Nazistafánar í Morgunblaðinu. Eða réttara sagt skorturinn á þeim.

Þetta er merkileg frétt. Hér er mogginn með rosa scoop um ástralska hermenn í Afganistan sem flögguðu Nazistafána árið 2007.

Það hefur aftur á móti ekkert verið fjallað um alla nazistafánana á Gaza síðustu vikur í mogganum. Palestinian-Flag-Swastika-via-IDF-e1523190986693-620x436Svastikan er gjarnan máluð á flugdreka sem Palestínskir arabar senda með Mólotovkokteila inn í Ísrael þar sem þeir eru búnir að valda miklum spjöllum á uppskeru, gróðri og jafnvel dýralífi. Það síðasta er að senda þessa flugdreka með sprengjur inn í Ísrael í von um að Ísraelísk börn laðist að þeim. Oft vel skreyttir með litríkum blöðrum. 
Hamas-Kite-Swastika-Molotov-Cocktail-Gaza-4-20-2108
Og eins og sjá má eru Palestínumenn geysilega stoltir af þessum uppfinningum sínum. En það er eins með þetta og aðrar fréttir frá Palestínskum hryðjuverkamönnum og athöfnum þeirra að um þá er ekki fjallað í Morgunblaðinu.

Af hverju? 4B5C715A00000578-5638821-image-a-82_1524235807477
Í maímánuði birti mbl.is frétt sem fullyrti að ungabarn hefði dáið af völdum táragas frá Ísrael. Nú eru foreldrarnir búnir að játa að Hamas borgaði þeim fyrir að ljúga að fjölmiðlum.

Verður það leiðrétt?

Ég ætla ekki að halda í mér andanum í biðinni eftir því.

En þó að það eigi að sjálfsögðu fyllilega rétt á sér að fjallað sé um ástralska hermenn akandi um með Hakakrossinn fyrir 11 árum síðan, þá skýtur skökku við að ekki sé fjallað um Palestínumenn að flagga nazistafánum í gríð og erg bara síðustu vikurnar?

Af hverju á það minni rétt á birtingu og umfjöllun?

Af hverju er 11 ára gamalt mál fréttaefni en ekki það sem er að gerast í dag?

mbl.is þarf að fara að spyrja sig býsna margra spurninga um af hverju nálgun þess á fréttaefni er svona hlutdræg.

(Allar myndirnar í þessari bloggfærslu eru teknar á síðustu vikum, þ.e.a.s. á sama tíma og "The Great Return March" hefur staðið yfir)


mbl.is Flögguðu nasistafána í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband