Nazistafánar í Morgunblaðinu. Eða réttara sagt skorturinn á þeim.

Þetta er merkileg frétt. Hér er mogginn með rosa scoop um ástralska hermenn í Afganistan sem flögguðu Nazistafána árið 2007.

Það hefur aftur á móti ekkert verið fjallað um alla nazistafánana á Gaza síðustu vikur í mogganum. Palestinian-Flag-Swastika-via-IDF-e1523190986693-620x436Svastikan er gjarnan máluð á flugdreka sem Palestínskir arabar senda með Mólotovkokteila inn í Ísrael þar sem þeir eru búnir að valda miklum spjöllum á uppskeru, gróðri og jafnvel dýralífi. Það síðasta er að senda þessa flugdreka með sprengjur inn í Ísrael í von um að Ísraelísk börn laðist að þeim. Oft vel skreyttir með litríkum blöðrum. 
Hamas-Kite-Swastika-Molotov-Cocktail-Gaza-4-20-2108
Og eins og sjá má eru Palestínumenn geysilega stoltir af þessum uppfinningum sínum. En það er eins með þetta og aðrar fréttir frá Palestínskum hryðjuverkamönnum og athöfnum þeirra að um þá er ekki fjallað í Morgunblaðinu.

Af hverju? 4B5C715A00000578-5638821-image-a-82_1524235807477
Í maímánuði birti mbl.is frétt sem fullyrti að ungabarn hefði dáið af völdum táragas frá Ísrael. Nú eru foreldrarnir búnir að játa að Hamas borgaði þeim fyrir að ljúga að fjölmiðlum.

Verður það leiðrétt?

Ég ætla ekki að halda í mér andanum í biðinni eftir því.

En þó að það eigi að sjálfsögðu fyllilega rétt á sér að fjallað sé um ástralska hermenn akandi um með Hakakrossinn fyrir 11 árum síðan, þá skýtur skökku við að ekki sé fjallað um Palestínumenn að flagga nazistafánum í gríð og erg bara síðustu vikurnar?

Af hverju á það minni rétt á birtingu og umfjöllun?

Af hverju er 11 ára gamalt mál fréttaefni en ekki það sem er að gerast í dag?

mbl.is þarf að fara að spyrja sig býsna margra spurninga um af hverju nálgun þess á fréttaefni er svona hlutdræg.

(Allar myndirnar í þessari bloggfærslu eru teknar á síðustu vikum, þ.e.a.s. á sama tíma og "The Great Return March" hefur staðið yfir)


mbl.is Flögguðu nasistafána í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Viktor, fyrir að benda á þetta!

Bara málfarsleg ábending: Nálgun mbl.is á fréttaefni í þessu efni er ekki "hlutlæg" (objective), heldur miklu fremur huglæg (subjective) eða óhlutlæg (unobjective) og umfram allt hlutdræg (biased).

Jón Valur Jensson, 21.6.2018 kl. 14:36

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Viktor fyrir að benda á þetta misræmi sem mbl.is lætur viðgangast. Ég hef átt erfitt með að skilja hlutdrægni miðilsins sem eitt sinn hafði þann metnað að fjalla um mál á þann veg að öll sjónarmið fengu að njóta sín. Við sjáum greinilega að hlutleysi skortir þegar kemur að málefnum Ísraels og "Palestínu", það sama má segja um Trump og ýmis önnur málefni.

Ég vona að Davíð sjái þetta og grípi í taumana.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.6.2018 kl. 14:41

3 Smámynd: Viktor

Davíð? Haha. Takk fyrir ábendinguna um hlutlæg og hlutdræg Jón Valur. Ég er greinilega búinn að búa of lengi erlendis. Skal leiðrétta í textanum.

Viktor, 21.6.2018 kl. 16:24

4 identicon

Morgunblaðið er alveg eins og BBC þegar það kemur til að skamma vesturlandsmenn og Donald Trump. Í dag voru þau að mótmæla að Trump var að taka börn frá foreldra sem kom ólöglega inn til USA þegar það var alveg eins og Obama gerði í sín tíma. Þetta er ekkert nýtt og mún aldrei breytast.

Merry (IP-tala skráð) 21.6.2018 kl. 20:46

5 Smámynd: Viktor

Ég veit ekki hvernig þessu var háttað í tíð Obama Merry, en ég veit að Trump skrifaði undir eitthvað í gær sem stoppar það að börnin séu aðskilin frá foreldrum sínum. Var ekkert um það í Mogganum? (Ég nenni varla lengur að lesa um Trump. Ca helmingur allra frétta af utanríkismálum er um hann. Er virkilega ekkert annað að gerast í heiminum?)

Viktor, 21.6.2018 kl. 21:21

6 identicon

Viktor

Ekkert var sagt þegar Obama gerði þetta - en það er eins og Trump sjálfur er að taka börninn frá foreldrar og settja þeim í steininn.

Jú , hann er að spá í kosning fljótlega og sat stopp fyrir þetta í gær. Þegar ekkert er sagt um alvarleg saker í gangi í heiminum  - Trump er stöðugt skömmað.

Merry (IP-tala skráð) 23.6.2018 kl. 00:22

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Er líklegt að olíupeningar séu komnir í íslenska fjölmiðla, og setji sína menn í að stýra frétta valinu?

Þá eru valdar fréttir og vísað í frétta viðtöl, sem sverta þann sem aðilinn vill ófrægja.

Olíuauður Mið Austurlanda stýrir 80% af Federal Reserve, Dollara seðlabankanum.

Þegar Gyðingarnir sem höfðu búið í Íslam löndunum, í árþúsundir, voru reknir frá þeim 1948, var þeim komið fyrir í löndunum.

Palestínumenn, sem hröktust út úr Ísrael, voru settir í flóttamanna búðir, og er haldið þar af Íslam ríkjunum, og Sameinuðu þjóðunum, til að halda vandamálinu við.

Nú ætlar Trump að minnka greiðslur til að halda vandamálinu við, en greiða fyrir að leysa vandann,

Ekki er ólíklegt að fólkið verði betur statt, ef borgað er fyrir lausnina, en ekki til að halda vandamálinu við.

Oft hefur verið sagt að flóttamannabúðir Palestínumanna, hafi verið notaðar sem félagsmála pakki fyrir löndin á þessum slóðum.

Arafat var til dæmis fæddur í Egiptalandi.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 23.06.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.6.2018 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband