14.10.2015 | 22:37
Tillaga Reykjavíkurborgar um sniðgöngu. Fyrsta villa. Fyrsti hluti. Sagan.
Fyrsta villa tillögunnar kemur fram strax í fyrstu málsgrein... nú fyrir utan auðvitað titilinn og dagsetninguna... sem hefði alveg getað verið skrifað 1933 í Berlín....en það hefði verið grátbroslegt ef níumenningarnir hefðu ruglast í ríminu þar líka...
En... fyrsta villan lítur svona út : "...hernám Ísraelsríkis á landssvæði Palestínumanna..."
Til að útskýra villuna er nauðsynlegt að þekkja til sögunnar. Þrjár sögur þarf að þekkja: 1. Sögu Ísraels og gyðinga, 2. Sögu Palestínu og 3. Sögu palestínumanna.
Það er algerlega ómögulegt að gera þessu skil í stuttu bloggi... ómögulegt í löngu bloggi líka... svo að af einhverju viti sé, en við getum farið á handahlaupum í gegnum söguna og rekið niður fæti í nokkrum stórviðburðum sem hafa með þetta þrennt að gera. Til að hafa þetta ekki allt of langt og vegna þess að ég er ekki 100% nákvæmur í öllum ártölum (man t.d. ekki hvort Júdea var skírð "Palestína" 130 e.Kr. eða 135 e.Kr. Gæti meira að segja hafa verið 131 eða 133 e.Kr en við hljótum að geta verið sammála um að það skiptir engu máli, ég skal vera nákvæmari með þau ártöl sem skipta máli) Þá mun ég bara nefna lítillega atburðina, ekki gefa neinar heimildir (þið getið googlað sjálf...ég sé reyndar í kommentakerfinu hjá mér að margir eiga í vandræðum með google... ;) ) og treysta því að þeir sem vilja vita hvort það sem ég skrifi standist leiti upplýsinga sjálfir.
Í þessari færslu munum við einungis skoða fyrsta hlutann : Sögu Ísraels og gyðinganna. Saga landsins og fólksins er samofin, það hafa alltaf verið gyðingar í Ísrael/Palestínu og gyðingar í dreifingunni hafa alltaf borið Ísrael og Jerúsalem í hjarta sínu.
En byrjum...
Ca 2000 f.Kr. Abram flytur með fjölskyldu sína frá Úr í Kaldeu (Írak) til Kaananlads. Úr var mikil menningarborg og við fornleifauppgreftra þar hafa fundist árítaðar steintöflur sem er merki þess að þar var leskunnátta, vatnsþrór og fleira forvitnilegt. Kaananland var svo að segja óbyggt. Þar voru hirðingjahópar, líklega hver hópur ein fjölskylda fyrir sig. Abram setst þar að með Lot frænda sínum og uxu hagir þeirra beggja það mikið að þeir skiptu landinu á milli sín, annar fór suður en hinn norður. Það sem við vitum frá þessum tíma er að það var friður milli Abrams og annarra sem bjuggu þarna og að Abram, vegna efna sinna, var álitinn konungur á svæðinu.
ca 1800 f.Kr Jakob, sonarsonur Abrams, sem nú hét Abraham, fer til Egyptalands með fjölskyldu sína vegna hungursneyðar í Kaanan og dvelja þeir þar 430 ár.
Ca 1400 - 1350 f.Kr Móse leiðir þá sem nú voru orðnir Ísraelsmenn (Jakob fékk nafnið Ísrael og er þjóðin sem afkomendur hans nefndir eftir honum) úr Egyptalandi. Sagnfræðinga og mannfræðinga greinir á, en giskað er á að Ísraelsmenn hafi verið orðnir 1.5 - 3 milljónir á tíma Móse. Margir sem rannsaka gyðingahatur (antisemitism) vilja meina að Faraó sé sá fyrsti sem hægt er að bendla við það. Af ótta við að gyðingarnir yrðu of margir og voldugir og tækju af honum ríkið (hljómar kunnuglega?) hneppti hann þá í enn meiri þrældóm og lét drepa öll sveinbörn sem fæddust. Ég mun fjalla meira og ítarlegar um gyðingahatur seinna meir en læt nægja hérna að nefna að gyðingahatur er kynþáttahatur (rasismi), elsta þekkta kynþáttahatrið og það eina sem "sparkar uppávið". Kynþátthatur gerir alltaf minna úr þeim sem fyrir því verða, "heimsku negrar", "ofbeldisfullu múslimar" osvfrv. Gyðingahatur aftur á móti, eins og hjá Faraó, hatast vegna krafts, valds og yfirburða gyðinganna, bæði loginna og sannra. "Heimsyfirráðastefna gyðinga" t.d.
Undir leiðsögn Jósúa, lærisveins Móse, leggja ísraelsmenn landið undir sig með hernaði. Samkvæmt Biblíunni hafði Guð gefið þeim landið þegar á tíma Abrahams og þeir áttu að vera refsivöndur hans á þær þjóðir sem höfðu búsett sig í því, þegar Ísrael var í Egyptalandi, vegna hjáguðadýrkana þeirra, sérstaklega vegna þess að "þeir láta börn sín ganga gegnum eldinn" sem voru mannfórnir til höfuðs Mólok(?) eins af guðum kananítanna. Sumar "þjóðir" voru gereyddar, öðrum hlíft og enn aðrir urðu partur af Ísraelsmönnum.
Hér byrjar fólk yfirleitt alltaf að benda á þessi stríð sem ólögleg og dæmi um grimmd gyðinga. Þá vill ég bara minna á þetta var algengt á þessum tímum (og er enn í dag) og alls ekkert einsdæmi fyrir gyðingana. Það er einfalt að bara líta á landakort og sjá hversu mikið landamæri, lönd og þjóðir hafa breytst, birst og horfið síðustu 2000 ár... og ekki minnst á 20:u öldinni. Ég man t.d. eftir Júgóslavíu, Tékkóslóvakíu að ógleymdum Sovjetríkjunum ofl. Þessi þjóðerni eru horfin líka. Í dag eru til Rússar, Tékkar, Slóvakar, Króatar, Serbar osvfrv.
ca 1000 f.Kr Davíð konungur. Sameinar Ísraelsmenn, "byggir" Jerúsalem og breiðir út Ísraelsríki, sem er nú orðið töluvert stórt ríki á þessum slóðum á þeim tíma. Solómon sonur hans breiðir út ríkið enn fremur og byggir fyrsta musterið á Musterishæðinni í Jerúsalem.
Eftir fráfall Salómons liðast svo Ísraelsríki í sundur og skiptist að stærstu leyti í tvo parta : Norður- og Suðurríkin, eða Samaríu og Júdeu eða Júda.
900 - 607 f.Kr. Assýríska heimsveldið. Eyðir Norðurríkinu (Samaríu) 721 f.Kr og skattleggur Suðurríkið (Júda)
Ég skelli hérna inn örlitlum fróðleiksmola.... á hebresku eru tengslin milli "Júda/Júdeu" og "gyðinga" (jews) mjög greinileg, svo að segja sama orð. Alveg eins og "Ísland/íslendingar" "Bandaríkin/bandaríkjamenn"
605 - 536 Babýloníska heimsveldið. (Írak) Hertekur Jerúsalem, leggur musterið í rúst og herleiðir Júda. Merkilegt að hugsa til þess að sagnfræðingar líta á þetta hlutlausum augum en ekki hernám Ísraelsmanna undir Jósúa...???
536 - 330 f.Kr. Persneska heimsveldið (Íran) Leyfir gyðingunum að snúa aftur til Jerúsalem og endurreisa bæði borgina og musterið. Samkvæmt skipun Persakonungs áttu gyðingarnir landið en stóðu nú í stöðugum stríðum við ræningjahópa og aðra sem höfðu setst að í landinu. Helstu óvinir voru "Filistear" sjóræningjar frá grísku eyjunum... komum betur að þeim síðar....
330 - 146 f.Kr Gríska heimsveldið.
146 f.Kr - 476 e.Kr Rómverska heimsveldið.
Allann þennan tíma bjuggu gyðingar í landinu. Helst í Jerúsalem eða bæjunum í kring t.d. Betlehem og Hebron.
Frá tíma Assýríska heimsveldisins og til loka Rómarríkis var Ísrael hersetið og skattskylt, þrátt fyrir vissa sjálfsstjórn, og nafn landsins var yfirleitt Júdea og Samaría og litið á þessi svæði sem bara héruð í heimsveldunum. T.d. hét Júdea "Rómverska héraðið Júdea" á dögum Rómarríkis, eða þangað þangað til ca 130 e.Kr þegar nafni landsins var breytt í "Palestína"
70 e.Kr. Gyðingar gera uppreisn sem er bæld niður 73 e.Kr, og í kjölfarið er musterið, þriðja musterið sem Heródes hafði látið reisa (fyrri tvö voru musteri Salómons og musteri Nehemía eftir herleiðinguna til Babýlon), eyðilagt og Róm byrjar að reka gyðinga frá landinu og Jerúsalem. Vert er að taka það fram að margir gyðingar voru ekki reknir burt á þessum tíma heldur einfaldlega fluttust þeir frá landinu. Flestir af þeim sem voru reknir burtu voru þeir sem Róm leit á sem glæpamenn og voru þeir sendir í fangelsi til Evrópu eða seldir í þrælahald í Lýbíu.
Ca 130 e.Kr. Bar-Kokba uppreisnin. Litlum hópi gyðinga tókst um nokkurra ára skeið að gera rómverjum lífið leitt með blóðugum skærum undir leiðsögu Símons Bar-Kokba. Uppreisnin var bæld niður 135 e.Kr og Hadríanus keisari, sem nú hafði fengið nóg af þessum stanslausu uppreisnum gyðinga bannar þeim aðgang að Jerúsalem og breytir nafni landsins í "Sýrland-Palestína" og nafni Jerúsalem í "Aelia Capitolina". Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir, og engar afgerandi heimildir eru til um af hverju þessar nafnabreytingar, en flestir eru á því máli að þetta hefi verið gert meðvitað til að slíta öll tengsl gyðinga við landið og borgina.
Næstu ca 2000 ár eru frekar tíðindalítil hvað varðar nafnabreytingar eða veru gyðinga í landinu. Lítill hópur gyðinga hefur alltaf fundist...og búið við mismunandi hörð kjör, sérstaklega á tímum kalífadæmisins þar sem hagir þeirra fóru algerlega eftir því hvað kalífi var við völd hverju sinni. Flestir gyðingar hafa nú dreifst út um allann heim. Stór hópur var ennþá í Babýlon síðan á dögum herleiðingarinnar þangað og margir fleiri fóru þangað eftir 135 e.Kr. Stórir hópar gyðinga búsetja sig í Egyptalandi og það sem nú heitir Sádí-Arabía. T.d. var Medína gyðingaborg áður en Múhammeð tók þar yfir. Tyrkland, Grikkland, Rússland og áfram inn í Evrópu, og eftir fund N-Ameríku flykktust gyðingar þangað vegna ofsókna í Evrópu á dögum spænska rannsóknarréttarins.
Og svo ca 1850 e.Kr byrja svo gyðingar að flytja aftur í auknum mæli til Palestínu. Zíonistahreyfingin undir forystu Theodor Herzl rís upp, pogrómer í Rússlandi og ofsóknir í Evrópu aukast að nýju og nú fara hlutirnir að gerast hratt.
En það tökum við fyrir í næsta pistli.
Eitt af því sem er alveg greinilegt er að það er óbrotin nærvera gyðinga í Heilaga landinu sem nær ca 4000 ár aftur í tímann og eru þeir sem þjóð einir um það.
Athugasemdir
Kkkkk
Magnus (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 23:22
Aldeilis flott úttekt.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2015 kl. 23:58
Það er/var kominn timi til sð rekj snnleikann um samskipti þessara þjóðsbrota við hvorir aðra,hvernig það bar að Gyðinga dreif að frá öllum löndum settust að í landinu helga,stofnuðu ríki þar sem þeir höfðu alltaf verið...osfrv.
Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2015 kl. 07:01
Þakka þér fyrir þetta fróðleg innlegg í umræðu dagsins, Viktor.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.10.2015 kl. 11:02
Ef þetta á að vera réttlæting fyrir landráni Ísraela þá er þetta léletasta réttlætingin á því sem ég hef heyrt fyrir utan þetta "Guð gaf þeim þetta land".
Hvað varðar upphafið á þessum pistli þá er hann fengin úb Biblíunni sem er léleg sagnfærðiheimild svo vægt sé til orða tekið. Það er til dæmis sammdóma álit flestra sagnfræðinga sem þekkja vel til sögu Egyptalands að það sé mjög ólíklegt að Gyðingar hafi veið þar í stórum stíl sem þrælar sem hafi síðan flúið þaðan. Sá hluti Biblíunnar virðist því vera skáldsaga eins og reyndar mjög margt úr þeiri bók.
En komum síðan að réttlætinguni fyrir landráni Ísraela. Vissulega hafa Gyðingar verið til þarna í nokkur þúsund ár en það á líka við um Araba. Seinustu árhundruðin áður en Gyðingar fóru að streyma til landsins á gruvvelli hugmyndfræði Zíonista sem er ekkiert annað en rasismi þá voru þeir aðeins lítið brot íbúa þarna. Það er til dæmis talið að árið 1700 hafi þeir verið um 1% íbúa á þessu svæði og um 2% rétt áður en þeir fóru að streyma til landsins í lok 19 aldar.
Búseta fámennra hópa Gyðinga á þessu svæði réttlætir því ekki á nokkurn hátt lndakröfu Ísraels. Gleymum því ekki heldur að það að vera Ísraeli er ekki það sama og að vera Gyðingur. Því getur Ísrael ekki gert kröfu á nokkurn skapaðan hlut út frá þeirri forsendu að það sé réttmæt arfleið Gyðinga ef eitthvað slíkt er þá yfir höfuð til.
Það er því alveg á tæru að tilurð Ísraelsríkis var aldrei réttlætanleg og þaðan af síður er einhver vafi á því að hernám Ísraela á landi Palestínumanna er ólögleg og þarf að uppræta. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að almennungur og þjóðir heimsins setji þrýsting á Israela að skila ólöglega herumdu landi og stjöðvi ólöglegar landtökubyggðir sínar sem eru ekkert annað en landrán. Og ef Ísraelar skila ekki hernumdum svæðum sínum með góðu þá þarf að þvinga þá til þess eða ná því af þeim með öðrum hætti.
Sigurður M Grétarsson, 15.10.2015 kl. 23:13
Eiga þá ekki skv. þessari kenningu Indjánar í Ameríku rétt á að leggja undir sig Bandaríkin aftur. Það eru nú ekki nema hvað 500 ár síðan að aðarar þjóðir hófu að leggja þau undir sig. Nú eru hafa þeir ekki nema örlítil verndarsvæði sem þeir hafa einhverja stjórn á.Eins væri hægt að nota sömu rök til varðandi frumbyggja í Ástralíu. Minni höfund þessa pitlils á að það var ekkert ríki til fyrir 19448 sem hét Ísrael og hafði ekki veirð um aldir! En eftir að Gyðingar hófu að flytj þangað í stórum stíl á 19 og 20 öldinni voru það Sameinuðu Þjóðirnar sem stóðu að því að ákveða þeim ákveðið landsvæði til að stofna formlega Ísrael. En síðan hertóku þeir eftir stríðið 1966 megnið af svæðinu sem áætlað var fyrir Palestínumenn. Þau svæðu eru hertekin hvernig sem menn leika sér með söguna. Síðan væri gaman að menn sem eru að þessum leik með sögu og réttindi Ísraels segðu okkur hvað eigi að verða um þessar milljónir Palestínumanna sem búa á þessum spildum sem Ísrael eru ekki búnir að leggja undir sig enn eða gera óbyggileg t.d. vegna aðgangs að vatni. Og eins með þær milljónir sem enn búa í flóttamannabúðum í löndunum í kring? Á bara að útrýma þeim? Nú eða búa þeim fangabúðir eða gettó eins og Gyðingum var búið á tímum Naxista í Evrópu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.10.2015 kl. 21:23
An honest Israeli Jew tells the Real Truth about Israel
https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ
Israel Grants 'Oil Rights' to Rupert Murdoch and Jacob Rothschild!
https://www.youtube.com/watch?v=CKas1owhzpU
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 10:10
Þú veist það ekki og þó þú vissir það þá eru of göfugar hvatir á bak við þessi skrif til að það skipti þig miklu máli, en það dáist fullt af fólki af þér fyrir hugrekkið og sannleiksástina. Gyðingahatur er fyrirlitlegur rasismi sem bakar gyðingahöturum verðskuldað hatur allra manna nema rasista og trúaröfgamanna og Ísland mun ekki lifa af sem ferðamannaland ef ekki verður stemmt stigum við gyðingahatri hér. Fæstir aðdáendur þínir skrifa hér eitt aukatekið orð. Þessi er að gera það í fyrsta skipti.
Friðrik (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 14:12
Takk fyrir falleg orð í minn garð Friðrik. Met þau mikils.
Viktor, 17.10.2015 kl. 15:19
Gyðingahatur er mikið vandamal rétt eins og allur annar rasismi. En það hefur ekki einn einasti maður skrifað neitt hér að ofan sem flokkast getur undir gyðingahatur.
Gyðingahatur er ekki mikið vandamál hér áland enda ekki útbreitt. Hins vegar er hér mikið múslimahatr sem stefnir í að verða mikið vandamál og gæti jafnvel leitt til alvarlegs ofbeldis ef ekki verður brugðist við.
Sigurður M Grétarsson, 18.10.2015 kl. 13:51
Ég velti fyrir mér hvort að í þessu innleggi frá Viktori kristallist vandamálið sem er fyrir botni Miðjarðarhafs. Þ.e. að í skjóli trúarrita og trúarbragða þá geti einn hópur fólks tekið sér land eins og Ísrael hefur gert á síðustu áratugum. Og svo er ofbeldi á báða bóga réttlætt oftar en ekki með tilvísun í trúarbrögð.
Lausnin fyrir mannkyn hlýtur að vera að trúarbrögð fái minna vægi en heilbrigð skynsemi og ást meira vægi.
Gísli Gíslason, 19.10.2015 kl. 08:43
Sem bæði svar og útskýring fyrir Sigurð M. af hverju ég nota Biblíuna sem heimild, þá eru tvær ástæður þar að baki. Fyrri ástæðan léttvæg í samhenginu en seinni ástæðan gríðarlega mikilvæg og útskýrist betur seinna...
ástæða 1. Biblían er mjög góð sagnfræðiheimild, sérstaklega um sögu gyðinga enda er hún saga þeirra, varðveitt í 3500 ár og langsamlegast besta samtímaheimild sem við höfum...en eins og ég sagði er þetta léttvæg ástæða og óþarfi að gera fjaðrafok af...
ástæða 2. og sú mikilvæga... bæði gyðingar og múslimar, í þessu tilfelli Palestínumenn, notast við Biblíuna sem heimild fyrir sögu sinni og ástæðu fyrir hvorir hafa rétt til landsins. Með smá, en veigamiklum, andstæðum. T.d. segir Biblían og gyðingar að það hafi verið Ísak sem Abraham átti að fórna og að það hafi verið á Musterishæðinni en Kóraninn segir að það hafi verið Ísmael og að það hafi gerst í Mekka...en samkvæmt kóraninum (að ég held, alla vega samkvæmt palestínumönnum) var Abraham múslimi og Palestínumaður en ekki gyðingur.
En mikilvægi þessara tveggja rita mun ég nálgast aðeins meira seinna.
Viktor, 19.10.2015 kl. 13:03
Það sem ég var að segja er að vandamálið er að menn horfa til trúarinnar, trúarrita og trúarbragða í stað þess að nota heilbrigða skynsemi. Það er ein af rótum vandans þarna fyrir botni Miðjarðarhafs. Á meðan svo er munu menn réttlæta ofbeldi á báða bóga í nafni trúarinnar.
Gísli Gíslason, 19.10.2015 kl. 14:20
Vandamálið er að ethnískum hópi manna sem vill svo til á sér trúarbragða, eins og margir ættbálkar sem skilgreinast samt fyrst og fremst sem ættbálkar, sé lýst sem trúarbragði til að minnka tilkall þeirra til tilveruréttar. Það er ein algeng birtingarmynd kynþáttahaturs = haturs á einhverjum ethnískum hópi og aðför að tilveru hans. Stundum er í og með mikilli sveitamennsku og fáfræði um að kenna en það er engum lengur afsökun á tímum upplýsingar. Gyðingahatur er mjög sjaldan meðvitað, ekki frekar en hatur á svörtu fólki í Alabama árið 1800, heldur er efnislegt inntak þess kynnt sem "sannleikur" og villandi hugtakanotkun markvisst notuð til að grafa undan tilvist gyðinga og draga tilverurétt þeirra sem sérstaks menningarhóps í efa.
Friðrik (IP-tala skráð) 19.10.2015 kl. 16:36
Þegar frumbyggjar Amazon framskógarins berjast við stórfyrirtæki sem vill rústa heimkynnum þeirra og reyna að útskíra að tréin og vötnin séu hluti af sögu þeirra og sjálfsvitund, horfa menn á það með samúð og ásaka stórfyrirtækið um grimmd. Þegar tvær af fjölmennustu, voldugustu og stærstu menningarheildum heimsins: sú vestræna, Indo-European, kistnir Evrópumenn og afkomendur þeirra á nýlendunumog sú Islamska, skipuð yfir einum og hálfum billjarði manns sem á næstum allar heimsins olíulindir og gríðarlega völd í krafti fjöldans, ráðast á mest ofsótta ethníska minnihlutahóp allra tíma og helsta fórnarlamb þeirra í gegnum söguna, gyðinga sem hafa aðeins tölu smáþjóðar og var gefið heimkynni til að koma í veg fyrir að frændur okkar gætu útrýmt þeim í framtíðinni eins og þeim tókst næstum fyrir stuttu síðan, hrópa sömu gyðingahatararnir og þykjast finna til með Amazonbúanum: "Goðsögur, fáfræði, bábiljur!"
Friðrik (IP-tala skráð) 19.10.2015 kl. 16:45
Hér skrifar Friðrik sem skrifar svipað og Viktor. Þessi skrif staðfesta enn og aftur hvaða vandamál menn standa frammi fyrir þegar menn horfa á trúarbrögð og gleyma heilbrigðri skynsemi.
Gísli Gíslason, 20.10.2015 kl. 13:24
Ég horfi hvorki á trúarbrögð né hef áhuga á þeim. Kynþáttahatur er alvarlegra mál. Gyðingar eru ættflokkur (ethnic group) með trúarbragð, svipað og Frumbyggjar Ástralíu eða ættflokkar frumbyggja Ameríku sem hver og einn hefur sína sérstöku trú. Palestínumenn aftur á móti ekki ethnískur hópur. Þeir eru án sérstakrar menningarlegrar eða ethnískrar sérstöðu hvort sem þú skoðar tungumál þeirra, trúarbrögð, menningu almennt eða erfðir. Ekki þarf að uppfylla öll slík skilyrði um sérstöku til að teljast sérstakur ethnískur hópur, en Palestínumenn uppfylla ekkert þeirra og geta því ekki talist ethnískur hópur. Bæjarland hefur meiri menningarlega sérstöðu en Palestína, því Bæjarísk þýska er til dæmis ólíkari venjulegri þýsku en arabískan töluð í Palestínu er tungu þjóðanna þarna í kring. Samar í Norður Noregi geta talist ethnískur hópur og hafa þannig tilkall til sérstöðu innan Noregs. Palestínumenn hafa ekkert tilkall til slíkrar sérstöðu eða að vera skilgreindir sem ethnískur hópur frekar en fólk frá Osló. Palestínumenn eru ekki sérstök heild manna, heldur hluti af þeirri heild sem kallast arabar. Hópur án sérstakra trúarbragða eða tungumáls, hluti af stærri menningarheild sem er haldið verndarhendi undir af hinum voldugu Saudum. Palestínumenn rekja flestir ættir til landanna í kring og hafa búið styttra í landinu en t.a.m. hvítt fólk í Afríku. Minnihlutinn ssem þetta á ekki við er fólk sem var þvingað með hótunum um líflát til að gerast múslimar og blönduðust þeim sem fyrir voru. Í Ísrael búa eldri ethnískir hópar með meiri sérstöðu sem hvorki eru Palestínumenn né gyðingar, en hafa búið þarna í mörgþúsund ár. Elstir og merkastir þeirra eru Samverjar, þeir hinir sömu Samverjar og eru í Biblíunni. Samverjar hafa genetíska, sögulega og menningarlega sérstöðu og fræðimenn fjalla aldrei um þá sem Araba, afþví þeir eru sérstakur ethnískur hópur manna, annar "kynþáttur" ef við notum gamla hugtakið. Upplýsingar um frumbyggja Ísraels aðra en gyðinga eru hér: http://www.israelite-samaritans.com/religion/ http://blog.23andme.com/23andme-and-you/genetics-101/more-than-just-a-parable-the-genetic-history-of-the-samaritans/ Þetta eru raunverulegir frumbyggjarnir landsins úr Biblíunni, en það eru fáir Palestínumenn. Palestínumenn gætu, vegna þess þeim skortir alla ethníska sérstöðu, auðveldlega lifað góðu lífi í Jórdaníu eða Líbanon, væri þeim leyft það af þessum löndum og ekki látnir hýrast í flóttamannabúðum af pólítískum ástæðum.
Ísraelar eru minnihlutahópur án tengsla við slíka stærri heild, svipaðir Sígunum eða Yezídum eða samlandar sínir Samverjar. Það sem gerir gyðinga sérstaka og greinir þá frá Sígunum og Yezídum er að samfélag þjóðanna, Sameinuðu Þjóðirnar, ákvaðu að úthluta þeim þarna landi afþví mjög líklegt var talið að þeir yrðu annars þurrkaðir út með öllu. Hætta sem er enn til staðar. Þeir sem þykjast ekki sjá þetta eða vilja ræna gyðinga þessu, og líta viljandi framhjá þessu og fjalla um mál gyðinga með öðrum hætti en til að mynda málefni Indjána Norður Ameríku eða Frumbyggja Ástralíu, málefni Síguna eða málefni Yezída, eru það sem kallað er kynþáttahatarar, og eiga sér engar málsbætur.
Friðrik (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.