30.9.2015 | 23:38
Tillaga Reykjavíkurborgar um sniðgöngu - Formáli.
Fyrsta bloggfærsla mín um "Stóra Ísraelsmálið" átti að verða sú eina, en eftir nokkrar athugasemdir við þá færslu og eftir að hafa hugsað betur um hvað málið fjallar, hef ég ákveðið að kryfja þetta enn frekar.
Ætlun mín er að fara í gegnum tillöguna lið fyrir lið og sýna fram á af hverju hún er gyðingahatur...eða réttara sagt af hverju tillagan er greinilega innblásin af, og opinberar, gyðingahatur.
Ég mun gera þetta eftir því sem tími minn leyfir svo að þetta verður ekki reglulegt, ekki búast við nýrri færslu hvern föstudag, eða miðvikudag, en ég mun fara skipulega í gegnum þetta.
Það er ómögulegt að gera þetta af nokkru viti án þess að kafa í sögu Ísraels, gyðinga, Palestínu, hin ólíku tjáningarform gyðingahaturs osvfrv. svo að sum blogginnleggin gætu orðið löng, en ég mun að sjálfsögðu reyna að hafa þetta eins stutt og mögulegt er og vil ég gjarnan hvetja þá sem lesa til að t.d. googla orð, atburði, persónur og annað sem ég mun nefna til að geta sjálf myndað sér skoðun. Og einmitt af þeim sökum mun ég setja fram margar fullyrðingar án útskýringa eða heimilda.
Ég mun t.d. sýna fram á af hverju svör sem við sjáum oft, eins og "Það má enginn gagnrýna Ísraelsk stjórnvöld í dag án þess að vera ásakaður um gyðingahatur" er eitt af einkennum gyðingahaturs ásamt öðrum álíka. Hlutverk Íslams í deilunni, sögufalsanir, Pallywood, ályktanir Sameinuðu Þjóðanna og nokkrar lykilpersónur sem hafa stuðlað að þróun mála og hvað hlutverki þetta fólk gegndi.
Tilgangur minn með þessu er að sjálfsögðu að veita upplýsingar.
Í dag er komin upp sú staða, kanski ekki á Íslandi en í mörgum löndum í Evrópu, að t.d. kennarar í skólum geta ekki kennt um helförina án þess að verða fyrir áreiti og oft á tíðum geta þeir ekki einu sinni svarað þegar nemendur sem afneita Helförinni halda því fram að hún hafi aldrei átt sér stað. Gyðingahatur og "tungumál" gyðinghaturs hefur smeygt sér inn í daglegt líf fólks og deyft tilfinningu þess fyrir þessum hættulega vágesti. Hver hefur ekki heyrt sagt að einhver sé "meiri gyðingurinn" ef hann er nískur og annað álíka. Gamla fullyrðingin "Það byrjar alltaf með gyðingunum en endar aldrei með þeim" er alveg sönn og má segja að gyðingahatur sé undanfari menningarhnignunar. Ef þú samþykkir og leyfir gyðingahatri að grassera í þjóðfélaginu er það bara tímaspursmál þangað til aðrir hópar verða fyrir hinu sama og á endanum höfum við upplausn þar sem hver höndin er á móti annarri.
Þannig að það er mikilvægt að gyðingahatur fá ekki fótfestu í þjóðfélaginu. Að samþykkja gyðingahatur er að "skjóta sig í fótinn", eða að "saga af greinina sem maður situr á".
En... nóg um það í bili...vonandi verður þetta pár mitt til þess að tillagan sem á að leggja fram í breyttri mynd verði aldrei lögð fram því það yrðu gríðarleg mistök með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Í næstu færslu mun ég svo byrja á tillögunni, fyrstu vitleysunni sem kemur þar fram strax í fyrstu málsgreininni. Nefnilega að Reykjvíkurborg "sniðgangi í innkaupum sínum vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraelsríkis á landssvæði Palestínumanna varir." nánar tiltekið munum við kíkja á hernámið og landssvæði Palestínumanna....
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.10.2015 kl. 01:01 | Facebook
Athugasemdir
Ég fullyrði að gyðingahatur sé ekki til á Íslandi. En hatur virðist inngróið í ákveðnum öfgahópi sem hefur hátt hér á blog.is. Þið dælið út hatursáróðri eins og þið fáið borgað fyrir það (sem er kannski raunin). Vonandi finnið þið frið í sálinni, það getur ekki verið gott að hata svona mikið.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 00:25
Þetta er mjög merkileg athugasemd. Í fyrsta lagi vegna þess að þú trúir því að Ísland sé svo sérstakt, og þjóðin svo einstök (hvort um sig atriði sem ég er alveg sammála, Ísland er stórbrotið land og þjóðin yfir höfuð yndislegt fólk) að við séum eina ríkið í heiminum sem er laust við gyðingahatur... því miður, ég vildi óska að ég gæti verið sammála þér, er raunin allt önnur. Gyðingahatur finnst í ríkum mæli á Íslandi og dæmin um slíkt eru mýmörg. Setningar eins og: "Ísraelar eru nazistar nútímans", "seinni heimsstyrjöldin var góð byrjun á að hreinsa heiminn af þessu pakki" og "ég vissi það ekki að ég ætti það til að geta hatað fólk (gyðinga, mitt innskot) en ég tel að því miður þá kemst ég ekki hjá því í þetta skiptið....". Þessar þrjár setningar eru allar teknar úr kommentakerfinu á visir.is og eru augljóst merki um gyðingahatur. Og það er til miklu meira...
Ég legg til að þú endurskoðir afstöðu þína til tilvistar gyðingahaturs á Íslandi.
Viktor, 1.10.2015 kl. 01:16
Þetta eru örfáar hræður sem láta svona og engin ástæða til að taka alvarlega. En sumir vilja að þetta sé eins og þú heldur fram, því miður.Sjálfur þekki ég engan sem ber kala til gyðinga og hef heldur ekki orðið þess í riti var nema það sem þú tínir til.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 07:49
Ég hef rekist á gyðingahatur meðal kunningja minna, fólks sem ég hélt að vera hið gæfasta en síðan komst maður að því að því fannst helförin góð og það vantaði bara aðra til að útrýma gyðingum alveg. Svo þetta er til á Íslandi og væri gaman að ef einhver gerði ýtarlega skoðanakönnun á þessu.
Mofi, 1.10.2015 kl. 09:32
Þú hefur bæði rétt og rangt fyrir þér Sigurður Helgi. Í samtali við fil.Dr i "kenningasögu" (idéhistoria) Henrik Bachner í gærkvöldi... Henrik hefur um áratuga skeið rannsakað gyðingahatur og skrifað bækur um efnið (http://www.henrikbachner.se/)...þá er hægt að tala um tvenns konar gyðingahatur. 1. Raunverulegt, meðvitað hatur á gyðingum og öllu sem hægt er að tengja við gyðingdóm, og 2. að vera undir áhrifum, ómeðvitað, gyðingahaturs.
Fyrri hópurinn er til allrar hamingju lítill en fer mjög hratt vaxandi og ástandið, sérstaklega í Evrópu er helst hægt að líkja við árin fyrir WW2.
Seinni hópurinn er gríðarlega stór. T.d. var sendiherra Ísraels í Svíþjóð spurður að því í útvarpinu hvort gyðingarnir sjálfir gætu verið ábyrgir fyrir því að gyðingahatrið bitni á þeim. Svona spurningu er einungis hægt að leggja fram ef þú ert, íminnsta lagi, undir áhrifum gyðingahaturs. Svar hans var hvenær fórnarlamb nauðgunar bæri ábyrgðina á nauðguninni.
Í stuttu máli... gyðingahatur eykst gríðarlega í Evrópu síðustu ár, rúmlega 400% í heildina, með mikilli aukningu ofbeldis á gyðingum og eigum þeirra, t.d. breyttist kröfuganga í París til styrktar Palestínu sumarið 2014 í uppþot þar sem gyðingum var misþyrmt og eigur þeirra, bílar, verslanir osvfrv. voru skemmdar í stórum stíl.
Að þú persónulega verðir ekki var við gyðingahatur er annað hvort gott eða slæmt, því það getur haft þrjár ástæður, ég er ekki að dæma um hverjar. 1. Að fólkið í kringum þig hafi ekkert gyðingahatur, 2. að þú sért haldinn alvarlegu gyðingahatri og 3. að þú sért ókunnugur um hvað gyðingahatur er.
hér færðu smá hjálp.... http://www.european-forum-on-antisemitism.org/working-definition-of-antisemitism/english/
Ég ætla að taka það skýrt fram að ég er ekki að ásaka þig um neitt...ennþá...en gyðingahatur er orðið alvarlegt vandamál og er svo líka farið á Íslandi.
Viktor, 1.10.2015 kl. 09:44
Sæll Viktor
Þetta hljómar mjög áhugavert og ég hlakka til að lesa framhaldið. Það er mikil þörf á því hér á Íslandi að fræða fólk um ástandið því að fólk hefur sterkar skoðanir á málefnum sem það hefur litla sem enga þekkingu á. Menn og fjölmiðlar hafa verið mataðir á mjög einhliða og hlutdrægum upplýsingum, að mestu fengið frá Ísland-Palestína og ég þekki það af eigin raun hversu ofstækifullt margir eru í þeim hópi. Að ekki sé talað um rasistasamtökin BDS sem eru alveg skelfileg og mikil sorg að þetta fólk sem að þeim standa skuli kynna inn í okkar samfélag slíkan rasisma.
Ég hef margoft sjálf orðið vitni að gyðingahatri og hef líka kennt ungu fólki - gyðingum sem hafa forðast að láta vita að þau eru af gyðingaættum. Svo það er virkilega satt sem þú segir - það er gyðingahatur og andúð grasserandi hér. Svo takk fyrir að taka þessi mál upp og ég hlakka til að lesa framhaldið.
Rúna (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 11:48
Þakka þér Viktor fyrir að vekja athygli á þessu mjög svo alvarlega efni. Ég tek undir með þér að ég verð var við að hið ólíklegasta fólk er haldið Gyðingahatri, meðvitað eða ómeðvitað.
Hlakka til að lesa meira frá þér um þetta efni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 1.10.2015 kl. 14:36
Hlakka til að lesa fleiri greinar eftir þig Viktor. Tek undir orð Rúnu og Tómasar.
Benedikt Halldórsson, 3.10.2015 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.