Ályktanir Sameinuðu Þjóðanna, Ísrael og úrganga USA úr Mannréttindaráðinu.

Nýverið yfirgáfu Bandaríkin Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna. Það sem batt endahnútinn á veru Nikki Haley, fulltrúa USA í ráðinu, var ályktun sem lögð var fram í kjölfarið á viðureignum Ísraels og Hamas hryðjuverkasamtakanna á Gaza þar sem yfir 100 Palestínumenn voru skotnir af Ísraelskum leyniskyttum.

Mikið hefur verið skrifað um bæði atburðina á Gaza og úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu og skýringa er þörf. Í þessum pistli, sem verður langur og allt í belg og biðu, mun ég einungis taka fyrir ályktunina sem varð til þess að Bandaríkin á endanum yfirgáfu Mannréttindaráðið.

Kíkjum á ályktunina, eða réttara sagt hvað er á bakvið hana...og er eitthvað sem íslenskir fjölmiðlar munu aldrei fjalla um.

Öll ályktunin getur lesist hér: https://undocs.org/A/ES-10/L.23

Í fyrsta lagi eru ályktanir SÞ einmitt bara það. Ályktanir. Þær eru ekki alþjóðalög eins og margir "stuðningsmenn Palestínu" virðast halda. Alþjóðalög koma, meðal annars, til þannig að einhver regla (eða annað "practice") verður sameiginlegt gildis- og hegðunarmat fleiri landa þangað til að nógu mörg lönd virða regluna sem eitthvað sem öllum ber skylda að rétta sig eftir.

(Verð að biðjast afsökunar á íslenskunni. Ég er svo vanur að fjalla um þetta á ensku eða sænsku að það er rosalega erfitt fyrir mig að útleggja þetta á íslensku. Vona að þið skiljið samt?)

Þetta á að sjálfsögðu við um ályktanir SÞ líka og er ein af ástæðunum fyrir því að löndin sem tilheyra Arab League og OIC, og/eða önnur lönd og ríki sem vonast efitr pólítískum ávinningi, leggja fram ályktanir um Ísrael/Palestínu í hvert einasta sinn sem UNHRC (Mannréttindaráð SÞ...sem er bara brandari og líklega erum við að sjá Bandaríkin yfirgefa...aftur...á næstu dögum eða vikum (þetta blogginnegg er upprunalega svar á Facebook og var skrifað nokkrum dögum áður en Bandaríkin yfirgáfu Mannréttindaráðið) en hefur nú fengið smá breytingu og viðbætur) kemur saman. Reyndar er það þannig að þegar ég hef fylgst með útsendingum Mannréttindaráðsins, Öryggisráðsins eða Alsherjarráðsins, eða annarra deilda innan SÞ, á vef SÞ, að það fer ca 50% tímans í að rakka niður á Ísrael. Sérstaklega Öryggisráðið og Mannréttindaráðið hafa lítið annað að gera... og UNESCO er alveg sér kapítuli þar sem það eina sem eftir er er að neita að Ísrael sé Ísrael, að neita því að gyðingar séu gyðingaar, að bæði Narnía og Draumalandið séu aðildarríki að SÞ og að Harry Potter verði Aðalritari. Svo raunveruleikafirrt er ástandið þar á bæ.

Þar sem Ísrael er eina landið í öllum heiminum sem á fastan punkt (UNHRC agenda item 7) í prógrammi deilda innan SÞ þá er nauðsynlegt að, þegar lagðar eru fram ályktanir varðandi Ísrael hjá SÞ að vita hverjir leggja þær fram, hvar og af hverju.


Og þegar það eru lagðar fram ályktanir sem varða Ísrael verður þetta mjög einfalt mál. Mjög mjög mjög einfalt.

Hér er grein frá 2016 (tölfræðin hefur lítið beeytst síðan þá) sem lýsir vel hvað er í gangi þegar það kemur að ályktunum um Ísrael hjá SÞ: https://www.unwatch.org/un-israel-key-statistics/

Í fyrsta lagi eru SÞ engin heilög belja sem gerir alltaf allt fullkomlega rétt. Íslendingar þurfa að venja sig af þessarri einfeldninglegu barnatrú sinni á fullkomleika Sameinuðu Þjóðanna.


Sjáið nú til. Aðildarríki Sameinuðu Þjóðanna eru 193 talsins. Af þeim eru (skv. Freedom House) einungis 86 þeirra sem eru "full democracy" eða "fully free". Þeas. 45% af ríkjum SÞ hafa sömu eða svipuð gildi og Ísland og restin af því sem við köllum hinn "Frjálsa Heim".

Restin af aðildarríkjunum, eða 55% (sem er hreinn meirihluti vegna þess að öll ríki, frjáls eða ekki, hafa eitt atkvæði í öllum atkvæðagreiðslum) eru allt frá því að vera "að hluta til frjáls" upp til "harðstýrð einræðisríki".  Flest þessarra ríkja hafa gjörólíka heimssýn en þá sem ríkir á vesturlöndum. Sem dæmi má nefna að í Miðausturlöndum þekkist varla trúleysi. Allir trúa á eitthvað eða einhvern og í Egyptalandi er frammi lagafrumvarp þar sem lagt er til að trúleysi verði gert glæpsamlegt og að sá sem aðhyllist trúleysi geti verið dæmdur til fangelsisvistar. Og norsk kona sem var nauðgað í Sádi Arabíu var fangelsuð fyrir að vera úti án fylgdar karlmanns þegar hún kærði nauðgunina til lögreglunnar. Að karlmaður hjálpi til með heimilisstörf í Pakistan er algerlega óhugsandi og svona mætti áfram telja. Fæst þeirra styðja vesturlendsk sjónarmið, lýðræði, frelsi mannréttindi...eða Ísrael... og valdamesti og stærsti aðilinn meðal þessarra ríkja er samband múslimalandanna, OIC. Organisation of Islamic Cooperations. OIC telur 57 aðildarríki sem, að undanskildum Senegal og Túnis (Túnis er reyndar enn sem komið er óskrifað blað) sem eru einu löndin samkvæmt Freedom House og Economist sem "Frjáls". Öll önnur lönd innan OIC eru annað hvort "Ekki frjáls" eða "Að hluta til Frjálst". Pakistan er t.d. "að hluta til frjálst" en þar eru minnihlutahópar hart ofsóttir og innbyrðis skærur og óöryggi í landinu gera að verkum að erlendir fjárfestar og stærri fyrirtæki hætta ekki á nærveru í landinu. En komum að OIC betur síðar...

Það má ekki gleyma því hvaða hugmyndafræði það er sem stýrir hinum ýmsu aðildarríkjum SÞ. Í Íslands tilfelli er það t.d. blanda af Kristindómi, veraldarhyggju, Darwinisma, blöndu af hinum ýmsu pólitísku stefnum og öðru sem hefur mótað hugarfar íslendinga og þar af leiðandi heimssýn okkar og pólitík.

Í Kína er það í stórum dráttum kommúnismi og blanda af gamalli heimsspeki Taóisma, Daóisma, Buddhisma ofl.

Innan aðildarríkja OIC er það Íslam. Nánast einungis. Það er mismunur á hinum ýmsu löndum innan OIC hvaða stefnu Íslams ákveðið land fylgir og hversu miklum áhrifum það land hefur orðið fyrir af annarri hugmyndafræði. Líbanon er t.d. mjög frjálst íslamskt land með miklum vestrænum áhrifum meðan að lönd eins og Íran er sharíastýrt íslamskt einræðisríki þar sem ekkert annað kemst að.

Þetta ætti fyrir eðlilega þenkjandi fólk að draga fram þá einföldu og augljósu staðreynd að Sameinuðu Þjóðirnar eru í raun og veru ekkert sérstaklega "Sameinaðar".

Og langt frá því að vera eitthvað samfélag ríkja sem aðhyllast lýðræði, frelsi, mannréttindi og annað sem við á Vesturlöndum teljum sjálfsagða hluti í tilverunni.

Þannig að þegar hin ýmsu lönd gefa atkvæði sitt í kosningum verður að hafa í huga að ekki öll lönd hugsa á sama hátt, eða hafa sömu skoðanir og viðmið, á þeim málefnum sem verið er að kjósa um...og mörg af þessum löndum eiga ekki í neinum vandræðum með að selja atkvæði sitt ef vel er boðið. Mútuþægni er vel þekkt vandamál innan SÞ en lítið er hægt að sanna eða gera við því.


Þetta verður mjög augljóst ef maður þekkir til landsins sem leggur fram ályktun og við sjáum hvernig viss lönd veita sitt atkvæði, þá verður það augljóst hvaða hugmyndafræði það er sem er á bakvið, og þegar það varðar Ísrael, þá er það ekkert sem spilar jafn stóra rullu og Íslam.


Samkvæmt íslam er landið Ísrael eitt "Waqf", eða landssvæði sem tilheyrir Íslam og má aldrei vera stýrt af neinum öðrum.

Þetta er aðal ástæðan fyrir því að Arababandalagið neitaði Palestínsku ríki 1947, að Múslimar hafa startað nokkrum stríðum til að "frelsa" "Palestínu" síðan þá...og tapað þeim öllum... að þeir hafa hafnað öllum (7) friðartilboðum Ísraels (nýverið hafnaði forseti Palestínu, Mahmoud Abbas friðartillögu Bandaríkjanna án þess einu sinni að líta á hana, og er það í 8 skiptið sem friðartillögu er hafnað í þessarri deilu) og allann tímann kallað eftir "jihad" gegn zíonistunum/Ísrael/gyðingum í gegnum tíðina og allt fram í skólabækur palestínskra barna í dag.

Aðalatriðið, og það sem þarf alltaf að vera í meðvitundinni, er að í huga Palestínumanna og margra múslima má aldrei finnast neitt sem heitir Ísrael, sem er gyðinglegt ríki, og það landsvæði sem tilheyrir Ísrael nú verður að koma aftur undir yfirráð íslams. Þetta predikaði "Faðir Palestínu" Amin al-Husseini, lærisveinn hans: hryðjuverkamaðurinn Yassir Arafat, núna arftaki hans og forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, og aðrir leiðtogar múslimskra landa eins og t.d. Khamenei í Íran gerir nú daglega, Erdogan í Tyrklandi...sem er nýbúinn að kalla eftir því að múslimar heimsins myndi einn stórann her og ráðist á ísrael, Assad Sýrlandsforseti ofl.

Næst stærstu samtök heimsins (SÞ eru stærst) eru ofannefnd OIC eða Organisation of Islamic Cooperation https://www.oic-oci.org/home/?lan=en og þessi samtök stjórna í dag öllu sem viðkemur Ísrael innan veggja SÞ. OIC voru stofnuð 1969 til að bregðast við þegar ástralskur túristi kastaði molotovkokteil inn í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Síðan þá breiðir OIC út lygina um að Ísrael vilji eyðileggja al-Aqsa og Dome on the Rock moskurnar á Musterishæðinni í Jerúsalem og má heyra hróp um að vernda al-Aqsa koma frá Abbas, Al-Sissi, visir.is og rúv. Ásamt öðrum. 

OIC eru fyrst og fremst múslimsk trúarsamtök og allt sem þau gera er gert í samráði við sharía dómstóla og með það að markmiði að fremja íslam í heiminum. OIC samþykkir ekki Mannréttindasáttmála SÞ (en á samt fjölda aðildarríkja í Manréttindaráðinu) og hafa sinn eigin, svo kallaðan "Kairó Sáttmála" Cairo Declaration sem segir skýrt og skorinort að mannréttindi tilheyri einungis múslimum og því meiri múslimi sem þú sért því meiri réttindi áttu að hafa. OIC berst gegn tjáningarfrelsi og ritfrelsi ásamt trúfrelsi (samkvæmt OIC finnst bara ein trú...gettu þrisvar hvaða?) Kairo Declaration hefur að sjálfsögðu mætt mikilli gagnrýni.

OIC ríki leggja alltaf atkvæði sitt í samræmi við stefnu OIC. Með einungis einstaka undantekningum. Þar af leiðandi eru önnur aðildarríki SÞ undir miklum þrýstingi að leggja sín atkvæði á sama hátt til að geta notið stuðnings OIC landanna síðar og ekki má gleyma vanheilögu hjónabandi íslams og sósíalismans, sósíalísk lönd kjósa venjulega á sama hátt og hin íslömsku og svo að sjálfsögðu olían. En OIC löndin eru mikilvæg til að sjá Vesturlöndunum fyrir nauðsynlegri olíu og er olían mikill áhrifavaldur þegar atkvæði eru greidd innan SÞ. Aðrir mikilvægir áhrifavaldar þegar kemur að OIC eru önnur viðskipti og stjórnmálasamband og að síðustu óttinn við hryðjuverk. Nánast öll hryðjuverk sem framin eru í heiminum í dag eru framin af öfgamúslimum og er almennt talið að velvilji í garð múslimskra landa minnki hættuna á hryðjuverkum í því landi sem sýnir íslam velvilja. Það er nauðsynlegt að taka fram í þessu samhengi að svo til engin lönd innan OIC styðja hryðjuverk og að OIC sem samtök fordæma hryðjuverk framin af íslamistum sem og öðrum.

En OIC er á bakvið þessa ályktun sem fjallar um að vernda saklausa Palestínumenn (ekki Hamas hryðjuverkamenn, sem við vitum að eru minnst 80% af þeim sem hafa látist) í átökum.

Ályktunin einkennist af íslömsku sjónarmiði og styðst við fjölmargar aðrar ályktanir, t.d. 242 sem er grundvöllurinn að friðarviðræðum Ísraels og Palestínu og er tekin fram eftir Sex Daga Stríðið 1967, 338 sem er samþykkt eftir Yom Kippur stríðið 1973, 605 þar sem Ísrael er fordæmt fyrir að verja sig gegn hryðjuverkum í fyrsta intifadan 1987 og að sjálfsögðu kveðjugjöf Obama til Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ályktun 2334 þar sem Ísrael er fordæmt fyrir landnemabyggðir á herteknu svæðunum. Ályktunin hafði verið lögð fram áður en þá notaði USA neitunarvald sitt en þáverandi fulltrúi USA, Samantha Power, beitti ekki neitunarvaldinu seinna í desember 2016 og er það víðtekið álit sérfræðinga að sú ályktun var einungis samþykkt vegna haturs Obama á Netanyahu. 

Að auki nefnir ályktunin hvergi þáttöku Hamas hryðjuverkasamtakanna í uppþotunum og skellir allri skuld á öllu sem ályktunin tekur fram, ástandið á Gaza, neyðaraðstoð, uppþotum og óeirðum í Austur-Jerúsalem osvfrv á Ísrael.

Reyndar tókst Nikki Haley að fá samþykkta viðbót við ályktunina nokkrum dögum síðar þegar hún var lögð fram hjá Alsherjarráðinu þar sem Hamas er fordæmt fyrir þáttöku sína og ábyrgð á ofbeldinu. Hana má lesa hér: https://www.un.org/unispal/wp-content/uploads/2018/06/A.ES_.10.L.24.pdf

Ályktunin sem fordæmir Ísrael hafði fyrst verið lögð fram hjá Öryggisráðinu en þar notuðu Bandaríkin neitunarvald sitt til að fella hana og var þá brugðið á það ráð að leggja hana fram til kosningar í Alsherjarráðinu (General Assembly).

Ríkin sem lögðu fram ályktunina, að undirlagi OIC eru Alsír og Tyrkland ásamt að sjálfsögðu Palestínu, sem þrátt fyrir að vera hvorki land né ríki hefur ákveðna stöðu innan SÞ (að sjálfsögðu...(sic)). 

Alsír, þar sem "mótmæli" eins og á Gaza eru bönnuð, konur eru hýddar opinberlega, hommar eru hengdir og hendur höggnar af þjófum, hefur miklar áhyggjur af ástandinu á Gaza. Miklu meiri en af ástandinu í Yarmouk flóttamannabúðunum í Sýrlandi þar sem fleiri hundruð Palestínumenn hafa verið drepnir síðustu vikurnar af Assad. Mannréttindasamtök eins og amnesty geta ekki skráð sig í Alsír, sem gerir þeim ókleift að starfa þar, og fólk sem berst fyrir tjáningarfrelsi, eða á einhvern hátt gagnrýinr Alsírsk stjórnvöld, deyr í fangelsum í Alsír.

Alsír gefur ekki vegabréfsáritanir til Ísraels og fólk með Ísraelískt vegabréf er ekki hleypt inn í landið.

Þetta er sem sagt eitt landanna sem hefur svo miklar áhyggjur af ástandinu á Gaza.

Annað land er Tyrkland. Sem á heimsmet í fangelsun blaðamanna og þar sem minnihlutahópar eru ofsóttir svo harkalega að það er jafnvel ráðist inn í Sýrland til að drepa Kúrdana þar og þar sem kirkjur eru nú teknar eignarhaldi af yfirvðldum og þeim breytt í moskur. Spilling er gríðarleg í Tyrklandi, og vegna stjórnarskrárbreytingar sem samþykkt var á síðasta ári hefur sitjandi forseti alræðisvald. Og viti menn... haldiði ekki að Erdogan hafi "óvænt" verið endurkjörinn forseti í  nýyfirstöðnum forsetakosningum í Tyrklandi...

Tyrkland hefur miklar áhyggjur af ástandinu á Gaza.

En það var ekkert vandamál að kaupa olíu af ISIS. Eða hylla Hamas fyrir hryðjuverk, eða, eins og áður er skrifað, hvetja til að múslimalöndin myndi sameiginlegann her til að þurrka Ísrael út af kortinu. 

Og svo er þriðja landið að sjálfsögðu "Palestína". Sitjandi forseti, Mahmoud Abbas sem er á sínu 13 stjórnarári af þeim 4 sem hann var kosinn til, er alkunnur gyðingahatari sem hefur lýst því yfir að hann muni aldrei líða að einn einasti gyðingur fái að búa í Palestínsku ríki, og hvers fölskylda er búin að búa þarna síðan á tímum risaeðlanna (hann sagði það í alvöru) og sem tekur af lífi hvern þann Palestínumann sem selur fasteign til gyðings á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna ásamt því að vera duglegur að hygla fjölskyldu og vinum með peningum frá þeim alþjóðlegu styrkjum sem eiga að renna til að byggja upp Palestínskt ríki (2016 var "Palestína" búin að fá fjárhagsaðstoð sem mótsvarar 16 sinnum Marshallhjálpinni sem var notuð til að endurreisa Evrópu eftir WW2, eða 16x110.000.000.000 usd. Af þeim peningum eru ríflega 2.000.000.000 "sporlaust horfnar") og borga hryðjuverkamönnum sem sitja í ísraelskum fangelsum "laun". Fyrir 2018 fara ca 7% af alþjóðlegum hjálparstyrkjum til þessa eða ca 400.000.000 usd. Með öðrum orðum þá fara peningar íslenskra skattgreiðenda sem eru notaðir í neyðaraðstoð til Palestínu til að borga morðingjum laun.

Ef lesandinn er óánægður með í hvað skattarnir hans eru notaðir mæli ég með að hann setji sig í samband við utanríkisráðherra og krefjist þess að Ísland, eins og Bandaríkin gera nú með "Taylor Force Act" (Taylor þessi var bandarískur ferðamaður sem var drepinn af palestínskum hryðjuverkamanni í Ísrael árið 2016) og stoppi allann fjárhagsstuðning til PA (Palestinian Authority)

Þessi þrjú lönd og samtök eru aðalleikararnir í þessarri ályktun.

Lönd sem nota hvert tækifæri sem gefst til að drepa eigin þegna og samtök sem vilja að allur heimurinn heyri undir sharia lög.

Eins og áður er sagt þá nefnir ályktunin hvergi hlutverk Hamas. Sem þó eru ábyrg fyrir "mótmælunum" og hafa lýst því yfir að mótmælin séu bara yfirskin til að geta brotist inn í Ísrael og framið hryðjuverk þar.

Stjórnarskrá Hamas lýsir skýrt og greinilega því yfir að tilgangur og meginmarkmið samtakanna sé gereyðing Ísraels. Þeim er skítsama um "Palestínu" eða palestínska araba. Þeir vilja bara framfylgja kóraninum og endurheimta sitt Waqf. Hvað sem það kostar.

Þessi ályktun er því bara enn ein bitlaus ályktunin sem snýst um að Íslam vill ráða yfir því landi sem Ísrael er byggt á.

Og til þess nota samtök og lönd öfgafullra múslima, Sameinuðu Þjóðirnar, til að geta framfylgt boðum leiðtoga sinna um Jihad. 

Það er það sem þetta snýst um.

Að samþykkja ályktanir sem eru lagðar fram af íslömskum öfgasinnum, gyðingahöturum og einræðisherrum sem ofsækja eigin þegna og fótumtroða mannréttindi og sem auk þess hafa að aðalmarkmiði með ályktuninni að þurrka Ísrael út af kortinu, er geðbilun á háu stigi.

Og það að Ísland skuli taka þátt í þessu er harmleikur.

Þetta var bara lítið eitt um ályktunina, hvað og hverjir eru á bak við hana og hvaða tilgangi hún gegnir og ég vona að þetta varpi ljósi á að Sameinuðu Þjóðirnar eru engin óbrigðul samtök og hvers ályktanir allt of sjaldan eru til góðs.

Ísland sem aðildarríki að SÞ þarf að ákveða hvaða siðferðislegu viðmiðum landið ætlar að fylgja í framtíðinni þegar það kemur að að veita atkvæði sitt í ályktunum sem eru lögð fram af ríkjum sem á engann hátt endurspegla viðhorf okkar til heimsins og/eða hvað sem er rétt og rangt eða gott og vont og jafnvel, eins og í þessu tilfelli, á engann hátt geta orðið til góðs fyrir þann heim sem við viljum skapa og búa í, varðveita og erfa börnin okkar að.

Ég á erfitt með að trúa að nokkur Íslendingur styðji fangelsun blaðamanna, hýðingar kvenna á almannafæri eða dauðarefsingu fyrir að selja fasteign. Af hverju í ósköpunum ættum við að vera að styðja þá við bakið á slíkum ríkjum innan veggja Sameinuðu Þjóðanna sem voru stofnuð með það að markmiði að bæta heiminn sem við lifum í?

Bandaríkin gerðu rétt með að yfirgefa ráð sem eyðir helmingnum af tíma sínum í að ofsækja eitt ríki og neytar að breyta hegðun sinni. Ísland ætti að fara að dæmi þeirra. Það væri það siðferðislega rétta að gera.

Því að hver vill lifa í heimi þar sem við keppumst um að skaða hvor aðra með glórulausum ályktunum vegna ofstækisfullra trúarsjónarmiða?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Viktor fyrir þessa greinargóðu grein, þú tekur vel á þessu máli.

Ef Ísrael hyrfi af kortinu, sem er ekki að fara að gerast, þá hefðu SÞ ekki lengur neinn tilgang og ekki heldur "Palestína", forkólfar þeirra myndu ekki vita hvað þeir ættu af sér að gera. Algert tilgangsleysi. Hatur á Ísrael og gyðingum yfirleitt er þeirra aðalsmerki. Hversu sorglegt það er og einkum sú staðreynd að stjórnvöld okkar skuli hlaupa eftir þessum fjandsamlegu öflum til að þóknast þeim.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.6.2018 kl. 11:12

2 identicon

Það er óþarfi að fara yfir lækinn til að leita að vatni

Í Reykjavíkurborg er starfandi Mannréttindaskrifstofa með minnst 11 starfsmönnum + fjölda verktaka sem aðallega fylgjist með að starfsmenn Reykjavíkurborgar víki ekki frá rétttrúnaðarstefnunni, en svo er líka til Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sem fjári margir þiggja launabitlinga frá

Borgari (IP-tala skráð) 28.6.2018 kl. 19:07

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Viktor og verðug. Sameiniðuþjóðarapparatið hefir sjaldan þjónað tilgang sínum. Þeir geta engum bjargað í stríði og eru í raun Null og nix. 

Valdimar Samúelsson, 29.6.2018 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband