Færsluflokkur: Bloggar

Er Trump bara allt í öllu?

"Einnig er talið, að því er fram kem­ur í frétt AP, að mót­mæl­in séu vegna þeirr­ar ákvörðunar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta að ganga út úr kjarn­orku­vopna­sam­komu­lagi ír­anskra stjórn­valda."

Einhvern veginn tókst AP fréttaveitunni, og Mogganum í framhaldi af því, að kenna Trump Bandaríkjaforseta um mótmælin í Íran sem eru nú búin að standa yfir í nokkra mánuði.

Staðreyndirnar eru þær að íranir eru búnir að fá meir en nóg af gerspilltri og öfgafullri hryðjuverkastjórn klerkaveldisins í Íran sem hefur meiri áhuga á að styðja stríð og hryðjuverk í nafni shiaislams út um heim allann en á að byggja upp Íran.

Fólkið í Íran borðar úr ruslatunnum meðan Houthis i Yemen fá miljónir dollara til stríðsreksturs og Assad í Sýrlandi, Hezbollah í Líbanon og Hamas á Gazaströndinni fá bæði vopna- og fjármálaaðstoð frá Íran.

Ekkert af öllum þeim milljörðum sem hafa streymt inn í Íran eftir kjarnorkusamning Obama hafa skilað sér út í þjóðlífið og hinn venjulegi Írani er búinn að fá nóg á Khamenei og hans liði.

Mótmælin hafa beinst gegn yfirvöldum á margann hátt. Fyrst og fremst gegnum mótmæli, eins og í Teheran í dag, fæst mótmælin hafa verið skipulögð og liggur þar stærsti veikleiki mótmælanna. Mótmælendur eru mjög sundraðir og lítin sem engin stefna hefur einkennt þau önnur en sú að fá Khamenei frá völdum. Hvað á að koma í hans stað er ekki víst.

En eitt er víst og það er að Íranir vilja fá lýðræði. Konur hafa kastað af sér slæðunum, og verið fangelsaðar fyrir, fólk hefur stðaið upp í hárinu á siðferðislögreglunni og birt myndbönd af sér dansandi um göturnar. Dans á almannafæri, sér í lagi "vesturlendskur" dans er bannaður með lögum, og verkföll hafa verið tíð. Einna mesta athygli vakti verkfall flutningabílstjóra fyrir nokkrum vikum en þá stoppaði Íran bókstaflega.

Það eina sem hefur ekkert að gera með þessi mótmæli er Trump. Annað en það að hann sagði strax í byrjun að Bandaríkin styddu íranska fólkið í baráttu sinni fyrir frelsi.

Því það er hvað þetta er um.

Frelsi.

Og að blanda Trump ínn í mótmælin í Íran og gera þar með lítið úr hugrekki íranska fólksins sem hefur verið að gefa líf sitt fyrir baráttuna fyrir frelsi er lágkúra.

Og ekkert sem Morgunblaðið ætti að taka þátt í.

Hvað sem AP segir.

Mogginn gæti t.d. notfært sér það sjálfsagða frelsi, sem Íranir eru að berjast fyrir, að fá að hugsa sjálfir og birta sannleikann á prenti en ekki bara APa upp það sem aðrir skrifa og segja.

Mogginn ætti heldur að fara eftir frumkvæði Trumps og birta daglega fréttir frá mótmælunum.

Íranska fólkið yrði þakklátt fyrir það.


mbl.is Fjöldamótmæli í Tehran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nazistafánar í Morgunblaðinu. Eða réttara sagt skorturinn á þeim.

Þetta er merkileg frétt. Hér er mogginn með rosa scoop um ástralska hermenn í Afganistan sem flögguðu Nazistafána árið 2007.

Það hefur aftur á móti ekkert verið fjallað um alla nazistafánana á Gaza síðustu vikur í mogganum. Palestinian-Flag-Swastika-via-IDF-e1523190986693-620x436Svastikan er gjarnan máluð á flugdreka sem Palestínskir arabar senda með Mólotovkokteila inn í Ísrael þar sem þeir eru búnir að valda miklum spjöllum á uppskeru, gróðri og jafnvel dýralífi. Það síðasta er að senda þessa flugdreka með sprengjur inn í Ísrael í von um að Ísraelísk börn laðist að þeim. Oft vel skreyttir með litríkum blöðrum. 
Hamas-Kite-Swastika-Molotov-Cocktail-Gaza-4-20-2108
Og eins og sjá má eru Palestínumenn geysilega stoltir af þessum uppfinningum sínum. En það er eins með þetta og aðrar fréttir frá Palestínskum hryðjuverkamönnum og athöfnum þeirra að um þá er ekki fjallað í Morgunblaðinu.

Af hverju? 4B5C715A00000578-5638821-image-a-82_1524235807477
Í maímánuði birti mbl.is frétt sem fullyrti að ungabarn hefði dáið af völdum táragas frá Ísrael. Nú eru foreldrarnir búnir að játa að Hamas borgaði þeim fyrir að ljúga að fjölmiðlum.

Verður það leiðrétt?

Ég ætla ekki að halda í mér andanum í biðinni eftir því.

En þó að það eigi að sjálfsögðu fyllilega rétt á sér að fjallað sé um ástralska hermenn akandi um með Hakakrossinn fyrir 11 árum síðan, þá skýtur skökku við að ekki sé fjallað um Palestínumenn að flagga nazistafánum í gríð og erg bara síðustu vikurnar?

Af hverju á það minni rétt á birtingu og umfjöllun?

Af hverju er 11 ára gamalt mál fréttaefni en ekki það sem er að gerast í dag?

mbl.is þarf að fara að spyrja sig býsna margra spurninga um af hverju nálgun þess á fréttaefni er svona hlutdræg.

(Allar myndirnar í þessari bloggfærslu eru teknar á síðustu vikum, þ.e.a.s. á sama tíma og "The Great Return March" hefur staðið yfir)


mbl.is Flögguðu nasistafána í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband