Er Trump bara allt í öllu?

"Einnig er talið, að því er fram kem­ur í frétt AP, að mót­mæl­in séu vegna þeirr­ar ákvörðunar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta að ganga út úr kjarn­orku­vopna­sam­komu­lagi ír­anskra stjórn­valda."

Einhvern veginn tókst AP fréttaveitunni, og Mogganum í framhaldi af því, að kenna Trump Bandaríkjaforseta um mótmælin í Íran sem eru nú búin að standa yfir í nokkra mánuði.

Staðreyndirnar eru þær að íranir eru búnir að fá meir en nóg af gerspilltri og öfgafullri hryðjuverkastjórn klerkaveldisins í Íran sem hefur meiri áhuga á að styðja stríð og hryðjuverk í nafni shiaislams út um heim allann en á að byggja upp Íran.

Fólkið í Íran borðar úr ruslatunnum meðan Houthis i Yemen fá miljónir dollara til stríðsreksturs og Assad í Sýrlandi, Hezbollah í Líbanon og Hamas á Gazaströndinni fá bæði vopna- og fjármálaaðstoð frá Íran.

Ekkert af öllum þeim milljörðum sem hafa streymt inn í Íran eftir kjarnorkusamning Obama hafa skilað sér út í þjóðlífið og hinn venjulegi Írani er búinn að fá nóg á Khamenei og hans liði.

Mótmælin hafa beinst gegn yfirvöldum á margann hátt. Fyrst og fremst gegnum mótmæli, eins og í Teheran í dag, fæst mótmælin hafa verið skipulögð og liggur þar stærsti veikleiki mótmælanna. Mótmælendur eru mjög sundraðir og lítin sem engin stefna hefur einkennt þau önnur en sú að fá Khamenei frá völdum. Hvað á að koma í hans stað er ekki víst.

En eitt er víst og það er að Íranir vilja fá lýðræði. Konur hafa kastað af sér slæðunum, og verið fangelsaðar fyrir, fólk hefur stðaið upp í hárinu á siðferðislögreglunni og birt myndbönd af sér dansandi um göturnar. Dans á almannafæri, sér í lagi "vesturlendskur" dans er bannaður með lögum, og verkföll hafa verið tíð. Einna mesta athygli vakti verkfall flutningabílstjóra fyrir nokkrum vikum en þá stoppaði Íran bókstaflega.

Það eina sem hefur ekkert að gera með þessi mótmæli er Trump. Annað en það að hann sagði strax í byrjun að Bandaríkin styddu íranska fólkið í baráttu sinni fyrir frelsi.

Því það er hvað þetta er um.

Frelsi.

Og að blanda Trump ínn í mótmælin í Íran og gera þar með lítið úr hugrekki íranska fólksins sem hefur verið að gefa líf sitt fyrir baráttuna fyrir frelsi er lágkúra.

Og ekkert sem Morgunblaðið ætti að taka þátt í.

Hvað sem AP segir.

Mogginn gæti t.d. notfært sér það sjálfsagða frelsi, sem Íranir eru að berjast fyrir, að fá að hugsa sjálfir og birta sannleikann á prenti en ekki bara APa upp það sem aðrir skrifa og segja.

Mogginn ætti heldur að fara eftir frumkvæði Trumps og birta daglega fréttir frá mótmælunum.

Íranska fólkið yrði þakklátt fyrir það.


mbl.is Fjöldamótmæli í Tehran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Viktor

Mér sýnist einmitt Morgunblaðið gera einmitt það sem þú er að vara "fréttamenn" þess við, það er að apa eftir óvönduðum "fréttamiðlum" vitleysuna sem frá þeim kemur. Allt sem kemur frá BBC, AP, CNN, MSNBC og fleiri veitum er tekið hrátt og án nokkurrar eftirgrennslan um sannleiksgildi þess sem gleypt er.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.6.2018 kl. 13:10

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Viktor. Það er alltaf auðvelt að kenna Trump um allt þegar sannleikurinn blasir við. Iranr hafa verið í hlekkjum Íslams í ára tugi og hefði frekar átt að brjóta þá niður í Desert stríðinu og láta Írak og Saddam vera. 

Valdimar Samúelsson, 25.6.2018 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband