Viktor
Höfundur hefur enga sérmenntun en er áhugasamur um hvaða utanaðkomandi þættir hafa áhrif á hegðun manna. Af hverju er ég eins og ég er? Get ég breyst? Hvað er það sem mótar mig? Hver er staða mín í heiminum í dag? Er ég leiksoppur örlaganna eða get ég haft áhrif á framtíð mína? Haðan kem ég? Hver er ég? Hvert fer ég? Spuringum eins og þessum og fleirum hef ég gaman að.
Hef einnig áhuga á samskiptum og alls konar spurningum og þankagöngium varðandi það, heimsspeki (gríska orðið þýðir eiginlega "ástúð á þekkingu"), pólítík og stöðu hennar og áhrif í samfélaginu, trúarbrögðum, helst þessum stærstu, Kristni, Gyðingdómi, Íslam og Hindúisma, veit eitthvað pínulítið um Búddisma.
Annars er ég bara enn einn sem hef gaman af að velta hinu og þessu fyrir mér sem snertir mannlífið.
Ég vill taka það fram að það sem ég birti hérna eru einungis mínar skoðanir, hvort sem þær eru réttar eða rangar, þannig að ég vill biðja fólk um að vera ekki að nota bloggið mitt til að rífast við mig. Málefnalegar rökræður eru aftur á móti vel þegnar. Blótsyrði, virðingarleysi og annar dónaskapur og óþroski á ekki heima hérna og verður kastað út. Allir hafa rétt á að hafa sínar skoðanir og þær eru velkomnar hérna. Kynþáttahatur, skítaskot og hæðni (gera sig stóran á annarra kostnað) verður ekki leyft.