Viðbót við færslu fyrr í dag...

Fyrri færsla mín frá í morgun var skrifuð í snarhasti í hádegisverðinum í vinnunni svo ég vil biðjast afsökunar á öllum mál- og stafsetningarvillum...

Fyrr í dag skrifaði ég um hvatningar Abbas forseta palestínu til síns fólk að fremja hryðjuverk í Ísrael.  Hann fetar í fótspor fyrirrennara síns, Yassir Arafat, sem var alræmdur fyrir að segja "friður" á ensku við vestræna fjölmiðla og "stríð" á arabísku við arabíska.  Abbas, sá hinn sami og sagði að það væri betra fyrir palestínska araba að deyja í flóttamannabúðunum í Yarmouk í Sýrlandi en að afsala sér rétti sínum á að flytja til baka til Ísraels og fá eigur forfeðra sinna til baka.  Sá hinn sami Abbas og hefur sagt að það sé ekkert öruggt að ef stofnað verði ríki Palestínu að palestínskir arabar fái þar sjálfkrafa ríkisborgararétt. Sami Abbas og vill að palestínskir arabar fái að flytja aftur til Ísrael en mun aldrei líða að einn einasti gyðingur búi á palesínsku landi (enda eru bæði Gaza og Svæði A og B í Júdeu og Samaríu "judenrein")

Þessi Abbas hefur hvatt palestínumenn til ofbeldis og "heilags jihad" um áraraðir, hvatt þá til að keyra yfir fótgangandi í Jerúsalem, skírt barnaskóla og götur eftir hryðjuverkamönnum og framleitt skólabækur og barnafni sem er uppfullt af íslömsku ofbeldi og hvatningum til að drepa gyðinga.  

Þessi Abbas stóð síðasta miðvikudag frammi fyrir Sameinuðu Þjóðunum og talaði um "palestínska friðarmenningu" (Palestinian culture of peace).

Síðustu vikur höfum við fengið að sjá hvað hann meinar.

Palestínskir arabar bæði í Júdeu og Samaríu (vesturbakkanum) og austur Jerúsalem hafa í auknum mæli ráðist á saklausa gyðinga á ferð sinni.  Grýtt bíla, sparkað niður skólakrakka og Þangað til í dag ber hæst fyrirlitlegt morð á ungum hjónum sem skildi fjögur ung börn eftir munaðarlaus.

En það er með þungu hjarta sem ég les fréttir kvöldsins... bara nú seinni part dagsins hafur sporvagn verið grýttur af palestínumönnum, tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður var handtekinn fyrir að kasta hnífum að fólki og að síðustu var tvítugur palestínumaður sem réðist á og drap tvo ísraelsmenn ásamt því að slasa illa unga móður og ungabarn hennar og fimmta mann lítillega. Eftir það tók hann upp byssu og byrjaði að skjóta villt en það virðist kraftaverki líkast að hann náði ekki að skaða fleiri áður en Ísraelsk lögregla var tilneydd að skjóta hann.  Annar mannanna sem hann drap var faðir barnsins og mamman var stunginn margoft og er haldið á lífi á spítala.

Hamas er þegar búið að kalla ódæðismanninn "hetju".

Abbas hlýtur að meina "palestinian culture of pieces" en enskan eitthvað að stríða honum...

Ég er ekki að sjá að þetta sé komið í íslenska fjölmiðla ennþá, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að kenna Ísrael um þetta allt saman og hvernig "stuðningsmenn palestínu" geta réttlætt þessi hryðjuverk og kallað þetta fyrir "löglega sjálfsvörn".

og ég gleymdi... það var líka palestínumaður handtekinn í kvöld fyrir að keyra bíl sínum upp á gangstétt í því skyni að meiða eða drepa ísraelska borgara en náði víst bara að skaða einhvern lítillega....

Abbas þegir þunnu hljóði núna...

Þegar ísraelskir þegnar fremja hryðjuverk á palestínumönnum þá eru ísraelsk stjórnvöld og almenningur fljótur að bregðast við með fordæmingum og að koma rétti yfir þá er slíkt fremja.
Fordæmingarnar koma líka frá öllum heimshornum, Sameinuðu Þjóðirnar gefa út fordæmandi ályktanir og fjólmiðlar eru ekki lengi að láta til sín taka.

Þegar palestínumenn fremja hryðjuverk á Ísraelsmönnum heyrist ekkert frá alþjóðasamfélaginu, ekkert frá Sameinuðu Þjóðunum, fjölmiðlar segja frá nýjasta kjólnum hennar Kim Kardassian og Abbas skírir nýjar götur, barnaleikvelli eða skóla.

Palestínskir arabar fagna ógurlega, dreifa sælgæti og syngja gleðisöngva bæði á Gaza og í Júdeu og Samaríu.

Svo og í kvöld....

Það er allur munurinn....

ps. og ég var að fá fréttir að einnig fyrr í kvöld hefði palestínumaður grýtt sjúkrabíl sem var á hraðferð með lífshættulega slasaðann sjúkling.  Hver var sjúklingurinn?  Jú, palestínumaður sem hafði verið stunginn af öðrum palestínumanni sem hélt hann væri gyðingur...það er ekki einu sinni hægt að ljúga svona sögum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært hjá þér, Viktor, að afhjúpa svona Abbas, forseta Palestínu, og að upplýsa um nýja röð andstyggðarverka hans manna. Ekki fengu Gyðingar að njóta hvíldardagsins óáreittir.

Jón Valur Jensson, 4.10.2015 kl. 05:24

2 Smámynd: Viktor

Nei,gyðingar fá aldrei stundarfrið á sínum helgidögum Jón Valur. Við svoleiðis tækifæri passa leiðtogar palestínumanna, Abbas, Hanyeh ofl. uppá að æsa fólkið sitt upp til ofbeldis í nafni íslams. Vegna þess að það er trúfrelsi í Ísrael og heita Ísraelsstjórnar til að vernda það, þá sér lögregla til þess að tilbiðjendurnir, hverrar trúar sem þeir eru fái að stunda helgihald sitt og lendir þá í samstuði við  palestínumenn,   fjölmiðlar greina þá frá því að ísraelska lögreglan hafi ráðist á palestínska tilbiðjendur. Orsök og afleiðing virðast vera hugtök sem fjölmiðlafólk á erfitt með...þetta er kanski upprætt úr þeim í náminu???...

Viktor, 4.10.2015 kl. 06:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Mikið er ég oft búin að óska þess að einhver skrifaði sannleikann umbúðalaust (leiðrétti),þar sem ranglega er hallað á Israel. Þakka þér Viktor.

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2015 kl. 23:59

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Finnst fólki almennt í lagi að Ísrael taki sér bara land og smali öðru fólki í burtu á einhver afgirt svæði rétt eins og Kaninn gerði með Indíana forðum daga ?

Hér er dæmigerð frétt um Ísrael

Palestínu, http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/10/07/atta_latnir_i_atokum_milli_palestinumanna_og_israel/.

Hver er kjarninn eða rótinn í þessu, jú það er landtaka Ísrael, sem er ofbeldi sem leiðir til ofbeldis af hálfu Palestínu manna sem leiðir svo til enn meira ofbeldis af hálfu Ísraelsmanna.  Og ef einhver setur spurningarmerki við framferði

Eina lausnin er að þessir tveir hópar hætti að draga línu á milli Ísraels og Palestínu og Ísraelar og Palestínumenn lifi í sátt og samlyndi. Því miður hillir ekkert undir það og á meðan halda voðaverkin áfram.

Gísli Gíslason, 7.10.2015 kl. 10:54

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Það vantaði botninn í málsgrein nr 2 en síðasta setningin átti að vera

Og ef einhver setur spurningarmerki við framferði Ísraels þá er sá hinn sami jafnvel sagður vera gyðingahatari.

Gísli Gíslason, 9.10.2015 kl. 12:41

6 Smámynd: Viktor

Ég á eftir að fara yfir þetta á blogginu Gísli, en Ísrael er ekki bara að taka sér land, þaðan að síður að þeir séu að smala fólki eitt eða neitt... fyrir utan þegar þeir ráku alla gyðinga af Gaza 2005...að þú haldir því fram að "landtaka" Ísraels sé ástæðan fyrir ofbeldi palestínumanna er gróf vanþekking.  Það er einmitt þessi vanþekking sem er vandamálið og tilgangur þessa bloggs er einmitt að reyna að bæta úr því.

Öllum er frjálst að gagnrýna Ísraelsk stjórnvöld.  Aftur á móti þegar ég geng á fólk hvað í pólitík Ísraels það sé að gagnrýna verður oftast, næstum alltaf, fátt um svör þar sem flestir hafa ekki hundsvit á stjórnmálunum í Ísrael.  Og þessi gagnrýni er oftar en ekki bara dulbúið gyðingahatur.

Ég á eftir að fara yfir þetta seinna.  gaman að þú skulir fylgjast með blogginu. 

Viktor, 9.10.2015 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband