Hvernig gyðingahatur verður til.

mbl.is gerir í dag, 6/4/2018, alveg sorglega (eða hlægilega) lélega tilraun til fréttaskýringar undir titlinum: Hvað mun gerast á Gaza í dag?

Rangfærslur, villur, skortur á staðreyndum og tilbúningur nýrra staðreynda einkenna greinina sem virðist vera lausleg þýðing á grein AFP fréttastofunnar (https://www.afp.com/en/news/23/clashes-erupt-protests-begin-along-gaza-border-doc-13q9qn1) með eigin athugasemdum blaðamanns Morgunblaðsins.  Greinin líkist einna helst þeim áróðri sem þekktist fyrr í löndum austan Járntjaldsins og óneitanlega rennur hugurinn til Baghdad Bobs hins fræga Írakska fréttamanns sem básúnaði út framgang Írakska hersins þegar sannleikurinn var sá að þeir voru að tapa stríðinu.

Við lestur greinarinnar verða nokkrar staðreyndir augljósar: 1. Blaðamaður mbl.is hefur enga þekkingu á viðfangsefninu, 2. Blaðamaður er meðlimur Hamas hryðjuverkasamtakanna eða beinlínis óvinveittur Ísrael, 3. Blaðamaður er óhæfur til að fjalla um málið, og 4. mbl.is birtir "Fréttaskýringu" sem á meira sameiginlegt með sögunum um Harry Potter en raunveruleikanum.

Þar sem rangfærslurnar í greininni eru of margar til að ég geti tekið þær allar fyrir í stuttu bloggi mun ég bara taka þær sem mér finns mestu máli skipta.

En áður en ég geri það verð ég að gefa grundvallandi bakgrunn og einföldun á því hvað það er sem er raunverulega í gangi og hvaða sjónarmið það er sem við verðum að halda okkur við.

Í stuttu máli er það sem er í gangi þetta: Hamas, sem stýrir á Gaza síðan 2007, eru alþjóðlega viðurkennd sem hryðjuverkasamtök og sem hafa útrýmingu Ísraelsríkis að meginmarkmiði sínu. Samkvæmt stjórnarskrá samtakanna er eina réttmæta leiðin stríð.

EKKERT sem gerist á Gaza gerist án vitundar og samþykkis Hamas. Að halda því fram, eins og greinin gerir að "mót­mæl­in séu skipu­lögð af mörg­um óháðum hóp­um og aðHam­as sé aðeins einn af þeim" er þvílík endemis heimska (eða lygi) að manni blöskrar skrif blaðamannsins. Hamas eru algerlega á bak við allt sem viðkemur þessum aðgerðum. Í gær lofaði Hamas til dæmis að fjölskyldur þeirra sem myndu látast í aðgerðunum fengju 3000:- usd og að þeir sem særðust myndu fá 500:- usd.

Ísrael fagnar um þessar mundir 70 ára sjálfstæði sínu og á sama tíma syrgja Palestínumenn að 70 ár eru líðin síðan sameinuðum herjum arabaríkjanna mistókst að gjöreyða hinu nýstofnaða ríki gyðinga í Palestínu.

Sem lið í stríði sínu gegn Ísrael hefur Hamas undanfarnar vikur (þetta mundi blaðamaður mbl.is vita ef hann fylgdist með) hvatt, uppörvað, þvingað og bókstaflega smalað Palestínumönnum af Gaza til að taka þátt í "mótmælum" við öryggisgirðingu Ísraels.  

Tilgangurinn er að í skjóli mannfjöldans geta smyglað hryðjuverkamönnum inn í Ísrael. 16 af þeim 19 sem voru skotnir í síðustu viku er búið að bera kennsl á sem meðlimi í Hamas eða Islamic Jihad (einnig hryðjuverkasamtök) og það má alveg benda á það að það eru palestínskir fjölmiðlar sem bera kennsl á þessa menn og lyfta fram þeim sem hetjum. Ísraelsher er einn best útbúni her heimsins tæknilega séð og í samvinnu við Shin Bet (ísraelíska FBI) hafa þeir fulla vitneskju um hvaða Palestínumenn eru hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Þegar þáttakandi í óeirðunum kemur of nálægt öryggisgirðingunni eru notaðar myndavélar sem leyniskytturnar eru með til að bera saman myndir af aðilanum við myndir af þekktum hryðjuverkamðnnum og ef þeir eru vissir um að þetta sé meðlimur í Hamas eða öðrum álíka samtökum er viðkomandi skotinn. það er ekki hægt að kalla þig "friðsaman mótmælanda" ef þú gerir atlögu að "landamærum" vopnaður steinslöngvu, Molotov kokteil eða hríðskotarifli.

En.... villur fréttarinnar....

1. "Tugþúsund­ir Palestínu­manna söfnuðust sam­an við landa­mærag­irðing­arn­ar sem Ísra­el­ar hafa komið upp viðGaza-svæðið. Mót­mæl­end­ur kröfðust þess að fá aft­ur landsvæði sem af þeim hafði verið tekið".

Hér er því haldið fram fullum hálsi að Ísrael hafi tekið landsvæði af Palestínumönnum.  Ekki er greint frá því hér um hvaða landsvæði er verið að ræða. Einungis látið í veðri vaka að Ísrael hafi brotið á réttindum Palestínumanna, séu "vondi kallinn" í spilinu og þar af leiðandi "in the wrong" (væri þakklátur fyrir betri íslensku á hugtakinu).

Seinna í fréttinni er svo ýjað að því um hvaða landsvæði sé verið að ræða og nú eru lygarnar spunnar frítt: "Í mót­mæl­un­um er þess kraf­ist að rétt­ur Palestínu­manna sé virt­ur og að þeir fái að snúa aft­ur til lands­ins sem þeir voru hrakt­ir frá í stríðinu árið 1948 er Ísra­els­ríki var stofnað. 

Þessi krafa Palestínu­manna nýt­ur stuðnings Sam­einuðu þjóðanna en álykt­un stofn­un­ar­inn­ar þar um hef­ur aldrei verið upp­fyllt".

Landsvæðið sem um er að ræða er sem sagt Ísrael.  Ekki bara það landsvæði sem palestínskir araabar áttu að fá heldur allt land gyðinganna líka og þetta stríðir þvert á "Tveggja Ríkja Lausnina" sem SÞ, Ísland og flest vestræn ríki styðja.

Hér taka sögufalsanirnar út yfir allan þjófabálk.

Staðreyndirnar eru þessar: Í nóvember 1947 samþykktu Sameinuðu Þjóðirnar að skipta upp því sem eftir var af "Palestínu" á milli palestínskra gyðinga og palestínskra araba vegna þess að aðilarnar gátu ekki gert upp um hvernig þetta ætti að vera. Gyðingar samþykktu tillöguna en arabarnir höfnuðu henni. Til þess að hindra stofnun Ísraelsríkis byrjuðu nú arabalöndin í kring að undibúa sig fyrir gereyðingarstríð gegn gyðingunum í landinu. Þessu svöruðu gyðingarnir með að lýsa yfir fullvalda ríki sínu, sem þeir gáfu nafnið "Ísrael" og til að hafa alþjóðlega viðurkennt landsvæði til að verja.

Í örstuttu máli... tilvist Ísraelsríkis er 100% lögmæt en aldrei hefur fundist neitt sem heitir "Palestína".

Flestir þeir Palestínumenn sem yfirgáfu heimili sín og urðu í framhaldinu flóttamenn gerðu það af fúsum og fjálsum vilja og í fullum stuðningi við útrýmingarstríð arabaríkjanna gegn Ísrael.

Stríðið mistókst...fyrir arabaríkin, en Ísrael aftur á móti hélt velli og að sjálfsögðu kemur það aldrei til mála að hleypa aftur inn fólki sem er á móti tilvist landsins. Það finnst ekkert: "Úps við töpuðum stríðinu sem átti að útrýma ykkur en nú viljum við fá húsin okkar til baka."

Að halda því fram eins og mbl.is gerir að SÞ styðji það að palestínskir arabar fái að snúa aftur til "landsins sem þeir voru hraktir frá" er hrein lygi og sögufölsun og ekkert sem Morgunblaðið ætti að leggja nafn sitt við...ef það vill láta taka sig alvarlega sem fréttamiðil?

2. Orsök mótmælanna.

mbl.is heldur því fram að orsök mótmælanna eigi rætur sínar að rekja til slæms ástands á Gaza.  Ef svo væri raunin ættu Gazabúar að sjálfsögðu að mótmæla eigin yfirvöldum (Hamas) en ekki öðru landi? Og ekki bara einu af löndunum sem þeir eiga landamæri að?

Það ber að hafa í huga að slík mótmæli á Gaza eru bönnuð og þau fáu mótmali sem samt hafa átt sér stað hefur verið mætt af mikilli hörku frá Hamas sem hika ekki við að myrða og pynta sitt eigið fólk á Gaza.

Mótmælin eru tilbúningur Hamas og þjóna einungis þeirra eigin markmiðum.  Allar aðrar hörmungar sem eiga sér stað á Gaza eru líka á þeirra ábyrgð þar sem það er Hamas sem fer með stjórntaumanna. Varla mótmælir nokkur reykvíkingur gatnamálum borgarinnar með því að gera árás á London? En þegar það kemur að Ísrael þá virðast slíkar rökvillur vera fullkomlega eðlilegar.

3. Mannréttindavaktin.

Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) er deild innan Sameinuðu Þjóðanna sem er undir stjórn lögræðingsins Kenneth Roth.  Kenneth Roth hefur margoft gert sig sekan um stuðning við Hamas, að neita að fordæma palestínsk hryðjuverk eða kúgun yfirvalda Palestínumanna, morð og pyntingar á Palestínumönnum osv.frv. 

Að reyna að halda því fram að þeir sé einhver hlutlaus aðili á ferð sem berst fyrir mannréttindum er "smokescreen".... í besta falli.

 

Nei. Þessi "fréttaskýring" mbl.is gerði mér óglatt. Engu er líkara en að höfundur sé meðlimur í Hamas hryðjuverkasamtökunum eða á launum hjá þeim. Þvílíkt samankvoð af lygum, rangfærslum og sögufölsunum hefur aðeins einn ávöxt: Vaxandi gyðingahatur og andúð á Ísrael.

Og Morgunblaðið ætti að sjá sóma sinn í því að ekki kynda undir rasisma á Íslandi.


mbl.is Hvað mun gerast á Gaza í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Árið 2005 voru um 8000 Ísraelar fluttir nauðugir af Gaza í tíð Ariels Sharon eftir mikinn þrýsting frá George W. Bush. Þetta var gert í þeim tilgangi að liðka til um friðarviðræður milli Ísraels og "Palestínumanna". Þessar aðgerðir breyttu engu um friðarvilja "Palestínumanna", þeir halda áfram að hygla þeim sem fórna lífi sínu í illum tilgangi. Dauðinn er þeirra vinur, en á sama tíma hlúa Ísraelskir heilbrigðisstarfsmenn að veikum og særðum "Palestínumönnum" jafnt og sínum eigin.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2018 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband