En hvar er Ísrael?

Samkvæmt frétt morgunblaðsins 18 ágúst 2017 hafa Á annað hundrað látist í ökutækjaárásum þegar hryðjuverkamenn hafa notast við bíla sem vopn. Síðan telur blaðið upp hvar, hvenær og hversu mörg fórnarlömb á býsna skilmerkilegann og vandaðann hátt og sýna á korti hvar hryðjuverkin hafa verið framin.  Allt gott og blessað.

En hvar er Ísrael?

Sannleikurinn á bakvið þessar árásir, sem nú IS hvetur sína menn til víðs vegar um Evrópu, er að þessi tegund hryðjuverka er runnin undan rifjum íslamístískra palestínumanna, og hvatt til af meðal annars Fateh og Hamas (ríkjandi stjórnvöldum á Palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum).  

Bílaárásum af þessu tagi hefur verið beitt um árabil af palestínumönnum, heilaþvegnum af gyðingahatri og lygum eigin stjórnvalda, í viðleitni þeirra til að "Frelsa Palestínu", eða réttara sagt: að útrýma gyðinglegri nærveru í því sem samkvæmt íslam nefnist: "Waqf".  Waqf þýðir í einföldu máli að landsvæði sem einu sinni hefur tilheyrt íslam má aldrei eftir það tilheyra nokkru öðru ríki og ÞAÐ er aðal ástæðan fyrir 100 ára sögu hryðjuverka palestínskra araba gegn gyðingum í, fyrst, Palestínu og síðar meir sama landsvæði sem í dag heitir: Ísrael.

Bara á tímabilinu 1 október 2015- 20 september 2016 (11 mánuðir) voru yfir 30 svona árásir framdar í Ísrael. Og það er bara því að þakka(sic) að vegna stöðugra hryðjuverka um árabil að ísraelsmenn (og konur) eru stanslaust á varðbergi, og öll öryggisgæsla margföld miðað við hvað mætti teljast eðlilegt í Evrópu, að einungis 2 Ísraelsmenn létust af völdum bílaárása. Að auki má bæta við að á sama tímabili voru framdar 84 hnífaárásir, 57 tilraunir til hnífaárása, 20 árásir með skotvopnum og 4 sprengjuárásir.

En samkvæmt íslam á ekki bara að "frelsa" Palestínu heldur þarf að "frelsa" öll lönd undan "ágangi" vantrúaðra (ekki-múslima). Og það er það sem við erum að sjá gerast núna síðustu ár í Evrópu.

Mér þykir mjög merkilegt að fjömiðlar og stjórnmálamenn, á Íslandi og annars staðar í Evrópu virðast eiga mjög erfitt með að sjá samhengið þarna á milli?

Er það af ásettu ráði eða bara hrein og bein vankunnátta?

En þangað til að fólk gerir sér grein fyrir að það sem er að gerast nú er heilagt stríð íslamskra öfgamanna sem stefna að heimsyfirráðum (hljómar jafn brjálæðislega og það er), munu stjórnvöld, fjölmiðlar, lögregla og aðrir sem eiga að sjá um að halda borgurum sínum upplýstum og öruggum, einungis halda áfram að fálma um í myrkri og ruglingi og ástandið haldast óbreytt.

Því það er hálf fáránlegt að sjá þennan lista moggans án þess á Ísrael sé með á honum.

Það eina rétta sem Evrópa á að gera núna er að snúa sér til Ísraels sem er búið að standa í þessu stríði í 100 ár og fá hjálp, ráðleggingar og menntun í hvernig þeir eigi að bera sig að. (Mörg lönd Evrópu eru reyndar að því, Frakkland og Tékkland til dæmis).

En til þess þarf sama fólk að byrja að gera sér grein fyrir og viðurkenna að Ísrael er ekki stóra vandamálið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Og það er kanski of stór biti að kyngja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það má alveg eins spyrja: Hvar er Rússland?  15% íbúa þess eða 20 milljónir eru múslimatrúar. 

Ómar Ragnarsson, 19.8.2017 kl. 01:04

2 identicon

Sæll Viktor. Gott að einhver varpi ljósgætu á atburðum sem eru að gerast fyrir framan nef okkar vesturlandabúa. Ekki eru féttamennirnir okkar að standa sig í stykkinu. Takk

Geir Jon Grettisson (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband