyðingar. Við eigum að kalla fólk það sem það vill láta kalla sig, Gyðinga. 

Benedikt Halldórsson, 14.10.2015 kl. 09:25

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Viktor

Eitthvað á ég erfitt með að taka allt of alvarlega mann sem flýgur um heiminn og flytur áróður í hverju landinu á fætur öðru án þess að geta upplýst hver borgi.

Varðandi það sem þú segir um Mads Gilbert þá held ég að þú hafir frekar slæmar heimildir. Mads hefur ekki orðið uppvís að því að ljúga og sviðsetja atburði (en ísraelski sendiherrann í Noregi hefur hins vegar ásakað hann um þetta). NRK hefur ekki gefið neitt út um hvort hann sé marktækur né beðist afsökunar (það hefur alla vega farið fram hjá mér og engar heimildir finnast um það á vefsíðu NRK).

Á NRK er mikið fjallað um Mads Gilbert og tekið mark á honum eins og sjá má á stuttri leit á NRK.dk. Það er sorglegt hvað áróðursmaskína Ísraelsstjórnar getur fengið að dreifa óáreitt út áróðri og reynt að fela ódæðisverk sín. 

Því miður eru menn eins og Ben-Dror Yemeni duglegir við að ýta undir gyðingahatur í dag, með því að halda því í sífellu fram að gyðingar og Ísraelsstjórn sé sama fyrirbærið. Eitt lítið dæmi:

- Ísraelskir hermenn og landtökumenn skjóta börn.
- Ísraelskur almenningur stendur og kallar á deyjandi barn "deyðu helvítið þitt".
- Ísraelskir fjölmiðlar og ísraelsk ríkisstjórn lætur sér gott um finnast.
- Engir eru dregnir til saka fyrir morðin, fordæmingarraddir eru fáar og hjáróma.

Svo koma menn eins og Yemeni og fullyrðir að þessi hegðun sé á ábyrgð (og fyrir hönd) allra gyðinga! Er hægt að gera meira til að ýta undir gyðingahatur?

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.10.2015 kl. 09:45

13 Smámynd: Viktor

Merkilegt hvað margir hérna virðast eiga í miklum erfiðleikum með google???  

Hér er fréttin um NRK og Mads Gilbert :  http://www.dagbladet.no/2014/08/28/kultur/medier/nrk/kringkastingsradet/gaza/35006550/

Hér er um lygar hans og falsanir : http://www.ngo-monitor.org/article/dr_mads_gilbert_exploiting_medicine_for_propaganda_and_hate

og meira um hetjuna hérna : http://honestreporting.com/media-gives-platform-to-radical-doctor-2/

Viktor, 14.10.2015 kl. 11:13

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Takk fyrir linkana Viktor.

Mér finnst athyglisvert að í fréttinni hjá Dagbladet kemmur ekki fram að NRK hafi beðist afsökunar né lýst því yfir að Mads sé ómarktækur. Það sem kemur fram er að NRK var gagnrýnt, og að þeir hafi viðurkennt að þeir þurfi að vera gagnrýnni á Mads - sem jú er talsvert annað en að lýsa því yfir að hann sé ómarktækur.

Hinir linkarnir tveir hafa augljós tengsl við áróðursmaskínu Ísraelsstjórnar, sem er vissulega mjög víðfeðm og hefur úr miklum fjármunum að spila. Að taka þeirra orð fyrir því að tiltekinn einstaklingur sé að ljúga og falsa held ég að sé frekar einfeldningslegt.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.10.2015 kl. 11:28

15 Smámynd: Viktor

Brynjólfur. "Beklaga" er að iðrast eða biðjast afsökunar, og gagnrýnin sem NRK er að taka til sín er sú að vegna skoðanna sinna og "fyrri störf" er hann ómarktækur.

Síðan, að þú takir ekki mark á neinu sem kemur frá Ísraelsmönnum sjálfum er sami tvískinnungur og êg ritaði um í bloggfærslunni.

Viktor, 14.10.2015 kl. 12:26

16 Smámynd: Mofi

Svo Brynjólfur, þegar kemur að því að velja hvorum aðilanum þú vilt trúa þá velur þú frekar Palestínumenn eða Hamas fram yfir gyðinga?

Mofi, 14.10.2015 kl. 12:37

17 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er rétt skilið, "beklaga" merkir að biðjast afsökunar. En ég sé ekki að NRK biðjist afsökunar á því að hafa notað Mads Gilbert sem heimild. Það sem þeir "beklaga" í greininni hefur nefnilega ekkert med Mads Gilbert að gera! Orðið kemur fyrir 5 sinnum í greininni og snýst eingöngu að fullyrðingum tveggja fréttamanna hjá NRK, fullyrðingum sem vissulega eru ámælisverðar.

Og þó NRK fái á sig gagnrýni (50 stykki frá 5 milljón manna þjóð) og viðurkenna að gagnrýnin geti haft rétt á sér þá jafngildir það engan veginn að gefa út yfirlýsingu um að Mads Gilbert sé ómarktækur.

Þannig að ég sé satt að segja engan stuðning við eftirfarandi fullyrðingu þinni: "Meira að segja er NRK tiltölulega nýlega búið að gefa út bæði yfirlýsingu um að hann sé ekki marktækur og biðjast afsökunar á að hafa notað manninn sem heimild."

Ég tek því vissulega með talsverðum fyrirvara þegar Ísraelsmenn ráðast á þá sem gagnrýna þá. Það virðist vera modus operandi hjá Ísraelsmönnum að ráðast alltaf á sendiboðann en forðast málefnið (best þekkta bragðið: "Þeir sem gagnrýna Ísrael eru gyðingahatarar").

Margir Ísraelsmenn eru mjög heiðarlegir og vel mark á þeim takandi, t.d. fjölda margir ísraelskir sagnfræðingar sem hafa kortlagt vel hvernig Ísraelsmenn lögðu undir sig Palestínu í tveimur innrásarstríðum, 1947/48 og 1967 (nota auðvitað "Ísraelsmenn" ónákvæmlega um fyrra stríðið, Ísrael var auðvitað ekki enn stofnað þegar það stríð hófst - ég gæti hafa notað "zíónista" í staðinn, en það er heldur ekki nákvæmt).

Sjálfur les ég Haaretz regluglega, þar taka menn nokkuð balanseraða afstöðu með og á móti, og ég er iðulega sammála því sem þar er skrifað. En ekki þætti mér það mér til framdráttar að vitna í áróðursmaskínu Ísraelsríkis frekar en Hamas eða PLO.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.10.2015 kl. 13:01

18 identicon

Nú er ég alveg týndur í þessu máli. Ef gagnrýni á gjörðir Ísraelsstjórnar er Gyðingahatur(sem ég ætla ekki að deila um núna). Er þá gagnrýni á arabaþjóð Arabahatur!. Er einhver stigsmunur á Arabahatri og Gyðingahatri?? Mér finnst mjög oft Ísraelsmenn ekki vilja ræða málefni Palestínuaraba á breiðum grundvelli og ef maður vogar sér að segja það sem manni finnst þá er maður umsvifalaust sakaður um Gyðingahatur og þá um leið talað um kynþáttahatur. Þá kemur ein áhugaverð spurning eru Gyðingar sér kynþáttur eða?? Eru þá Arabarar annar kynþáttur og svo Persar og svo framvegis? Er kannski íslendingahatur alveg jafn slæmt og Gyðingahatur?? Það hlýtur að vera og þá voru Ísraelsmenn og Gyðingar um allan heim sekir um Íslendingahatur hér fyrir stuttu síðan þegar þeir voru með herferð gegn miður heppilegri samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkurborgar?

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 14:22

19 Smámynd: Mofi

Voðalega er eins og sumir hérna rembast við að vera tregir.  Ef að fréttir eru þannig að það hallar á einn aðilann þá er eitthvað skrítið á seiði og þegar kemur að gyðingum þá höfum við langa sögu þar sem alls konar aðferðir eru notaðar til að láta þá líta út fyrir að vera einhvers konar djöfla. Nei, gagnrýni á eitthvað sem stjórnvöld í Ísrael hafa gert eða eru að gera er ekki hið sama og gyðingahatur. En ef að einhver gagnrýnir aðeins stjórnvöld Ísraels en ekki stjórnvöld Palestínu eins og þessa dagana eru að hvetja til ofbeldis eða fagna því þegar saklausir borgarar eru drepnir þá er viðkomandi haldinn alvarlegu gyðingahatri og er einfaldlega vond manneskja.

Mofi, 14.10.2015 kl. 15:34

20 identicon

Mikið ofboðslega hefði ég viljað vita af þessum fundi til að heyra útskýringar frá málefnalegum Ísraelsmanni. Það virðist ekki vera of mikið af efni á vefnum sem útskýrir sjónarmið Ísraelsmanna. Sem er stórmerkilegt út frá því að þetta er velmenntuð, efnuð þjóð með alla þá tækni sem hugsast getur til að útskýra mál sitt. 

Því miður eru til myndir af Ísraelska hernum þar sem þeir fyrir mistök hafa fellt fréttamenn á vetfangi þrátt fyrir að fréttamennirnir hafi verið vel merktir. Það eru líka til myndir af því þegar herinn aflífar Palitíska unglignar sem eru vopnaðir grjóti og mónokoktel. Ég nefni þetta vegna þess að Íraelski herinn er einn best menntaði og tæknivæddasti her í heimi.

Fölmiðlafulltrúar hersins hafa því miður aldrei geta útskýrt þessar aftökur öðruvísi en slys eða vegna þess að umræddir einstaklingar hafi ógnað lífi hermanna. 

Hamars verður væntanlega seint sagður velmenntaður, hátæknivæddur her. Þeir eru frekar.

Skortur á útskýringum og trúanlegum rökum fyrir framferði Ísraelshers og Ísraelsku stjórnarinnar veldur sjálfkrafa andúð á hernum og stjórninni.

Vilberg Tryggvason (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 02:23

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, ég er sammála þér um að það að gagnrýna Ísraelsstjórn er ekki gyðingahatur. En ég skil ekki alveg hvernig þú færð það út að ef menn gagnrýna ekki líka araba þá sé um gyðingahatur að ræða?

Ofbeldi er rangt, sama hvar það birtist, og mér er sama hvort það eru Palestínuarabar eða Ísraelsmenn sem beita ofbeldi, því á alltaf að mótmæla. En þegar kemur að hernámi, herkví, hernaðarlegum yfirburðum, manndrápi, þá bera Ísraelsmenn höfuð og herðar yfir Palestínuaraba. Aðeins af þeirri ástæðu eiga Ísraelsmenn skilið bróðurpartinn af gagnrýninni. Ef Palestínuarabar væru að hertaka, kúga og myrða saklausa borgara í stórum stíl (nokkuð sem margir Arabar myndu eflaust vilja) þá snýst dæmið auðvitað við.

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.10.2015 kl. 10:34

22 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Eitt enn Mofi: Hvar sérðu yfirvöld Palestínuaraba á Vesturbakkanum fagna ofbeldi eða hvetja til ofbeldis? Sérðu eitthvað sambærilegt hjá Heimastjórninni og þeirri nýlegu ákvörðun Ísraelsstjórnar að hermenn megi skjóta og drepa þá sem kasta steinum? Eða áhrifamikla rabbínann sem sagði opinberlega fyrir nokkrum dögum að þeir hermenn sem ekki skjóta og drepa steinkastara eigi að fara í fangelsi? 

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.10.2015 kl. 10:40

23 Smámynd: Mofi

Ef að gagnrýnin er aðeins á einn aðilann, ef horft er alveg fram hjá samhenginu sem er t.d. hvað er hinn aðilinn að gera þá er einhver ástæða fyrir því og ég leifi mér að veðja á gyðingahatur; þú ræður hvað þú veðjar á.  Varðandi yfirvöld Palestínu að hvetja til ofbeldis, sjá: http://www.cbsnews.com/news/israel-palestinian-president-mahmoud-abbas-inciting-violence-false-death-claim-teenage-boy/

Og http://www.timesofisrael.com/is-mahmoud-abbas-to-blame-for-the-recent-terror-attacks/

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að ríkisstjórninn segir að það má skjóta og drepa þá sem kasta steinum?  Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að Ísraelsmenn hertaka, kúga og myrða saklausa borgara í stórum stíl?  Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að hérna er akkúrat svona dæmi þar sem að einn aðilinn segir eitt og hinn annað svo við getum lítið annað en valið hvorum aðilanum við veljum að trúa.

Mofi, 15.10.2015 kl. 16:59

24 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er staðreynd að það eru mjög margir á Íslandi sem eru gyðingahatarar og hefur verið í gegnum árin, sást bezt á seinni heimstyrjallda árunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.10.2015 kl. 03:13

25 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, það má einfalda málið talsvert:

Ísrael hefur hertekið land Palestínumanna. Herseta leiðir alltaf til ofbeldis. Ísraelsmenn mæta ofbeldi með meira ofbeldi. 

En hvar byrjaði þetta? Jú, með hertökunni. Fyrir nærri hundrða árum, þegar arabar fóru að átta sig á þvi hvað til stóð, hafa þeir reynt að verjast innrás og síðar hernámi lands þeirra. Þeir hafa fullan rétt til þess!

Það er ekki gyðingahatur að benda á að fávísir fasistar meðal gyðinga hafi ákveðið að beita ofbeldi og landráni "þjóð" sinni til framdráttar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 16.10.2015 kl. 10:35

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Varðandi heimildir, Mofi:

Um heimildir til að skjóta og drepa þá sem kasta steinum:
http://uk.reuters.com/article/2015/09/02/uk-israel-palestinians-idUKKCN0R21CS20150902

(Í þessum mánuði hafa yfir 30 arabar verið skotnir og drepnir)

Um boðskap rabbína:

http://www.haaretz.com/news/chabad-rabbi-jews-should-kill-arab-men-women-and-children-during-war-1.277616

(Það tók mig eina mínútu að finna þessi ágætis dæmi).

Varðandi heimildir fyrir því að ísraelsmenn hertaka, kúga og myrða saklausa borgara í stórum stil:

1) Það er óumdeilt að Ísraelsmenn hertóku Vesturbakkan 1967 og halda honum enn. Þar búa milljónir manna. Stór stíll.

2) Herseta er kúgun. Meðferðin á íbúum Gaza er einnig kúgun. Stór stíll. Núverandi meðferð á 300.000 upprunalegum íbúum Jerúsalem er einnig kúgun í stórum stíl.

3) Loftárásir á Gaza eru morð á saklausum borgurum í stórum stíl. Ef það væru ekki Ísraelsmenn sem stæðu að þessum loftárásum myndi enginn draga það í efa. 

Þarf virkilega að finna heimildir fyrir þessu? Það er annars mjög dæmigert "ég veit ekki hverju ég á að svara" viðbragð hjá þér Mofi að heimta heimildir fyrir augljósum staðreyndum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 16.10.2015 kl. 10:46

27 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ekki var alger dauðaþögn um fyrirlestur Ben-Dror Yemini, því að Þorbjörn Broddason "fjölmiðlafræðingur" birti sitt mat á honum.

http://www.visir.is/idnadur-lyganna/article/2015151019396

Um ósæmandi skrif Þorbjarnar "fjölmiðlafræðings", hef ég eftirfarandi að segja:

Þessi pistil Þorbjörns er aumkunarverð tilraun til þess að gera lítið úr þeirri réttmætu gagnrýni sem Ben-Dror Yemini setur fram. Margar fréttastofur á Vesturlöndum eru uppfullar af Gyðingahatri og það birtist oft sem vorkunsemi gagnvart Aröbum á Gaza og Bakkanum.

<<<<<<<>>>>>>>

A. Eitt af þeim ásökunum sem Þorbjörn viðrar, er að hann heldur því fram að Gyðingar verji sig í umræðunni með siðferðilegri afstæðishyggju. Sem dæmi segir Broddi:

»Grunnmórallinn var í raun hin þekkta mantra, sem forystumönnum Ísraelsríkis er svo tamt að þylja, að ef þeir skyldu reynast vera fantar og skepnur þá séu allir hinir enn þá meiri fantar og skepnur.«

Ekki er ljóst hvort Þorbjörn er að samsinna rökum Yemini, eða andmæla þeim. Hið síðarnefnda er þó líklegra, en missir marks því að hryðjuverk Múslima eru svo mörgum stærðargráðum verri en Ísrael kann að hafa framið til að verja tilverurétt sinn.

<<<<<<<>>>>>>>

B. Þorbjörn hoppar í fljótheitum yfir mikilvæg atriði sem Yemini virðist hafa fjallað ýtarlega um. Þessi atriði eru:

1. Rannsókn Sameinu þjóðanna á morð-árásum sem Hamas stóð fyrir á Gaza um áramótin 2008-2009.

2. Deilur innan Sunni Múslima á Íslandi, um hvort geyma ætti Múslima-konur í geymslu moskunnar, eða hvort þær mættu vera í aðal salnum.

3. Gyðingahatur innan Borgarstjórnar Reykjavíkur, sem birtist í viðskiptabanni á Ísrael.

Þessi mikilvægu efnisatriði afgreiðir Þorbjörn, með því að segja að Yemini hafi reynt »að hræða fundarmenn með sinni túlkun á þeim«. Lang flestir fundarmenn hafa sjálfsagt þekkt til þessara atburða, séstaklega þeirra sem nýskeðir er hér innanlands. Gyðingahatrinu í Borgarstjórn, skundar Broddi kæruleysislega yfir með tilvísun til gerða »okkar seinheppnu borgarstjórnar«.

<<<<<<<>>>>>>>

C. Þorbjörn segist hafa fundið rauðan þráð í máli Yemini, sem honum líkaði ekki. Þetta var sú staðreynd, að margir fjölmiðlar á Vesturlöndum útvarpa Gyðingahatri. Hann talar um þessa staðreynd sem »nýstárlega hugmynd«. Það er eðlilegt að Gyðingahatara, sem býr í vernduðu umhverfi Múslima-vina, finnist það »nýstárleg hugmynd« að allar upplýsingar sem Ísrael varða eru afbakaðar.

Margir hafa furðað sig á að ramm-pólitískur maður, eins og Þorbjörn Broddason, skuli hafa fengið stöðu við Háskóla Íslands. Þetta er þó ekkert merkilegt í ljósi þeirrar aðstöðu sem Samfylkingar-flokkarnir hafa komið sér upp. Sammerkt með þessu fólki er Gyðingahatur og stuðningur við öfgasamtök Múslima, sem oftast dásama Jihad, en svo nefnast hryðjuverk á tungu Arabanna.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 16.10.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband