Rökvillur, gyðingahatur og sögufalsanir Palestínumanna.

Ég er búinn að fylgjast með "Stóra Ísraelmálinu" eins og það hefur verið kallað síðustu vikurnar, tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, cirkusinn í borgarstjórn og eftirmálana sem hafa verið birtir í fjölmiðlum nú dagana eftir á.  Sem einn sem hefur fylgst með þessu síðustu 20 árin, eytt hundruðum klukkutíma í lestur á ályktunum Sameinuðu Þjóðanna, sögu Ísraels/Palestínu, alþjóðlegar rannsakanir, fréttir í fjölmiðlum, skýrslur osvfrv. tel ég mig vita lítið eitt um málið og hef þess vegna ákveðið að tjá mig.

Í fyrsta lagi blöskrar mér þekkingarleysið sem er allsráðandi.  Sérstaklega hjá fólki sem segist styðja Palestínumenn, sitja jafnvel í stjórnum félaga eins og félagsins Ísland-Palestína, borgarfulltrúum og ekki síst blaðamönnum sem virðast bara gleypa allt hrátt án þess að hafa rænu á að spyrja heilbrigðra gagn-spurninga eins og t.d. þegar að Ísrael er kennt um ástandið á Gaza hvort það geti mögulega verið eitthvað til í að hryðjuverkasamtökin Hamas beri einhverja ábyrgð á ástandinu.

En byrjum á byrjuninni.

Þann 15 september síðastliðinn lagði Björk Vilhelmsdóttir, sem vill svo til að er gift Sveini Rúnari Haukssyni formanni félagsins Ísland-Palestína, fram tillögu sína, sem hún hefur reyndar sagt að hafi ekki verið hennar tillaga... og líka sagt að hafi verið hennar tillaga... og Dagur B. Eggertson, borgarstjóri Reykjavíkur og ræðumaður á útifundum hjá félaginu Ísland/Palestína, hefur sagt að var tillaga Bjarkar og að samþykktin hafi verið hálfgerð gjöf til Bjarkar vegna þess að hún var að hætta til að geta farið að vinna sem sjálfboðaliði fyrir palestínumenn en jafnframt að það hafi verið hálfgert klúður að þetta leit út eins og einhvers konar kveðjugjöf.... ég sagði ykkur að þetta væri cirkus...

Tillagan mætti harkalegum viðbrögðum frá Ísraelsvinum og Ísrael og gyðingum út um heim allann, sem borgarstjóri hefur viðurkennt að ekki hafa búist við og að tillagan hafi ekki verið nógu vel undirbúin og vitlaust sett fram þrátt fyrir árs langa meðhöndlun hjá borgarstjóra með lögfræðingum og öðrum... og voru borgarfulltrúar janfnvel sakaðir um gyðingahatur... sem Björk sagði að væri alveg fráleitt að draga inn í umræðuna.

En af hverju þessi harkalegu viðbrögð?

Vandamál tillögunnar, og það sem vekur þessi viðbrögð er tungumálið sem er talað í henni. Orð og setningar eins og: "hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna", "sniðganga" (enska orðið "boycott"), "landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967", "kynþáttaraðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael", mannréttindi eru ekki virt og alþjóðasamþykktir", "Suður-Afríku" (tilvísan í aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku áður fyrr) og að sjálfsögðu er vitnað í ályktun sameinuðu Þjóðanna nr. 242 og að endingu talað um að svona þvinganir hafi gefið góða raun síðastliðin ár.

Það er mjög einfalt að hrekja allar þessar rökleysur.  T.d. er engin aðskilnaðarstefna Ísraelskra stjórnvalda til og alls ekki hægt að líkja því við Suður-Afríku, landamæri frá því fyrir sex daga stríðið eru heldur ekki, og hafa aldrei verið, til, og hernám á landsvæði Palestínumanna er bara bull útí bláinn.

Meira bull, og til að gefa dæmi um rökvillur þessara "stuðningsmanna Palestínu" er t.d. það sem Valdimar A. Arnþórsson, stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína, skrifar á visir.is í gær, 25 september.  Valdimar segir meðal annars: "...skiptingu Bresku Palestínu á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna...".  Hvernig var hægt að skipta "Bresku Palestínu" sem hét reyndar bara "Palestína" á þessum tíma, en bretar voru með umsjón yfir, á milli "Palestínumanna" og "Ísraelsmanna" þegar að Ísrael var ekki ennþá orðið til og íbúar Palestínu sem voru gyðingar, arabar, kristnir, drúsar ofl. voru allir kallaðir "Palestínumenn"?  Til að aðskilja íbúana var t.d. talað um "Palestínu-gyðinga" og "Palestínu-araba", nafn sem gyðingarnir voru sáttir við en arabarnir hötuðust við á þessum tíma. Reyndar vildu arabar landins alls ekki kallast "Palestínumenn" fyrir 1967.

En svona er nú öll þekking "stuðningsmanna Palestínu" í molum.

En hvað varðar orðalag tillögu Bjarkar, þá er hér notast við tungumál BDS samtakanna, sem félagið Ísland-Palestína styður heilshugar, og hvetur félagsmenn sína til... þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu gegn sniðgöngu á Ísrael.

BDS samtökin eru gyðingahaturssamtök, sem varð mjög augljóst í ágústmánuði þegar samtökin reyndu að þvinga bandarískann tónlistarmann, sem er gyðingur, til að skrifa undir skjal þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum við Palestínu.  Hér er ómögulegt að bera það fyrir sig að um "gagnrýni á Ísraelsk stjórnvöld" sé um að ræða.

Upphafsmenn BDS hafa lýst því yfir að samtökin séu endalok Ísraelsríkis... hér er verið að tala um að þurrka heilt land út af kortinu... enda hefur Omar Barghouti, einn stofnandi og talsmaður samtakanna, margoft lýst yfir andstöðu sinni við "Tveggja ríkja lausnina"... er það í samræmi við stefnu Íslenskra stjórnvalda?... eins og reyndar Abbas og yfir 80% af paestínumönnum nú gera samkvæmt síðustu könnun.

Það er nú varla hægt að halda því fram að maður sé ekki gyðingahatari og á sama tíma vilja eyða ríki gyðinga af yfirborði jarðar?  Einn yfirlýstur stuðningsmaður við málstað Palestínumanna hefur sagt að henni finnst "ganga allt of hægt að eyða ísraelsríki"...

Ísrael er trygging þess að aldrei aftur muni helmingur gyðinga heimsins verða skipulega myrtur í tilraun til að gereyða þeim eins og við þekkjum frá Seinni Heimsstyrjöldinni.  Þannig að allt tal um að eyða ríki þeirra ræðst á þetta öryggi þeirra og er að sjálfsögðu ekkert annað en gyðingahatur.

Að félagið Ísland-Palestína, sem segir að markmið sitt sé að "stuðla að jákvæðum viðhorfum til ísraelsku og palestínsku þjóðanna" deilir sæng með haturssamtökum eins og BDS, tekur upp og umfaðmar tungumál þess, sögufalsanir (eins og heimasíða félagsins er full af) og aðrar lygar eins og að Ísrael sé að fremja "þjóðarmorð" á Palestínumönnum... sem fjölgar um rúmlega 50.000 á ári (þjóðarmorð fækka fólki)... osvfrv. þá er félagið löngu búið að yfirgefa markmið sín og orðnir þáttakendur í sama gyðingahatri og hrjáir fleiri milljónir manna útum allann heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Evrópu þar sem gyðinghatursbrotum hefur fjölgað um ca 400% á síðasta ári.

Allann fjárstuðning til félagsins Ísland-Palestína, ef einhver er frá hinu opinbera, ætti að stöðva nú þegar.

Að svo borgarstjórn Reykjavíkur taki við þessari tillögu og samþykki, þrátt fyrir greinilegt gyðingahatur, er merki um alvarlegann dómgreindarbrest.  Það var ekkert annað í stöðunni fyrir borgina en að draga hana til baka, ef borgaryfirvöld vilja virkilega virða mannréttindi og réttlæti þá væru það alveg stórkostleg mistök ef Reykjavíkurborg léti sér detta í hug að leggja fram tillöguna í nýrri og breyttri mynd.

Ef borgarstjórn vill kynna sér málið frekar áður en þeir leggja  vanhugsaða gyðingahaturstillögu fram að nýju er ég boðinn og búinn til útskýra fyrir þeim hvað er í húfi og hvað þau eru að í rauninni að gera.

Og þá sleppa þau líka við þann stimpil sem þau munu fá og þann skaða sem það mun valda landi og þjóð.

Virðingarfyllst, Viktor Harðarson.
Höfundur er áhugamaður um málefni Mið-Austurlanda og ábyrgur fyrir öllu stafrænu efni sem kemur frá félaginu Svíþjóð-Ísrael í Stokkhólmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Mér finnst alveg ótrúlegt að um leið og einhver hefur skoðun og blöskrar framferði Ísraels manna, og kemur því til skila, þá er sá hinn sami flokkaður sem Gyðingahatari.  

Mér finnst þessi grein þín döpur og finnst skrif þín alveg ótrúleg. Neðangreint er yfirlit yfir landdtöku Ísraelsmanna.  Manni dettur í hug lag Bubba Morthens.  "Það fossar blóð á frelsarans slóð, en faðir það er vel meint"

Gísli Gíslason, 28.9.2015 kl. 14:47

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Svo viltu ritskoða athugasemdir þ.e. hleypa bara sumum í gegn.

Svo kemurðu ekki fram undir fullu nafni.

Svona stilla bloggarar sínar síður, sem þola ekki alveg dagsljósið.

Gísli Gíslason, 28.9.2015 kl. 14:50

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir þetta, ég tek undir hvert orð.

Ég hef verið að lesa mér til gagns undanfarinn ár og er í smá áfalli. Það var vond tilfinning að uppgötva að álitsgjafar, fréttastofur, og jafnvel skáld sem ég bar virðingu fyrir eru með allt niðrum sig í deilunni þarna suður frá.

Fólk sem studdi Sovétríkin, Fidel Kastro og gamlir kommar, uppgötvuðu sér til skelfingar eðli kommúnismans og fundu fyrir nagandi tilgangsleysi eftir að hafa eytt æskuárunum í vitleysu. Ég tel ekki ólíklegt að í örvæntingu sinni hafi niðurbrotnu kommarnir litið á múslima með kommagleraugunum sínum og fundið bjargvætt síns hégóma, séð undirokað hóp, minnihlutahóp og öreiga sem áttu í höggi við heimsvaldakapítalista. En gallinn var bara sá að bróðurparturinn af óbreyttum alþýðumúslimum eru kúgaðir af sínum leiðtogum.

Ég tel að fólkið á Íslandi sem leiðir hópinn sem fer hamförum gegn Ísrael, sé að forðast að heimsmynd þess hrynji - aftur. Sama fólkið sem segist styðja réttindabaráttu homma styður Hamas sem drepur homma, hvar sem til þeirra næst. Hvernig fer það saman? Það fer ekki saman, nema ef fólkið ímyndi sér að Ísrael sé glæparíki eða villimannaríki. Og það ímyndar sér að Ísrael sé glæparíki!

Benedikt Halldórsson, 28.9.2015 kl. 16:06

4 identicon

Verði þér að góðu Benedikt, gleður mig að þér líki færslan.   :-)

Takk fyrir ábendinguna með nafnið Gísli. Ég reyndar skrifa undir greinina með fullu nafni og ég veit ekki betur en að það sé mynd af mér á síðunni svo gagnrýni þín hefur varla verið hugsuð til enda. Og já. Ég áskil mér þann rétt að ritskoða hvað kemur fram á blogginu mínu. Vertu bara málefnalegur og láttu persónulegt skítkast eiga sig.

Viktor Harðarson (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 16:45

5 identicon

Ég mun taka þetta meingallaða kort fyrir seinna á blogginu Gísli. En það stenst enga nánari skoðun

Viktor Harðarson (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 16:49

6 identicon

Alveg er mér hjartanlega sama um þetta upphlaup í borgarstjórn en það er öllu verra þegar stuðningsmenn zónista koma svo fram með pistil eins og þennan sem enginn getur tekið undir nema zíonistar.

Þú fullyrðir semsagt að allar ályktanir Sameinuðu Þjóðanna séu "byggðar á misskilningi" eða bara þvættingur.Það er ekki þér til framdráttar að skrifa svona pistil það get ég bara sagt.

Mig langar að vitna í eina bók sem skrifuð hefur verið um þetta svæði og þá sérstaklega þessi ummæli eins frægasta ísraelsmanns sögunnar.

Úr Islam saga pólitískra trúarbragða.

Árangri og stefnu Ísraelsmanna var vel lýst af fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, stríðshetjunni Moshe Dayan, 

þegar hann ávarpaði háskólastúdenta árið 1969. Örstutt tilvitnun í orð hans fylgir hér:

"Við komum til þessa lands sem þegar var byggt aröbum..... 

 Gyðingaþorp voru reist á rústum arabískra þorpa. 

 Nöfn þessara arabísku þorpa þekkið þið ekki einu sinni og ég lái ykkur það ekki, því það finnast ekki lengur landafræðibækur um þau. 

 Ekki nóg með að bækurnar séu ekki lengur til,  arabaþorpin eru heldur ekki til. 

 Nahalal var reist þar sem Mahalul var, Gerat  þar sem Jibba var, Sarid þar sem Haneifs var...... 

 Það er ekki til einn einasti staður byggður í þessu landi að ekki hafi arabar byggt hann áður."

_______________________________________________________________________________________________________

 Hér eru svo fyrstu nútíma hryðjuverkasamtök heimsins.

 Irgun hryðjuverkasamtök Menachem Begins og Stern samtök Ytzhaks Shamir. 

Að lokum þetta. Þú finnur ekki harðari andstæðing islam en mig. 

Karl Löve (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 22:44

7 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Vel gert Viktor og gott innlegg Benedikt. Væri gaman að fá meira af þessu. 

Óskar Sigurðsson, 28.9.2015 kl. 22:50

8 Smámynd: Viktor

Óskar, ég á eftir að fara býsna ítarlega í áliktanir Sameinuðu Þjóðanna seinna meir...það sem "stuðningsmenn palestínu" halda að séu alþjóðalög...

Að öðru leyti ertu að leggja mér orð í munn þegar þú lætur líta út eins og þú sért að vitna beint í mig. "Byggðar á misskilningi" er eitthvað sem êg hef ekki sagt, en ég er þakklátur fyrir að þú ert á óbeinan hátt málefnalegur og þjónar sem dæmi um staðlaða vanþekkingu á því sem ég er að skrifa um.

Viktor, 28.9.2015 kl. 23:21

9 Smámynd: Viktor

http://www.camera.org/index.asp?x_article=371&x_context=7

Svo er alltaf ágætis regla Óskar, að ekki taka hlutina úr samhengi...en slíkt er einmitt "þjóðaríþrótt svona samtaka eins og félagsins Ísland-Palestína.

Viktor, 28.9.2015 kl. 23:41

10 Smámynd: Mofi

Ég er forvitinn að heyra þitt álit Viktor á þessu hérna...óneitanlega óróðurs myndbandi en spurningin er auðvitað hvort það sé verið að segja satt frá: https://www.youtube.com/watch?v=XGYxLWUKwWo

Mofi, 29.9.2015 kl. 09:49

11 Smámynd: Viktor

Sæll Mofi. Danny Ayalon heldur sig við staðreyndir. Að sjálfsögðu einfaldaðar en sannar. 

Viktor, 29.9.2015 kl. 10:57

12 Smámynd: Mofi

Takk Viktor, ég hef ekki enn séð neinn geta sýnt fram á að þarna sé verið að fara með rangt mál svo gott að fá þitt álit á þessu líka.

Mofi, 29.9.2015 kl. 11:20

13 identicon

Þú skrifar " landamæri frá því fyrir sex daga stríðið eru heldur ekki, og hafa aldrei verið, til, og hernám á landsvæði Palestínumanna er bara bull útí bláinn." Jón Ormur Halldórsson hefur skrifað talsvert um málefni Palestínu. td. bókina "Breyttur heimur". Hann segir meðal annars "Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu." sjá: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2295.

Telur þú að Jón Ormur hafi rangt fyrir sér? 

Jónas Kr (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 14:08

14 Smámynd: Viktor

Jà Jónas Kr. Jón Ormur hefur  fyrir sér. Nú er orðið langt síðan ég las greinina à vísindavefnum, en það er merkilegt að jafn slök grein fái að vera þar?

Viktor, 29.9.2015 kl. 17:24

15 Smámynd: Viktor

Vill leiðrétta svar mitt hér ofan...svar mitt  Óskars átti að sjálfsögðu að vera til Karls Löve. Biðst velvirðingar 

Viktor, 29.9.2015 kl. 17:28

16 Smámynd: Viktor

Hef verið að reyna að svara þessum athugasemdum á símann sem er greinilega ekki alveg nógu gott...  "Jón Ormur hefur rangt fyrir sér", átti að standa í svari mínu að ofan

Viktor, 30.9.2015 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband