Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
27.9.2015 | 22:22
Rökvillur, gyðingahatur og sögufalsanir Palestínumanna.
Ég er búinn að fylgjast með "Stóra Ísraelmálinu" eins og það hefur verið kallað síðustu vikurnar, tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, cirkusinn í borgarstjórn og eftirmálana sem hafa verið birtir í fjölmiðlum nú dagana eftir á. Sem einn sem hefur fylgst með þessu síðustu 20 árin, eytt hundruðum klukkutíma í lestur á ályktunum Sameinuðu Þjóðanna, sögu Ísraels/Palestínu, alþjóðlegar rannsakanir, fréttir í fjölmiðlum, skýrslur osvfrv. tel ég mig vita lítið eitt um málið og hef þess vegna ákveðið að tjá mig.
Í fyrsta lagi blöskrar mér þekkingarleysið sem er allsráðandi. Sérstaklega hjá fólki sem segist styðja Palestínumenn, sitja jafnvel í stjórnum félaga eins og félagsins Ísland-Palestína, borgarfulltrúum og ekki síst blaðamönnum sem virðast bara gleypa allt hrátt án þess að hafa rænu á að spyrja heilbrigðra gagn-spurninga eins og t.d. þegar að Ísrael er kennt um ástandið á Gaza hvort það geti mögulega verið eitthvað til í að hryðjuverkasamtökin Hamas beri einhverja ábyrgð á ástandinu.
En byrjum á byrjuninni.
Þann 15 september síðastliðinn lagði Björk Vilhelmsdóttir, sem vill svo til að er gift Sveini Rúnari Haukssyni formanni félagsins Ísland-Palestína, fram tillögu sína, sem hún hefur reyndar sagt að hafi ekki verið hennar tillaga... og líka sagt að hafi verið hennar tillaga... og Dagur B. Eggertson, borgarstjóri Reykjavíkur og ræðumaður á útifundum hjá félaginu Ísland/Palestína, hefur sagt að var tillaga Bjarkar og að samþykktin hafi verið hálfgerð gjöf til Bjarkar vegna þess að hún var að hætta til að geta farið að vinna sem sjálfboðaliði fyrir palestínumenn en jafnframt að það hafi verið hálfgert klúður að þetta leit út eins og einhvers konar kveðjugjöf.... ég sagði ykkur að þetta væri cirkus...
Tillagan mætti harkalegum viðbrögðum frá Ísraelsvinum og Ísrael og gyðingum út um heim allann, sem borgarstjóri hefur viðurkennt að ekki hafa búist við og að tillagan hafi ekki verið nógu vel undirbúin og vitlaust sett fram þrátt fyrir árs langa meðhöndlun hjá borgarstjóra með lögfræðingum og öðrum... og voru borgarfulltrúar janfnvel sakaðir um gyðingahatur... sem Björk sagði að væri alveg fráleitt að draga inn í umræðuna.
En af hverju þessi harkalegu viðbrögð?
Vandamál tillögunnar, og það sem vekur þessi viðbrögð er tungumálið sem er talað í henni. Orð og setningar eins og: "hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna", "sniðganga" (enska orðið "boycott"), "landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967", "kynþáttaraðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael", mannréttindi eru ekki virt og alþjóðasamþykktir", "Suður-Afríku" (tilvísan í aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku áður fyrr) og að sjálfsögðu er vitnað í ályktun sameinuðu Þjóðanna nr. 242 og að endingu talað um að svona þvinganir hafi gefið góða raun síðastliðin ár.
Það er mjög einfalt að hrekja allar þessar rökleysur. T.d. er engin aðskilnaðarstefna Ísraelskra stjórnvalda til og alls ekki hægt að líkja því við Suður-Afríku, landamæri frá því fyrir sex daga stríðið eru heldur ekki, og hafa aldrei verið, til, og hernám á landsvæði Palestínumanna er bara bull útí bláinn.
Meira bull, og til að gefa dæmi um rökvillur þessara "stuðningsmanna Palestínu" er t.d. það sem Valdimar A. Arnþórsson, stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína, skrifar á visir.is í gær, 25 september. Valdimar segir meðal annars: "...skiptingu Bresku Palestínu á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna...". Hvernig var hægt að skipta "Bresku Palestínu" sem hét reyndar bara "Palestína" á þessum tíma, en bretar voru með umsjón yfir, á milli "Palestínumanna" og "Ísraelsmanna" þegar að Ísrael var ekki ennþá orðið til og íbúar Palestínu sem voru gyðingar, arabar, kristnir, drúsar ofl. voru allir kallaðir "Palestínumenn"? Til að aðskilja íbúana var t.d. talað um "Palestínu-gyðinga" og "Palestínu-araba", nafn sem gyðingarnir voru sáttir við en arabarnir hötuðust við á þessum tíma. Reyndar vildu arabar landins alls ekki kallast "Palestínumenn" fyrir 1967.
En svona er nú öll þekking "stuðningsmanna Palestínu" í molum.
En hvað varðar orðalag tillögu Bjarkar, þá er hér notast við tungumál BDS samtakanna, sem félagið Ísland-Palestína styður heilshugar, og hvetur félagsmenn sína til... þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu gegn sniðgöngu á Ísrael.
BDS samtökin eru gyðingahaturssamtök, sem varð mjög augljóst í ágústmánuði þegar samtökin reyndu að þvinga bandarískann tónlistarmann, sem er gyðingur, til að skrifa undir skjal þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum við Palestínu. Hér er ómögulegt að bera það fyrir sig að um "gagnrýni á Ísraelsk stjórnvöld" sé um að ræða.
Upphafsmenn BDS hafa lýst því yfir að samtökin séu endalok Ísraelsríkis... hér er verið að tala um að þurrka heilt land út af kortinu... enda hefur Omar Barghouti, einn stofnandi og talsmaður samtakanna, margoft lýst yfir andstöðu sinni við "Tveggja ríkja lausnina"... er það í samræmi við stefnu Íslenskra stjórnvalda?... eins og reyndar Abbas og yfir 80% af paestínumönnum nú gera samkvæmt síðustu könnun.
Það er nú varla hægt að halda því fram að maður sé ekki gyðingahatari og á sama tíma vilja eyða ríki gyðinga af yfirborði jarðar? Einn yfirlýstur stuðningsmaður við málstað Palestínumanna hefur sagt að henni finnst "ganga allt of hægt að eyða ísraelsríki"...
Ísrael er trygging þess að aldrei aftur muni helmingur gyðinga heimsins verða skipulega myrtur í tilraun til að gereyða þeim eins og við þekkjum frá Seinni Heimsstyrjöldinni. Þannig að allt tal um að eyða ríki þeirra ræðst á þetta öryggi þeirra og er að sjálfsögðu ekkert annað en gyðingahatur.
Að félagið Ísland-Palestína, sem segir að markmið sitt sé að "stuðla að jákvæðum viðhorfum til ísraelsku og palestínsku þjóðanna" deilir sæng með haturssamtökum eins og BDS, tekur upp og umfaðmar tungumál þess, sögufalsanir (eins og heimasíða félagsins er full af) og aðrar lygar eins og að Ísrael sé að fremja "þjóðarmorð" á Palestínumönnum... sem fjölgar um rúmlega 50.000 á ári (þjóðarmorð fækka fólki)... osvfrv. þá er félagið löngu búið að yfirgefa markmið sín og orðnir þáttakendur í sama gyðingahatri og hrjáir fleiri milljónir manna útum allann heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Evrópu þar sem gyðinghatursbrotum hefur fjölgað um ca 400% á síðasta ári.
Allann fjárstuðning til félagsins Ísland-Palestína, ef einhver er frá hinu opinbera, ætti að stöðva nú þegar.
Að svo borgarstjórn Reykjavíkur taki við þessari tillögu og samþykki, þrátt fyrir greinilegt gyðingahatur, er merki um alvarlegann dómgreindarbrest. Það var ekkert annað í stöðunni fyrir borgina en að draga hana til baka, ef borgaryfirvöld vilja virkilega virða mannréttindi og réttlæti þá væru það alveg stórkostleg mistök ef Reykjavíkurborg léti sér detta í hug að leggja fram tillöguna í nýrri og breyttri mynd.
Ef borgarstjórn vill kynna sér málið frekar áður en þeir leggja vanhugsaða gyðingahaturstillögu fram að nýju er ég boðinn og búinn til útskýra fyrir þeim hvað er í húfi og hvað þau eru að í rauninni að gera.
Og þá sleppa þau líka við þann stimpil sem þau munu fá og þann skaða sem það mun valda landi og þjóð.
Virðingarfyllst, Viktor Harðarson.
Höfundur er áhugamaður um málefni Mið-Austurlanda og ábyrgur fyrir öllu stafrænu efni sem kemur frá félaginu Svíþjóð-Ísrael í Stokkhólmi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)