Karma i raunveruleikanum

Athyglisvert að lesa greinina um Karma eftir Kára Auðar Svansson.  Hann bendir á að Karma samkvæmt hinduismanum sé ekki eins og sr. Þórhallur haldi fram.  Báðir, Kári og sr. Þórhallur hafa rétt fyrir sér.  Kenningin um karma, sem Kári kryfur svo vel, er rétt, kenningarlega.  Í raunveruleikanum fer hún fram eins og sr. Þórhallur lýsir.  Ég held að það sé best að halda sig við raunveruleikann.  Raunveruleikinn sem ég er að tala um gerist  í Indlandi þar sem hindúisminn er stærstur og flestir, þ.e.a.s. 80,4% eða 828 milljónir af íbúunum, byggja lífsviðhorf sín á. 

Ég vill byrja á að benda á að Indverjar og Íslendingar eru mjög ólikt fólk.  ( Reyndar verð ég að viðurkenna að það er næstum spúkí hvað akkúrat Íslendingar og Indverjar eru líkir, ef maður ber saman Íslendinga við aðrar þjóðir sem eru nær okkur landfræðilega, mín persónulega skoðun er sú að þetta sé vegna þess að nýöldin og hindúisminn er það sama)  Við erum uppalin með  "vestrænt hugarfar" sem samanstendur af ýmsum kenningum, t.d. kenningum Krists (gullna reglan), Darvinisma(maðurinn er dýr), húmanisma(allir menn eru innst inni góðir), Marxisma(stéttlaust samfélag) og öðrum kenningum meira eða minna þekktra manna sem hafa stuðlað að því að móta hugarfar fólks á vesturlöndum.  Hugarfar okkar og lífsviðhorf hefur síðan beinar afleiðingar á hegðun okkar og hegðun okkar kemur best fram í samskiptum okkar við aðra.  Til að gera langt mál stutt, þá komum við fram við aðra sem afleiðing af þeim kenningum sem móta huga okkar. 

Þetta á að sjálfsögðu líka við um Indverja.  Þeir aftur á móti (að SJÁLFSÖGÐU ekki allir) eru ekki mótaðir af sömu kenningum.  Þeirra hugsanaháttur er næstum eingöngu mótað af hindúismanum.  Það er hægt að segja að Indverjar séu trúað fólk því þeir hegða sér í samræmi við kenningar hindúismans, þeir hugsa þannig, þeir tala þannig og þeir lifa þannig.  Og ég endurtek:"ég er að SJÁLFSÖGÐU EKKI að tala um þá alla."

En hindúisminn mótar samfélag þeirra.  Þess vegna fer mamman að gráta af ótta þegar 8 ára sonur hennar hefur verið frelsaður úr ólöglegri verksmiðju sem lætur börn niður í 4 ára aldur vefa teppi handa ríkum ferðamönnum.  Hún hafði jú eftir allt saman selt hann upp í skuld.  Nú er hún komin í skuld aftur.  Þess vegna tekur hópur fólks sig saman og misþyrmir og drepur heilu fjölskyldurnar vegna þess að þær kaupa sér landskika.  Fjölskyldan tilheyrir "hinum stéttlausu".  þess vegna fyrirlíta margir Indverjar hjálparstofnanir sem byggja skóla, gefa mat eða sinna öðrum nauðstöddum.  Ég segi "margir" sem fyrirlíta, það er mikill minnihluti sem hefur slík viðhorf en þjóðin er 1.1 milljarður manna og kvenna (ellefuhundraðþúsundmilljónir), aðeins fleiri en á Íslandi.

Það er ekki óalgengt að heyra Indverja segja þegar ferðamenn í Delhi fá sjokk yfir því hvað margir búa á götunum án nokkurra möguleika á viðreisn.  "Þetta er hans/hennar karma.  Hann er óhreinn vegna fyrra lífs.  Ég held mig frá honum vegna þess að ef ég hjálpa honum bitnar reiði guðanna á mér."  Eftir allt þá eru þeir í þessu ástandi vegna einhvers sem þeir gerðu í fyrra lífi og það er ekkert hægt að gera en að vona að þeirra næsta líf verði betra.  ÞAÐ er karma í verki samkvæmt Indverjum sjálfum, og maður er ekki Guð svo það er best að vera ekki að trufla karmað.

Eins og ég sagði í byrjun, Kári hefur rétt fyrir sér hvað varðar kenningarnar en raunveruleikinn sem sr. Þórhallur lýsir bitnar á tugum ef ekki hundruðum milljóna manna á degi hverjum.

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband